Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1911, Side 9

Skírnir - 01.01.1911, Side 9
Leo Tolstoj. tveggja tímabila er það djúp staðfest, að varla eru dæmi til hjá nokkrum öðrum rithöfundi. Það er sálarstríð hans og sinnaskifti á árunum 1877—79. Tolstoj er eftir voru tímatali fæddur 28. ág. 1828. Hann var af fornum auðugum aðalsættum, en misti báða foreldra sína á unga aldri. Hneigðist hann snemma til íhugunar og heilabrota, þótt líf hans að ytri háttum væri svipað lífi annara tiginborinna sveina um þær mundir. Lýsir hann þroska sínum, eðlisfari og hugarhræringum af hinni mestu nákvæmni, að því er séð verður, í bók- inni »Bernska og æska«, er hann gaf út 1852, þótt skáld- sögusnið sé á henni. Er það í alla staði einkar merkileg bók og lærdómsrík. Um sömu mundir fór hann með Nikulási uppáhaldsbróður sínum til Kósakkabygða á landa- mærum Rússlands og hafðist þar við um hríð. Lýsti hann lífi manna þar um slóðir og eðlisháttum í bókinni »Kó- sakkarnir«, og þótti honum takast prýðilega. Því næst tók hann þátt í ófriðnum mikla, er kendur er við Krim- skagann (1854—55), og ritaði að honum loknum »Sögur frá Sebastópól«. Var hann nú alment talinn einn með mestu rithöfundum Rússa af yngri mönnum, og verður eigi annað séð en að lífið léki við hann á allar lundirr enda svalg hann unað lífsins í löngum teigum að vitni sjálfs sin. Hann hafðist við í Pétursborg og víðar, kynt- ist hinum tignustu og fremstu mönnum, spilaði og drakk, ritaði þegar andinn hreyfði sér, og viðraði sig í sólskini lýðhyllinnar og ritfrægðarinnar. Svo fóru þó leikar inn- an skamms, að hann fekk óbeit og ímugust á þessu líf- erni. Honum fanst nautnabikarinn beiskjublandinn og einhver óljós, seiðandi þrá eftir öðru betra og göfugra teygði hann burt frá stórborgarlífinu og kunningjunum. Hann ferðaðist um meginland Evrópu, settist því næst að á búgarði sínum, Jasnaja Poljana, kvongaðist árið eftir (1862) læknisdóttur frá Moskva, og tók nú að gangast fyrir ýmsum framkvæmdum. Hann lét sér einkarant um leiguliða sína, leitaðist á allar lundir við að manna þá, reisti skóla og sjúkrahús á eigin kostnað og sparði ekk-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.