Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1911, Page 50

Skírnir - 01.01.1911, Page 50
50 Helgi. Flýttu þér! Hlauptu nú greyið mitt.« Helgi gekk grátandi fram á dalinn. Hann leitaði alla nóttina, og um morguninn kom hann heim með ærnar, sem hann hafði týnt. Veturinn áður en Helgi átti að fermast húsvitjaði sóknarpresturinn, eins og hann var vanur. Helgi stóð við kvörnina í bæjardyrunum á Gili og var að mala. Jón gamli var dauður, og Helgi var eftir- maður hans við kvörnina. »Helgi litli á víst að fermast í vor«, sagði prestur við Þórunni, þegar hann gekk inn göngin. »Aldurinn hefir hann til þess«, sagði Þórunn. Hún vísaði presti inn í herbergiskytru, sem var undir baðstofuloftinu. »Það er bezt að drengurinn komi inn til mín snöggv- ast.« — »Eg skal láta hann koma til yðar samstundis.« »Farðu nú inn til prestsins með kverið þitt, og reyndu nú að kunna og svara því sem hann spyr þig út úr því,« sagði Þórunn við Helga. Hann hætti að mala, dustaði af sér mjölið, sótti kver- ið sitt upp á loft og fór inn til prestsins. Hann kunni illa og gat fáu svarað af því sem prestur spurði hann. »Hvernig er það? Hefirðu engan tíma til aðlæra?* spurði presturinn loksins, og lagði kverið óþolinmóðlega á borðið. »Eg á að læra á morgnana.« »Nær á morgnana?« »í rúmi mínu«. »Líturðu aldrei í kverið á daginn?« »Sjaldan.« »Hvað gerirðu þá?« »Eg er í fjósinu kvöld og morgna. Miðpartinn úr deginum er eg að mala.« »Einmitt það. Þér er ætlað að læra á nóttunni þegar

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.