Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1911, Page 12

Skírnir - 01.01.1911, Page 12
12 Leo Tolstoj. Þessi barátta milli samvizkunnar og' tilhneiginganna verður henni loks um megn. Hún kýs að deyja fyrir ást sína úr því hún fær eigi notið hennar. Hún varpar sér fyrir járnbrautarlest. »Lífið glóði fyrír augum hennar í einu vetfangi með öllum sínum tálvonum«, — og lestin rann yfir hana á fieygiferð. » H e f n d i n e r m í n « , segir Drottinn. Þetta eru einkunnarorð bókarinnar. III. y Um það bil er Tolstoj lauk við »önnu Karenin«, var hann rétt um fimtugt og á fylsta þroskaskeiði í list sinni. Hafði hann vaxið að djúpsæi og listfengi með hverju nýju riti. Það var þvi eðlilegt, að menn biðu með óþreyju næsta rits frá hans hendi og gerðu sér um það miklar vonir og glæsilegar. Þess var heldur eigi langt að bíða. Það kom árið 1879. Brá mönnum heldur en ekki í brún, er þeir lásu það. Höfðu allir búist við hrífandi og stórfenglegu skáld- riti, listaverki á borð við »önnu Karenin«, og svo varð það þegar til kom — synda- og trúarjátning. Hann afneitar með öllu hinu fyrra líferni sínu og öllum undangengnum ritum sínum, telur þau eigi aðeins fánýt- an hégóma, heidur jafnvel skaðleg og ósiðlát. Flestum mun hafa komið þetta mjög á óvart, þrátt fyrir alvöru- og lögmálsblæinn dapra og þungbúna, er hvíldi yfir sögu hans hinni síðustu. í henni er hann sýni- lega kominn á þann rekspölinn, þótt mönnum yrði það ef til vill eigi að fullu ljóst fyr en eftir á. I játningarritinu lýsir Tolstoj afar-nákvæmlega sálar- ástandi sínu um þær mundir, er hann lauk við »önnu Karenin«. »örvænting mín var svo mikil«, segir hann, »að eg fekk varla af borið. Eg gat eigi annað gert en að hugsa og hugsa um þetta hræðilega ástand, sem eg var í . . . . Spurningarnar og efasemdirnar jukust dag frá degi og steðjuðu að mér úr öllum áttum og kröfðust

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.