Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1897, Side 30

Skírnir - 01.01.1897, Side 30
30 Spánn. en mörg gögn er að ransaka í því máli og má við Jiví búast, að æðilang- ur tími líði áður en gcrðardómur verður uppkveðínn. Milli Breta og Bandamanna hefir um hríð verið nokkur ágreiningur um landamerki miili Alaska og Canada. Þar hafa þeir samningar tekist, að það mál skuli í gerðardóm leggja og skuli báðir málsaðilar hlíta þeim úrskurði, sem dómurinn uppkveður. Bandamenn héldu áfram þetta ár sem að undanförnu að bláBa að uppreisnarkolunum á Cuba og styðja uppreisnarmenn á alla lund með vopnum og fjárframlögum, Dótti þess brátt kenna, að McKinley mundi leita færis eða ytra tilefnis til að hlutast til um Cubamálið. Fóru stund- um þung orð, þótt með yfirvarpskurteysi væri, frá Bandaríkjastjórn til Spánarstjórnar. Dó stóð friður að kalla milli landanna í árslok. Spánn. — Uppreisnin á Cuba gekk sinn vanagang þetta ár sem fyrri, en i Ágústmánuði urðu þau stórtíðindi heima á Spáni, að einn mað- ur af stjórnleysingja flokki veitti bana Canovas forsætisráðherra. Eftir hann kom til valda Sagasta af frjálslynda flokkinum, en íhaldsmenn fóru frá völdum. Dað var eitt ið fyrsta verk Sagasta, að kveðja Weyler hers- höfðingja heim frá Cuba, en senda þangað í hans stað Blanco hershöfð- ingja. Yar nú uppreisnarmönnum boðin uppgjöf allra saka, ef þeir legðu vopn sín niður, en Cuba var veitt allfrjálsleg sjálfstjórn, og er enginn efi á því, að það var alvara Sagasta, að reyna að friða eyna og bæta stjórnarfar hennar, og þótti það, meðal annars, mega marka af því, að hann sendi Blanco hershöfðingja vestur þangað, því að hann er rnildur mað- ur og réttvís og hafði gert sig að góðu kunnan áður sem landstjóri Spánverja i Filippuseyjum. Hafði hann verið heim kvaddur þaðan af afturhaldsstjórninni á Spáni, af því að hann þótti sýna þar ofmikla mann- úð og réttvísi. En þessi boð Sagasta komu helzt til seint fram og vildi færri hluti fólksins þýðast þau á Cuba og uppreistarmenn alls ekki; enda hafði Mc- Kinley Bandaríkjaforseti gefið þeim undir fótinn með því, að gefa opinberlega í skyn, að hann mundi skerast í leikinn með Cubamönnum, ef eyjan yrði ekki friðuð innan skamms tima. í þessu stímabraki stóð alt um árslokin. 1 Filippuseyjum var uppreisn mikil þetta ár; töldu Spánverjar hana bælda niður, en það virðist hún þó aldrei hafa orðið að fullu.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.