Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1911, Page 84

Skírnir - 01.01.1911, Page 84
84 Frá útlöndum. Jiðinu og varðlið konungshallarinnar sneri gegn uppreisnarmönnum Qg varð nokkurt mannfall af hvorumtveggju, en þó ekki mikið. Gekk svo alla nóttina. Því tjóni urðu uppreisnarmenn fyrir, að þeir mistu einn af helztu fyrirliðum sínum þegar í byrjun bardagans. Hann hót Candido dos Reis og var sjóliðsforingi. Hafði hann ráðið mestu um það meðal foringja samsærismanna um kvöldið, að uppreisnin væri hafin þá þegar. Sú saga gekk lengi, að hann hefði fyrirfarið sór sjálfur; hefði honum þótt uppreisnin eigi takast svo vel í byrjuninni sem hann hafði ætlað og hann þóttist nú sjá fyrir, að þeir félagar yrðu bráðlega ofurliði bornir af hersveitum þeim, er í móti stóðu, en sjalfum sór kendi haun um, að flanað hefði verið um of að fyrirtækinu, og tók sér þetta svo nærri, að hann vildi eigi lifa og skaut sig. Svo var sagan sögð. Onnur saga segir, að hann hafi fallið fyrir vopni anuars manns. En hvort sem heldur er, þá er það víst, að byltingamenn telja sér mikinn mannskaða orðinn við fráfall hans, og harma það mjög. Þegar leið fram á morguninn 4. október, tóku herskip, sem lágu á höfninni í Lissabon, að skjóta á konungshöllina, og varð hún fyrir miklum skemdum af þeirri skothríð. Konungur var þar og móðir hans, en herlið hafði varið höllina fyrir uppreisnarmönn- um. Nú tók bardaganum að halla á konungsmenn, en hinir sóttu fast fram. Um morguninn komu hersveitir úr nágrenninu við Lissabon inn til borgarinnar og gengu ýmist í lið með uppreisnar- mönnum eða konungsmönnum. Sem dæmi um það, hvernig til hafi gengið, er það sagt, að í einni fótgönguliðsdeild var hér um bil jafnmargt af hvorum um sig, konungsmönnum og uppreisnar- mönnum. Sló í bardaga milli þeirra út úr því, hvorum skyldi fylgja, og í þeim bardaga fóllu margir, þar á meðal yfirforinginn. En viðureigninni lauk svo, að uppreisnarmenn urðu ofan á, og gengu þá kouungsmenn, sem uppi stóðu, þeim á hönd og fylgdu þeim til liðveizlu við uppreisnarmannaflokkinn. Líkt var víðar. Hermennirnir brutu upp vopnabúrið og fengu borgurunum vopn í hendur. Borgarlvðurinn var yfirleitt uppreisnarmanna megin, og sagt er, að er stórskotalið konungsmanna eitt sinn ógnaði með því, að skjóta á múginn, hafi menn þyrpst saman framundan byssu- kjöftunum. Sýnir þetta, að menn hafa ekki búist við mikilli harðneskju frá hálfu þeirra, sem vörn hóldu uppi frá konungs hendi. Enda gengu nú fleiri og fleiri af þeim yfir til uppreisnar- manna. Þegar leið fram á þriðjudaginn, 4. okt., varð brátt auð-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.