Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1911, Side 48

Skírnir - 01.01.1911, Side 48
48 Helgi. Þórunn húsfreyja kom til Helga, þegar hann var að reka féð í kvína. Hún leit yflr hópinn. »Hvað er þetta? Hvað hefirðu gert við helminginn af ánum?« Hún stóð hjá kviaveggnum, hélt á tveimur mjólkur- fötum, sinni í hvorri hendi, og horfði hörkulega á Helga. »Eg týndi þeim í þokunni.* Helgi stóð niðurlútur og batt grindina í dyrnar á kvínni. »Gaztu ekki leitað að þeim?« »Jú, en eg fann þær ekki.« »Þú hefir líklega sofið, eins og fyrri daginn.« »Já.« »Og þú skammast þín ekki fyrir að segja frá því.« Þórunn setti föturnar frá sér og gekk til Helga. Hann hörfaðí undan. »Eg var svo þreyttur og svo syfjaður«, stundi hann upp með grátstaf í kverkunum. »Þreyttur! Hver heldurðu að trúi því að þú sért þreyttur, sem ekki gerir nokkurt handarvik, eða að þú sért syfjaður, annað eins og þú sefur? Hreppstjóranum þætti víst ekki trúlegt að það væri ekki einu sinni hægt að nota þig til að sitja hjá þessum fáu kindum. Hann hefir ekki svo sjaldan talið eftir þetta lítilræði, sem er lagt með þér af sveitinni. Það er bezt fyrir þig að fara til hans Björns, og segja honum að þú hafir svikist um og mist úr hjásetunni. Mér þykir gaman að vita hvað hann segir. Og snáfaðu nú heim óþokkinn þinn. Eg vil ekki hafa þig fyrir augunum.« Þórunn sló Helga kinn- hest, hratt honum frá sér og fór inn í kvína til þess að mjólka. Helgi tók höndum fyrir andlitið, fleygði sérniðurog grét. »Ætlarðu ekki að smánast heim til hans Björns og segja honum að helminginn af ánum vanti, svo hann geti haft einhver ráð með að láta leita þeirra. Það verður lík- legast til lítils þótt þú farir að leita, afglapinn þinn,« kall- aði Þórunn.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.