Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1911, Síða 22

Skírnir - 01.01.1911, Síða 22
22 Leo Tolstoj. tækist honum betur upp er til þess kæmi að lifa eftir kröfunum. Þar væri hann í öllum greinum sjálfum sér sundurþykkur. Þetta er hvorttveggja á rökum bygt. Hann hefir engan nýjan fagnaðarboðskap fram að bjóða, engar aðrar lífsreglur en þær, er Kristur sjálfur lagði mönnunum. Þetta kannast hann sjálfur fyllilega við og tekur það fram aftur og aftur. Og hitt er engu miður satt, að líf hans og breytni var aldrei í fullu samræmi við kenningar hans. Hann þóttist lifa við fátækrakjör, en fatækt án áhyggju og ótta fyrir morgundeginum er engin fátækt, engin þraut. Hann vildi vinna fyrir sér með handafla sinum, en hvað var þetta annað en að taka brauðið frá munninum á fá- tæklingunum, sem höfðu lífsuppeldi af þessum störfum? Og þar fram eftir götunum. Hann átti það erfðaauði sínum að þakka, að hann kendi engra illra afieiðinga af sérvizkuathæfi sínu, og hann átti það erfðahylli ættar sinn- ar að þakka, að hann varð eigi illa úti fyrir kenningar sinar og rit. Honum var óhætt við öllu. Honum hélzt uppi að tala það og rita, er hver annar rússneskur þegn hefði orð- ið að þola hungur, fangelsi og útlegð fyrir. Þetta kann- ast hann einnig við, en harmar það um leið. Aðrir brostu í kampinn og hældust um, en hann sjálfur þráði píslar- vættið, óskaði þess af alhug, að hann væri sendur í útlegð og lét það þráfaldlega í ljósi. Verður og eigi á móti því borið, að aðstaða hans var hvorttveggja í senn hálfbros- leg og þó næsta raunaleg. Hann var illa settur að einu leyti af því hann var vel settur að öðru. Enginn vafi getur á því leikið, að honum var full alvara, að hann var reiðubúinn til að fórna öllu fyrir sannfæringu sína. Hanu fekk að eins aldrei tækifæri til að sýna það í verki. Það var meinið. Engum manni var þetta ljósara en honum sjálfum. Enginn fann betur til ósamræmisins, enda harmaði hann það, svo sem áður er mælt, og tók sér afar nærri og hafði oft orð á því. Svo fórust honum t. d. orð einu sinni, er hann átti tal um þetta:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.