Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1911, Page 61

Skírnir - 01.01.1911, Page 61
Helgi. 61 horium bakinu. Honum væri ekki nema mátulegt þó hann fengi að kenna á staurshættinum», sögðu þeir. Og svo sat Helgi á vinnustofunni iðjulítill, dag eftir dag og viku eftir viku. Dag einn um miðjan veturinn kom Ingvar gamli skip- stjóri til Helga. Hann átti húsið sem Helgi bjó í. »Komdu nú sæll, Helgi minn«, sagði Ingvar og rétti Helga höndina. Helgi sat aðgerðalaus við vinnuborð sitt og studdi hönd undir kinn. Hann tók kveðju Ingvars og bauð hon- um sæti á bakbrotna stólnum er stóð hjá borðinu. »Eg ætlaði nú ekki að standa lengi við. Það er svo andskoti kalt hjá þér. Leggurðu ekki í ofninn«, sagði Ingvar um leið og hann settist niður. »0 nei, eg hefi ekki lagt í hann núna i nokkurn tíma«, svaraði Helgi dálítið vandræðalegur. »Þú hefir þó eitthvað til að leggja í hann, vænti eg«. »Það vill nú verða lítið um það stundum. Mér veit- ir ekki af þeim aurum sem eg vinn mér inn til að fá mér eitthvað að eta fyrir þá. Og eg er nú farinn að venjast kuldanum*. »Jæja, það er þá svona. Þú hefir líklegast lítið að gera«. »Eg hefi sama sem ekkert að gera«. »Þú ert þá víst ekki vel staddur í peninga sökum«. »Onei. Ekki er eg það«. »Þú hefir líklega engin ráð með húsaleiguna. Það eru nú liðnir fimm mánuðir, sem þú hefir ekki getað borgað mér«. »Eg hefi, því miður, engin tök á því núna, en seinna------—«. »Já, við skulum vona það. En aðalerindið til þín var að segja þér frá þvi, að Guðmundur skósmiður hefir leigt þessi herbergi frá næstu mánaðamótum«. »Erá næstu mánaðamótum*.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.