Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1911, Page 46

Skírnir - 01.01.1911, Page 46
Helgi. Dálítið sögubrot eftir Maríu Jóhannsdóttur. Faðir Helga var bláfátækur húsmaður. Hann átti mörg börn, og voru þau flest alin upp á sveitinni. Helgi fór á sveitina þegar hann var nokkurra vikna gamall. Björn á Gili, fátækur barnamaður, varð feginn að taka hann vegna meðgjafarinnar. Sigga vinnukona var látin fóstra Helga. Henni þótti vænt um drenginn, og lét fara vel um hann. En hún fór frá Gili þegar Helgi var fimm ára. »Mér þykir sárast að skilja við þig, veslings munaðar- leysingjann«, sagði Sigga, þegar hún kvaddi Helga á hlað- inu á Gili. »Æ, lofaðu mér að fara með þér, elsku Sigga mín«, sagði Helgi. Hann vafði handleggjunum um háls henni, og hágrét. »Eg vildi að eg gæti tekið þig með mér, Það verða liklega ekki margir sem skifta sér af þér«, sagði Sigga. »Hvaða org eru þetta?« kailaði Þórunn húsfreyja. Hún stóð á bæjarhólnum, og hélt að sér höndum. »Ætlarðu ekki að lofa stúlkunni að komast af stað?« Helgi grét enn meir og hélt sér dauðahaldi í Siggu. »Vertu ekki hörð við munaðarleysingjann, Þórunn mín. Mundu að hann á guð uppi yflr sér, eins og aðrir,« sagði Sigga, og losaði varlega handleggi Helga utan af hálsi sér. »Hættu að gráta Helgi minn. Eg kem bráðum aftur að flnna þig.« Hún tók báðum höndum um höfuð hans og kysti hann.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.