Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1897, Page 8

Skírnir - 01.01.1897, Page 8
8 Gríska stríðið. halda, svo að því yrði afstýrt að slíkt kæmi fyrir framvegis, og loks að framfylgja í eyjunni lögum ins gríska rikis.“ Þetta var nú alt gott og blessað, og heíði líklega gengið óátalið, ef sjö Biðustu orðunum hefði verið slept. Þau sögðu það dularlaust, að til- gangurinn væri að innlima Krítey í Grikklands-ríki. En það var ekki við að húast, að stórveldin gætu þolað það; smáríkin öll norðan til á Balkanskaga sátu með brennandi hitasótt í blóðinu og biðu þess, hvað í skærist. Hefði Grikkjum haldist uppi að ræna Tyrki eynni þannig umsvifa- laust, þá hefði þau öll skilið það sem „innköllunar“-auglýsing til skuld- heimtumanna í þrotabúi Tyrkjans. Bolgaraland, Serbía og Svartfjalla- riki (Montenegró) hefðu þá öll hafið ófrið til að reyna að sölsa undir sig hvert sinn skerf úr dánarbúi „sjúka mannsins." En þó að stórveldin hefði nú getað unnað hverju þessara smáríkja síns skerfs, þá getur ekkert þeirra unnað öðru að hljóta Miklagarð; en er alt væri annað af Tyrkjanum rúið mundi að þvi reka að skera úr, hver í „Garðinn" skyldi Betjast. Þetta mundi leiða til ófriðar stórveldanna á milli; en það vilja þau öll sem lengst forðast, og því vilja þau á frest skjóta skiftafundi í þrotabúi „sjúk- lingsins" svo lengi sem kostur er á. Hér var því ekki 'um annað að gera fyrir þau, ef þau vildu afstýra almennu ófriðarbáli um meiri hluta allrar álfu vorrar, en að leggja bann fyrir atferli Grikkja. Stórveldin skipuðu því aðmirálum sinum, þeim er flotum þeirra stýrðu við Krít, að setja her á land i Canea-borg og taka hana á sitt vald, en skipin skyldu vörð halda með ströndum fram. Þessu var skjótt hlýtt: Englar, Frakkar, Búsar, Þjóðverjar, Ítalír og Austur- ríkismenn tóku borgina á sitt vald í nafni „samþykrar Evrópu.“ Þeir tilkyntu Tyrkjum, er vóru að gera grafir og skotvígi um borgina, og eins uppreÍBtarmönnum og landhersveit Grikkja, er vðru á leiðtil aðsókn- ar um borgina, að hvorugir mættu 4 aðra ráða né nokkurn ófrið hefja í borginni né 4 tiltoknu svæði í námunda við hana; ella skærust þeir í leik og skytu 4 þá, er ófrið byrjuðu. Grikkir og uppreistarmonn trúðu því laust, að þetta væri alvara, og héldu hcr sínum inn yfir takmörk þau, er hinir höfðu bannað þeim yfir að fara. En þá létu stórveldin til sín taka og sendu 40 fallbyssuskot á þá. Hörfuðu þá Grikkir og uppreÍBtar- menn undan. Flestum af þessum 40 skotum skutu ensku skipin. Margir menn í Evrópu urðu óðir og uppvægir við fregnina um þetta. Enskir þingmenn og aðrir menn þar í landi af „frjálslynda“ floknum reyndu að nota þetta til áfellis stjórninni; kölluðu það in mestu firn og

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.