Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1911, Side 49

Skírnir - 01.01.1911, Side 49
Helgi. 49 Helgi svaraði engu, en hélt áfram að gráta. »Geturðu ekki svarað? Ertu mállaus eða hvað? Því læturðu eins og fífl? Á eg kanske að koma og reka þig heim?« »Nei, eg skal fara undir eins.« Helgi stóð upp og ráfaði heim á túnið. Björn var að slá og Jón sonur hans með honum. Jón var um ferm- ingaraldur. Helgi nam staðar frammi fyrir Birni. »Eg misti úr hjásetunni«, sagði hann lágt, og horfði niður fyrir fætur sér. Björn hætti að slá, og brýndi ljáinn. »Mistirðu úr hjásetunni einu sinni enn þá? Þú hefir sofið.« »Já.« »Vantar margt?« »Já.« Björn þagði og brýndi í ákafa. »Eg verð líklega að biðja þig að reyna að ná í eitt- hvað af ánum sem vanta, Nonni minn«, sagði Björn, og sneri sér að syni sínum. »Mig! Getur Helgi ekki alveg eins leitað að þeim? Hohum er það skyldast, held eg, úr því hann getur ekki gætt að þeim. Mig langar heldur ekki til að fara að hlaupa fram á dal í nótt, eftir að hafa staðið við orfið í allan dag.« »Þú verður þá að láta í nátthagann í kvöld, og þá getur Helgi farið undir eins að leita. Þokunni er létt upp, og ekki eftir neinu að bíða. Helgi minn, hlauptu nú fram eftir og reyndu að finna ærnar, áður en dimmir meira.« Helgi stóð kyrr, með hendurnar fyrir andlitinu. »Svona nú. Eftir hverju ertu að bíða?« »Eg er svo máttlaus.« »Máttlaus?« »Já.« »Hvaða bölvuð leti er þetta í þér! 4

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.