Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1911, Page 72

Skírnir - 01.01.1911, Page 72
72 Ritfregnir. legt, hversu vetrarins gætir lítt í ljóðum hans. Og þó honum bregSi fyrir hiS ytra, þá finnur hann óSar ný blómalönd hiS intira. ESa hvaS segir hann ekki, þegar haustar aS, þegar söngfuglarnir eru svifnir burt og blómtíSin er á enda: Nei, sönglíf, blómlif finst nú aS eins inni, þar andinn góður býr sér sumar til með söng og sögu, kærleik, vina-kynni á kuldatíð, við arinblossans yl. En á sumrin! — Ja, þá hefir hann haft þaS til aS lyfta sór upp. Þá hefir hann fariS um Laugardalinn, og þá urðu Gilsbakka- ljóS hans til; þá hefir hann kveSiS gamanvísur um sláttinn eSa látiS sig dreyma skógardýrSina í útlöndum. ESa eru öll þessi ljóð ef til vill orSin til í skammdeginu til þess aS verjast myrkri og kulda vetrarins ? — Hver veit þaS nema skáldiS. En víst er um þaS, aS vorsins skáld verSur Steingrímur ávalt talinn. Og þeir, sem vilja minnast sumargleSinnar hans og ástar- sælunnar, eins og hann hyggur hana fegursta, lesi »Systkinin f berjamó« (bls. 131) og »Unadal« (bls. 123). Mörgum kann nú aS virSast kvæSi þessi nokkuS »rómantisk«, nokkuS fjarri veruleikanum. En þaS verður aS meta hvert skáld á hans eiginn kvarSa og eftir aldarhætti þeim, er hann lifSi og hrærðist í, á meSan hann var upp á sitt bezta. Enda má líka finna veruleikann í ástaljóðum Steingrims og hann full sáran og bitran (sbr.: »Kveðja« bls. 184 og »Fyrr og nú« bls. 188). í sambandi við ástaljóð Steingríms má heldur ekki gleyma barnagæl- um hans: »Sof nú, mitt barn« (bls. 192) og »Tí tí« (bls. 193), og þá sízt perlunni: »Verndi þig englar, elskan mín« (bls. 158). En þaS eru fleiri strengir á hörpu Steingríms en þetta. Og hafi honum fyrrum verið helzt til gjarnt aS bregða hinum rósrauðu gleraugum rómantíkurinnar upp fyrir hugskotssjónir sínar, þá hefir hann á manndómsárunum haft önnur dekkri gleraugu í takinu. En meS þeim leit hann oft og einatt köldum og rólegum spekings aug- um á lífið. Og þá urðu til heimsádeilur hans og fyndnisstökur. Einskis hefir hann þó mist af hásæi sínu í ljóðum þessum, og alt af lifir hin sama bjarta trú að baki, þótt orSin verSi stundum nokkuS hvöss. Eða beri menn saman »Vegur sannleikans« (bls. 210) og hina fögru trúarjátningu skáldsins í »Lffshvöt« (bls. 206). Ekki er neitt dregið úr á fyrri staðnum, þar sem sagt er: Sagan þér, ef vita vilt, vottinn þess mun sýna,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.