Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1911, Page 95

Skírnir - 01.01.1911, Page 95
ísland 1910. 95 innar 22. nóv. 1909. HafSi þeirri afsetningu verið kröftulega mót- mælt af almennum fundi, er haldinn var í Reykjavík 28. nóv., og skoraði sá fundur jafnframt á ráðherra, að fara þegar frá völdum. En hann bað menu að bíða og dæma eigi málið þegar í stað, en lofaði róttlæting á verkinu í skyrslu, er fram ætti að koma frá nefnd þeirri, er bann hafði skipað til þess að rannsaka bankanti. — Fyrir áramótin komu hingað tveir bankamenn danskir, frá Land mandsbankanum, og hafði hann krafist af stjórninni, að þeir fengju aðgang að öllum plöggum Landsbankans til þess að kynna sór hag hans, vegna viðskifta Landmandsbankans við hann. Leyfði stjórnin þetta og voru þeir hór um tíma i þessum erindagerðum. Land- mandsbankastjórnin lýsti svo yfir því, er þeir höfðu gefið henni- skýrslu um starf sitt, að viðskiftunum yrði haldið áfram. Ný lög um stjórn Landsbankans komu í gildi 1. jan. 1910, og samkvæmt þeim hefir ráðherra ekki vald til þess að víkja frá þeim gæslustjórum, er þingið kýs, en það vald var ráðherra ætlað í hinum eldri bankalögum, og á því byggist afsetningin 22. nóv. Nú bjuggust hinir þingkosnu gæslustjórar við, að taka aftur starf sitt samkvæmt hinum nýju lögum. En ráðherra tilkynti þeim, að frávikningin ætti að gilda áfram. Leitaði þá annar þeirra, Kr. Jónsson dómstjóri, aðstoðar bæjarfógeta, og var fógetaúrskurður kveðinn upp í Landsbankanum 4. jan., þess efnis, að hann skyldi hafa greiðan aðgang að öllum skjölum og bókum bankans, til þess að gegna þar þeirri eftirlitsskyldu, er þingið hafði falið honum. Þessi fógetaúrskurður var sfðan staðfestur af yfirdómi. En til þess að fá skýlausan dóm um það, að gæzlustjórar þeir, er þingið hafði kosið, væru einir löglegir gæzlustjórar höfðaði Kr. J. annað mál og krafðist launa af Landsbankanum sem löglegur gæzlu- stjóri. Yann hann einnig það mál, bæði fyrir bæjarþingi Reykja- víkur og fyrir yfirdómi. Hinn gæslustjórinn, Eiríkur Briem presta- skólakennari, leitaði aftur á móti eigi dómstólanna, en heldur máli sínu eingöngu til alþingis. Framkoma rannsóknarnefndarskýrsfunnar, er ráðherra hafði beðið menn að bíða eftir, drógst mjög á langinn, svo að hún kom eigi fyr en í janúarlok, og var hún send áleiðis út um alt land áður en fráviknu bankastjórunum væri gefinn kostur á að sjá hana. En þegar, er skýrslan hafði verið birt í Reykjavík, sömdu þeir ræki- legt svar, og lágu nú loks sakargögnin fyrir þjóðinni frá báðum- hliðum, að svo miklu leyti, sem hægt var. En nokkru eftir áramótin fóru fundahöld að hefjast til og frá

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.