Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1911, Side 66

Skírnir - 01.01.1911, Side 66
Tiðavísur 1910. Viltu vinur minn vaka og hlusta að eins stutta stund á stefjamál? sjá í sjónauka um sæ og lönd, það sem þjóðfréttum þykir sæta. Ærin fréttafjöld fyrir vakir augum anda míns út’ i löndum. Hundrað hvalreka heims-viðburða gæti eg greint, en geri ekki. Mér eg marka bás minni en stærri fyrir fáyrða frumreglu skuld. Seztu í sæti, sjónir byrgðu; er þá óskift athygli þín. Máð er af mannkyní mikil smán: upp sneri iljum Abdúl Hamid; komust konur úr kvennabúri út um Evrópu til atvinnu. Brast í Belgíu bóla gömul: lézt Leópold landræningi. Á Afríka ilt að gjalda þessum þverbresta þjóðniðingi. Enn er ógert, Árvakur sæll, nauðsynjaverk í Norðurálfu: bíta bakfisk úr böðlum tveim — Þrasa Þjóðverja og Þráni Rússa. Vóru vatnsflóð á vetri snemma:

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.