Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1911, Side 11

Skírnir - 01.01.1911, Side 11
Leo Tolstoj. 11 hennar í alla staði. Hún verður að hafa sig alla við til að leyna ástum þeirra fyrir manni sinum og beitir til þess allskonar brögðum og ósannindum, sem henni sjálfri hýður við. Þar kemur þó að lokum, að hún fær eigi lengur dulið hneykslið. Skilnaður er einasta úrlausnin. En nú kemur drengurinn til sögunnar, drengurinn hennar, sem hún ann hugástum. Hvað á að verða um hann? Þess er engin von, að faðirinn láti henni hann eftir, hórkonunni. Og hún þykist að sínu leyti eigi mega af honum sjá. Þó verður það úr að lokum, að hún legg- ur móðurástina í sölurnar fyrir ástina til elskhugans. Hún skilur að öllu leyti við mann sinn, nema að lögum. En setjum nú svo að þau skilji lagaskilnaði og að hún giftist elskhuga sínum, — er öllu þar með til lykta ráðið? Nei, langt frá. Urlausnin er öll önnur og óumflýjanleg, — hún verður að ráða sér bana. Hvers vegna þá? Er þetta athæfi hennar, sem al- gengt er með stórþjóðunum, þá svo syndsamlegt og ilt, að eigi verði friðþægt nema með dauðanum ? Þessu svar- ar Tolstoj játandi. Hjónabandið, sambúð manns og konu, er í insta eðli sínu svo heilagt og viðkvæmt, að það má eigi við neinum misbrigðum. Sé það saurgað og svívirt, þá eitrast siðferðislíf manneskjunnar til innstu grunna. I augum Tolstojs skiftir það engu máii í þessu sam- bandi, hvort hjónabandið er í upphafi bygt á skyldurækní eða ást. Hversu sem er, þá verða menn að bera sinn kross með þolinmæði úr því út í það er komið. Það er siðferðisleg skylda, sem eigi verður undan flúið. Þjóðfé- lagið og löggjöfin og almenningsálitið eiga hér engan hlut að máli, heldur byggist þetta á órjúfanlegu siðferðislög- máli, sem staðfest er í manninum sjálfum, hjarta hans og hugskoti. Það er ekki dómur mannanna eða laganna, sem dynur yfir þessa eiðrofskonu, heldur dómur samvizk- unnar Samvizkubitið varnar henni þess að njóta full- kominnar ástarsælu í faðmi elskhuga síns, og skækja hans vill hún ekki verða. Það telur hún sér óbærilega van- sæmd.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.