Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1911, Page 28

Skírnir - 01.01.1911, Page 28
28 Sægróður íslands. lítið. Litir sólarljóssins eru ekki jafngóðir öllura jurta- teg'undum. Grænar jurtir vinna t. a. m. kolsýruna bezt í rauðu ljósi, en rauðar jurtir í grænu eða bláleitu ljósi. Grænu og bláleitu geislarnir ganga dýpst í hafið, og rauðu þörungarnir ganga dýpst af þörungum hafsins. Litur djúp- jurtanna er því hinn haganlegasti til þess að hagnýta ljósið í djúpinu. Rauðir þörungar eru með mjög margs konar litblæ og er álitið að litblærinn fari eftir dýpinu. sem jurtin vex í. Hinn mismunandi litblær stendur að öllum líkindum í sambandi við afbrigðilega ljósliti. Þetta verð- ur alt skiljanlegra þegar þess er gætt, að sólarljósið er samsett af mesta aragrúa af millilitum, auk aðal-litanna, sem allir hafa tekið eftir í regnboganum. Ljósið hefir þá mjög mikil áhrif á sæjurtirnar. Eftir eðli ljóssins raða sæjurtirnar sér í belti umhverfis strendur landanna. Efst er grænt belti; í þvi vaxa grænir þörungar. Neðan við græna beltið kemur brúnt eða móleitt belti. í því vaxa brúnir þörungar, t. a. m. þang og þarategundir. Þetta belti er víðast hvar mjög breitt hér við land. Neðst eða dýpst er rauðabeltið; í þvi vaxa rauðir þörungar. Belti þetta er og allbreitt hér og teygir sig langt upp eftir sjóhlíðunum innan um »þaraskógana«. Auk þeirra áhrifa, sem ljósið eftir litareðli sínu hefir á sæjurtirnar, ber og að geta um áhrif ljósmagnsins eða styrkleika ljóssins. Sumar tegundir í fjörunni þola fult dagsljós, en aðrar raða sér í skuggasælar glufur og gjót- ur og fellur auðsjáanlega bezt að búa við daufa birtu. Auk þess eru skiftar skoðanir um það, hvort litblær ýmsra tegunda er háður lit eða styrkleik Ijóssins. En það efni er mjög flókið og skal því ekki orðlengja um það hér. Veðrdttan. Sæjurtir eru ekki eins háðar veðráttunni eins og landjurtir. Utlit sægróðursins er því svipað vet- ur, sumar, vor og liaust, og gróðurinn ávalt mikill og blómlegur. Djúpgróðurinn, eða sá gróður, sem ávalt er i kafi, verður fyrir minstum hitabreytingum. Að því er snertir missiraskifti er munurinn á birtu þýðingarmestur í djúpinu. Haust og vetur er birtan lítil, og þó undar. legt virðist, er sá tími »blómgunar«tími margra tegunda

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.