Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1897, Page 27

Skírnir - 01.01.1897, Page 27
Frakkland. 27 á það að hafa valdið því, að þeir dæmdu hann sekan. En hvorki DreyfuB né málflutningsmaður hans fengu að vita af skjali þesau né sjá það og áttu því ekki kost á að véfengja það. Það var fyrir atvik að málflutn- ingsmaður hans fékk að vita þetta síðar og einhvernveginn hefir náðst ritliki af skjalinu og verið birt í blöðum og er það álit flestallra rit- handarfræðinga, að það sé bersýnilegt, að skjalið sje falsað, aldrei ritað af Dreyfus heldur af öðrum frakkneskum foringja, Esterhazy að nafni, sem hafi stælt hönd Dreyfus. Stjórnin hefir sífelt kannast við að skjal þetta væri geymt í vörzlum herBtjórnarinnar, en jafnan neitað að leggja það fram eða sýna það. Varaforseti öldungaráðsins, Seheurer-Kestner, reyndi til að fá stjórnina til að skipa nýja rannsókn, en hún reyndist ófáanleg til þess. Þykir mönnum sem hún láti sér annara um, að ekki verði sönnuð afglöp- in á dómendurna í herdóminum, heldur en að sannleikurinn sé í ljós leidd- ur. En til að skilja þetta verða menn að vita það, að mest öll foringja- stétt Frakka og því nær allir yfirstjórnendur hermálanna eru lærisveinar og brjóstmylkingar Kristmúnka (Jeeúita), og að sá maður er menn ætla sekan vera, er þeirra maðar með húð og hári. Hinsvegar er Dreyfus Gyðingur, en Kristmúnkar gera alt sitt til, að vekja Gyðingaofsóknir hvar sem þeir geta. — Svona stóð mál þetta í árslok og verður það meiri tíð- inda efni í næsta árs Skirni. Bretland ið mikla. — Höfuðtiðindi ársinB þaðan úr landi voru in mikla þjóðhátíð, er haldin var um allan brezkan heim í Júnímán., en dýrlegust þó í Lundúnum, i minningu þees, að þá hafði Viktoría drotn- ing á veldisstóli setið fulla 6 tugi ára; en það er lengri tími, en nokkur þjóðhöfðingi hefir áður rikt þar í landi. Englendingar höfðu lengi búið sig und- ir hátíðina. Þeir höíðu áður haldið viðlíka hátíð 1887, þá er ríki Viktoríu drotningar hafði staðið í hálfa öld. En svo mikið sem þá var um dýrðir, og það var ekki lítið, þá þófti nú þó íangt af bera. Árið fyrirfarandi hafði verið dæmafátt veltiár um alt Bretaveldi. Og nú var það eitt með öðru fyrirtekið til að geta hátíðina sem vegsamlegasta og láta veldi og víðlendi drotningarinnar ganga öllum heimi sem mest í augu, að til há- tíðar þessarar voru boðnir sem heiðursgestir þjóðarinnar forsætisráðgjaf- arnir úr öllum sjálfstjórnar-Iýðlendum Breta um víðan heim; en Bérhvert brezkt lýðland sendi herflokk af innlendu landvarnarliði sínu til þess að prýða hátíðagönguna á aðalminningardaginn. Forsætisráðherrarnir þágu boðið og korau til Lnndúna með sifjalið

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.