Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1911, Side 43

Skírnir - 01.01.1911, Side 43
Alheimsmál. 43 Orðaskipunin er ekki einskorðuð við neinar fast- ákveðnar reglur, enda geiir þolfallið það óþarft; öll nafn- orð og lýsingarorð andlagsliðsins í setningunni eru höfð í þolfalli; vitanlega er þó þeim orðum vanalega skipað saman, er saman eiga, nema eitthvað sérstakt sé því til fyrirstöðu. Eina orðaskipunarreglan er sú, að neitunin ne á ætíð að standa næst á undan sögninni. Af þvi, er hér hefir verið sagt, er auðsætt, að Esper- anto er mjög svo auðlært mál, einkum fyrir Norðurálfu- þjóðir og Ameríkumenn, því þaðan eru orðstofnarnir lekn- ir. Og jafnvel Japönum og Kínverjum veitir, að sjálfra þeirra sögn, mun léttara að læra það en nokkurt Norður- álfumál. Málfræðina má læra á einni klukkustund. — Aðalókosturinn, sem fundinn hefir verið Esperanto til foráttu, er þess eðlis, að hann hlýtur að fylgja hverju því gervi- máli, sem einfalt á að vera og auðlært; það er þurleik- inn og tilbreytingaleysið. Hljómfagurt mál er Esperanto í verunni. En sá er hængur á að beita því til ljóðagerð- ar, að jafnan verður að ríma nafnorð við nafnorð, sagnir í nútíð við sagnir í nútíð o. s. frv. Sömuleiðis er það óviðfeldið, að Ijóðlínurnar verða jafnan að enda á kvenn- hendingum. Sumir hafa að vísu reynt að fá karl-hending- ar með því að fella niður endinguna o í nafnorðum; en sá er gallinn á, að það rýrir hljómfegurð málsins og svift- ir hana að miklu leyti einkennisblæ sinum. Á hinn bóg- inn ber þess að gæta, að aðalhlutverk Esperantos lýtur ekki að skáldskap, heldur að því, að vera verslunarmál og vísindamál. Það mun naumast taka því að þýða annað af fagurfræðilegum bókmentum á Esperanto en rit í óbundnu máli — og ef til vill söngteksta, því að málið lætur einkarvel að söng, sakir þess hversu auðugt það er að mjúkum sérhljóðum. Ekki alls fyrir löngu var kjörin nefnd manna, úr flokki vísindamanna og annara menningarfrömuða hvaðan- æfa úr Norðurálfunni, í því skyni að hún skyldi greiða götu alheims-málshugmyndarinnar, án þess þó að fastráða nokkuð um valið að svo stöddu. En fyrir nærfelt tveim

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.