Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1911, Page 71

Skírnir - 01.01.1911, Page 71
Ritfregnir. Ljóðmæli eftir Steingrím Thorsteinsson. 3. útgáfa, ankin. Kostnaðarmaður: Sigurðnr Kristjánsson, Rvk. 1910 (384 hls.). Rétt er það eins og að hitta fornkunningja að máli að blaða í nýjum útgáfum af Ijóðum aldurhniginna góðskálda. Þar má hitta góðvini og fornkunningja svo að segja á hverju blaði, og eru það þá oft fyrstu ljóðin og fyrstu lausavísurnar, sem við lærðum. Eg er nú að blaða í 3. útgáfunni af ljóðum Stgr. Thorsteins- sonar, sem berst okkur Islendingum einmitt á 80. aldursári hans. Útgáfa þessi er fullum þriðjungi stærri en hin fyrri, þegar litið er á hvorttveggja, leturmagn og blaðsíðutal. Viðaukanna er helzt að leita í »Minnum« (bls. 56—80) og »Erfiljóöum« (bls. 354—373), en þó er álitlegasti viðaukinn í ýmiskonar ljóðum og lausavísum (bls. 233—38 og 263 —322) og mun flestum víst verða fyrst fyrir að hnýsast í hann. Eg hefi nú satt að segja aldrei hat't neitt dálæti á »Minnum« og »ErfiljóÖum« ljóðabókanna okkar. Og þó veit eg, að margar af minnisvísum Steiugríms um fósturjörðina muni lifa og þá llklegast kvæði eins og »Vorhvöt« einna lengst. Hversu oft heyrist ekki enn sungið af barna munnum og fullorðinna: Svo frjáls vertu, móðir, sem vindur um vog, sem vötn þín með straumunum þungu, . . . Líkt má segja um sum erfiljóðin, þótt ekki séu þau sungin. Eða hvenær skyldi það fyrnast, sem Steingrlmur orti eftir Sigurð málara ? En eg er nú að hugsa um hin önnur ljóð Steingríms og hvar framtíðin muni skipa honum bekk í Bragatúnum. Mér dylst það ekki, að sá bekkur muni blómum skrýddur, því að öllum íslenzkum skáldum fremur hefir Steingrímur veriö skáld vorbllðunnar, sumarsælunnar og ástarylsins. Það er einkenni-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.