Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1897, Side 14

Skírnir - 01.01.1897, Side 14
14 Gríska stríðið. og vildi því draga ðfriðinn í lengstu lög til að reyna að æfa liðið og bæta úr öðru, er áfátt var. Afleiðingin varð, því miður, sfl ein, að Tyrk- ir gátu kosið tímann, er ðfriðurinn hðfst, og þeir kusu að hefja hann rétt í byrjun innar miklu föstu Grikkja. Þá mega Grikkir engrar ket- fæðu neyta, lifa þá á vatni, brauði og ávöxtum, og urðu því að borjast glorhungraðír þðtt stðrar sauðahjarðir væru á beit alt umhverfis. Á Langa- frjádag höfðu þeir barist í sjö daga samfleytt, hungraðir og við kraftlausa fæðu; að kveldi þess dags voru þeir magnþrota og flýðu um nóttina sem fætur toguðu. Bn í þessa sjö daga börðust þeir hraustlega. Þá skorti aldroi hug né harðfengi, en æfingu og hlýðni því meir. Tyrkir eiga ekkert herskip, er heita megi í haffæru standi, en Grikk- ir eiga herflota, eigi stóran að vísu, enn allgóðan, og eru ágætir sjómenn. Þótti víst að þeir hefðu alt ráð Tyrkja í hendi sér á sjó. Bn floti þeirra gerði lítið að verkum, sem nokkurt lið var í, og furðaði alla, að hann mátti heita til einskis notaður; en það þykir nfl síðar sannað, að stórveld- in hafi harðlega banuað Grikkjum að beita flotanum þar sem helzt mátti lið að verða, og höfðu þau nstgan flota í nánd til þess, að Grikkir máttu til að hlýða. Tyrkinn mátti hér að leikslokum sanna, að honum verða sjaldan styrjaldir til ávinnings. Bíði hann ósigur, eru tekin af honum lönd; en sigri hann og leggi eitthvað undir sig, er það tekið af honum alt aftur, er friður er saminn. Rúsland. Það mun ðhætt að fullyrða. að Grikkir eigi það meira Rúsum að þakka, en nokkrum öðrum, hve vel þeir sluppu frá stríðsflani BÍnu. Reyndist Georg konungi það enn giftudrjflgt, að hann er af kyn- sælli ætt (sonur Kiistjáns IX. Danakonungs), mððurbróðir Nikulásar þriðja Rflsakeisara, en Olga Grikkjadrotning og Nikulás keisari af öðrum og þriðja (hún sonardóttir Nikulásar I.). Það er mælt, að enginn maður í heimi hafi jafnmikil áhrif á Nikulás III. eins og móðir hans, en af henni þykir hvervetna gott leiða. — Öllu kaldari reyndist mága-ástin hjá Vil- hjálmi Þjóðverjakeisara. Krónprinsinn gríski (elzti sonur Georgs) er kvænt- ur systur Vilhjálms. En það votta allir, sem til þektu, að Vilhjálmur hafi reynt að gera Grikkjum alt það ílt, er hann mátti. Nikulás Rúsakeisari er ótakmarkaður einvaldsherra í sínu ríki, en það er svo mikið og hann bvo voldugur höfðingi og mikils háttar, að við hann þykir öllum þjóðhöfðingjum gott að vingast. — í April-mánuði fór

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.