Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1897, Side 22

Skírnir - 01.01.1897, Side 22
22 Þjöðverjaland. Jieim, ])á eáu Þjóðverjar sér fært að hefta framgang samningsmálsins í tæka tíð, með ýmiskonar fyrirtölnm og ærslagangi. Og þessu víluðu þeir ekki fyrir sér að beita. Stundum héldu einstakir menn úr þeirra flokki orðmælgisræðnr með dðmlausum drætti og hringli; þannig talaði einn þeirra í 12 stundir samfleytt. Ymist vörnuðu þeir öðrum máls með því að herja reglustikum í borðin, stappa niður fótunum, æpa og ærslast, svo að ekki mátti mannsmál heyra. Loks tókst forseta með hálfgerðum refj- um þó, að Iýsa samþykt af meiri hluta frumvarp um þá breytingu á þing- sköpum, að alla þingmenn, sem óróa gerðu eða truflun í þingsalnum og eigi vildu hlýða forseta, þá gæti forseti gert þingræka í 3 daga og léti þeir sér ekki segjast, gæti þingdeildin gert þá ræka af þingi í mánuð. Eftir þetta urðn dagleg áflog, ryskingar og barsmíðar í þingsalnum og enda hafðir hnífar á lofti; forseta vóru árásir gervar, svo að hann varð að flýja salinn. Þá lét stjórnin gera virki um forsetastólinn og skipaði. lögregluliði um þingsalinn og um alt þinghúsið. Nú fóru Þjóð- verjar að gugna; en ýmsum af þeim, er hingað til höfðu eigi verið and- stæðir stjórninni, þótti hún nú farin að gerast nógu ráðrík. En 26. nóv- ember gerðist það tíðinda á þingfundi, að 14 þingmenn af flokki lögjafn- ing:ja þyrptust að forseta í fundarbyrjun, réðuBt á hann og hröktu hann út úr salnum. Eór þá alt í uppnám og barðist allur þingheimur og vóru ýmsir þingmenn teknir fastir og settir í varðhald. Varð nú óeirð og hálf- gildingsuppreisn um alla Yínarborg og breiddust óspektirnar út til ann- ara bæja og út um alt land. Gekk svo nokkra daga; lét stjórnin taka fasta þá er hún náði í af þeim, er óspektum ollu; en óspektirnar tóku að gerast mjög með ýmsu móti og af ýmsum tilefnum, og snerust víða upp i ofsóknir kristinna manna gegn Gyðingum. 30. Nóv. tjáði borgar- stjórinn í Vin Badeni ráðgjafa, að hann treystist nú eigi til að veitahon- um fylgi lengur, kvað ella liggja við uppreisn, er hann treystist eigi að buga. Sagði þá Badeni af sér völdum, en 8. Des. gaf keisari út bráða- birgðarlög, er heimiluðu honum og stjórn hans, að somja af Austurríkis hendi við Ungverja, um br&ðabirgða endurnýjun samningsins um hin sam- eiginlegu mál, og við það stóð í árslok. Þjóðverjaland. — Um Kúslandsferð Yilhjálms keisara er áður getið í Rúslandsþætti og þarf hennar ekki hér að minnast. Þjóðverjar yirðast nú gefa sínum fornu erfifjandmönnum, Frökkum

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.