Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1897, Blaðsíða 25

Skírnir - 01.01.1897, Blaðsíða 25
Þjóðverjaland. 25 ngastir, að væri hægt að beina þeim 7 eða 8 tugum þúsunda íólks, sora árlega flytur sig úr Iandi öllum í eina átt, t. d. til að setjast að í Brasiliu eða oinhverju öðru Suðurameriku-ríki, þá mundu þeir varðvcita þar að fullu þjððerni sitt og bróðurlega mynda nýtt og stórt þjóðverskt riki vestan hafs. í Brasiliu eru nú til staðir eins og Joinville, sem mega heita alveg eins þýzkir eins og Berlín, Dresden eða Hannover. Nokkrir innlendir Brasiliumenn eiga þar heima, en þeir búa alvcg út af fyrir sig. Yerksmiðjurnar, skólarnir, kirkjurnar og bæjarstjórnin — þetta er alt alþjóðverskt og þá er svo sem auðvitað að blöðin eru þýzk og bjórinn er þýzkur. Nú er Bérstakur styrkur boðinn hverju því eimskipafélagi, sem flytja vill þýzka útfara til Suður Brasilíu. Það þarf ekki rnikinn spásagnaranda til að sjá það fyrir, að þegar þessum þýzku nýlendum vex fiskur um hrygg, þá munu þær gera sér lit- ið dekur við þá hálfsiðuðu kynblendinga, sem nú bafa það að atvinnu að gera byltingar í Suðurameríku og kalla sjálfa sig stjórn. Þeir mundu þá fljótt kasta af eér valdi þeirra og stofna þýzkt þjóðríki. Auðvitað mundu þeir að likindum ekki gerast lýðlendur Þjóðverjalands, heldur mynda sjálfstæð þýzk þjóðveldi, en eflaust mundu þau standa í vináttu- sambandí og ef til vill verzlunarsambandi við Þjóðverjaland, leita þýzkrar aðstoðar ef á þyrfti að halda — verða í einu orði nýtt Þýzkaland vest- an hafs. Stjórnin þýzka lítur með velþóknun á Bérhverja viðleitni í þeBsa átt og veitir henni fúslega stuðning sinn. í nóvembermánnði og desember gerðust af Þýzkalands völdum þau tiðindi i Kinlandi er hér verður á að minnast. í héraðinu Shantung við Kjá-TVjáflóa höfðu í róstum nokkrum verið myrtir 2 oða 3 þýzkir trúboðar. Þjóðverjar settu þegar á land horlið nokkurt þar austur frá til þesB að knýja Kínverjastjórn til fullra mann- bóta. Þjóðverjar höfðu lengi haft góðan augastað á Kjá Tsjá-flóanum og rennt ágírndaraugura til héraðsins þar upp af. Það var auðsætt, að þetta var hinn mesti hvalreki, sem þoim gat í hendur borist, að kínverskir ó- róaseggir skyldu gera þeim þann greiða, að myrða fyrir þeim þoBaa trú- boða; þvi að það gaf stjóruinni sárþráð og kærkomið tilefni til að koma fram ósvífnum kröfum á hendnr Kínverjastjðrn. Vilhjálmur keisari sendi Hinrik bróður siun á þýzkum járnbarða með nokkrum fyigiskipum austur til Kínlands með her manns, og höfðu þá Þjóðverjar 37» þúsund her-

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.