Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1911, Page 89

Skírnir - 01.01.1911, Page 89
Frá útlöndum. 89* þingsins, heegra megin við stjórnarfylkinguna, en sjöundi flokkurinn, jafnaðarmennirnir, vinstra megin hennar. Briand hefir nú verið við völd á annað ár, og það er sagt, að á þeim tíma hafi hann altaf verið að hallast meir og meir á sveif með hægrimanna-flokkunum. Blöð þeirra hafa varið hann og fylgt honum að málum í fleiru en þessari síðustu þrætu. Aftur á móti var farinn að koma upp kur gegn honum í stjórnarfyIkingunni. Sá flokkur, sem staðið hefir Briand næstur, er »óháðu« socialdemó- kratarnir. I flokki jafnaðarmanna hefir hann unnið sér stjórnmála- manns nafn og fylgi. Því dundu þau brigslyrði á honum nú í verkfallsþrætunni, að hann væri að fangelsa »gamla félaga«. Hafði hann áður verið einn af duglegustu og mest metnu starfsmönnum jafnaðarmannablaðsins »l’Humanité« og hafði ritað þar fjölda greina. Nú voru forsprakkar verkfallsmanna teknir höndum á skrifstofu þess og fangelsaðir, eftir boði hans. Þessu, og mörgu því líku, var kastað framan í hann í þinginu, og urðu árásirnar þar svd beiskar og æstar einmitt vegna þess, að gamall félagi átti í hlut. Annars er svo að sjá, sem Briand hafi haft mjög alment fylgi í framgöngu sinni til þess að kæfa niður verkfallsuppþotið, og um þingfylgið er áður getið. En nú kom til mála, að setja skorður við því með löggjöfinni, að annað eins uppþot og það, sem nýaf- staðið var, kæmi aftur fyrir, og Briand hélt fram, að svo ytði að gera. Alt ráðaneytið hafði staðið sem einn maður og stutt Briand 1 verkfallsmálinu, en riðlun var samt komin í lið þess út af því, og varð þó eun meiri, er afgera skyldi, hvernig löggjafarvaldið ætti að snúa sér við slíkum málum framvegis. Briand bað þá um lausti fyrir alt ráðaneytið, en tók þegar að sér að mynda annað nytt. í því eru nokkrir af hinum eldri ráðherrum, en aðrir eru n/ir. Briand er, eins og áður, yfirráðherra. Meðal þeirra, sem burt fóru, er Millerand samgöngumálaráðherra og Vivani verkmálaráðherra, og vildu þeir ekki taka sæti í nýja ráðaneytiuu. En alt er það þó- úr þeirri þingfylkingu, sem áður fylgdi stjórninni. Ny^ja stjórnin hefir einsett sér, að koma fram breytingum á atvinnufélagalöggjöfinni í þá átt, að reisa skorður við líkum upp- þotum og járnbrautamanuaverkfallinu. Jafnframt á að banna verkamönnum og starfsmönnum við járnbrautir og í attnari ríkis- þjónustu að koma á stað verkföllum. Þingkosningai' í Bandaríkjunum. Þær fóru fram nú í haust, til sambandsþingsins, og höfðu> Demókratar sigur og náðu góðum meiri hluta í fulltrúadeildinni..

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.