Alþýðublaðið - 09.12.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 09.12.1959, Blaðsíða 12
úúý;::' FÍLLBNN DRAKK SIG FULLAN TORO, Uganda — (UPI). — Villtur fíll komst nýlega í áfengi, er frumbyggjar hér höfðu bruggað og varð af því ofurölvi. Framhald á 10. síðu. Sfórrandýr 40. árg. — Miðvikudagur 9. des. 1959 — 264. tbl. WVWWMMWMWWVWMW Horft á jörð ina úr há- FORNLEIF AFRÆÐING AR í Sovétríkjunum hafa fundið steinaldarþorp á afskekktu landssvæði í Síberíu. Aldur I»ess er talinn vera 3000— 6000 ár. Þetta er nálægt Kui- bulyonþorpi í Mið-Asíu, þar sem heitir Tadzhikistan. Að því er frá er skýrt í UPI- fréttum segir rússneskur fornleifafræðingur, að nafni Alexei Okladnikov, en hann er einn fremsti vísindamaður í þeirri grein í Sovétríkjun- um, að þessi fundur • sé enn ein sönnun þess, að sjálfstæð steinaldarmenning hafi þróazt á þessu svæði fyrir þúsundum ára. Hann lítur út úr loftfari sínu yfir jörðina úr meiri hæð en nokkurt mannlegt aisga hefur horft til þessa yfir jörðina. Þetta er ann- ar þeirra tveggja sem létu loftbelg draga sig upp í 81 þús. feta hæð fyrir fáuni dögum. En þeir fengu að sjá fleiri undur en jörðina Framhalda á 10 síðu. ÞVÍ er nú haldið fram í Rússlandi, að 84 ára gamall vísindamaður að nafni Tikov sé sá, er grundvallað hafi rúm grasafræðina. Hann fullyrðir, að það séu jurtir á Marz og Venusi og scnnilega einnig á fjarlægari stjörnum sólkerfis- ins. Máli sínu til sönnunar —■ nefnir hann það, að hitinn á Venusi muni ekki meiri en það, að venjulegir lifandi lík- amir þola hann, enda geti ein- selluplöntur þrifizt í heitum uppsprettum með allt að' 90 stiga heitu vatni. Hveraorka I MORGUM löndum cr sýning á stórum rándýrum bönnuð. En svo er þó ekki !hjá Dönum, þar sem þessi mynd er tekin. Margir telja hina vægðarlausu tamningu dýranna til að sýna listir, brjóta í bága við hugmynd- ir nútímans um dýravernd, og vilja því ekki láta leggja á þau slíkar pínslir. CHICAGO, desember, (UPI). — Dr. Hans Gaffron prófessor við háskólann í Chicago er þeirrar skoðunar, að innan 1000 ára muni mönnum tak- ast að framleiða líf í tilrauna- glösuni. Hann hélt þessu fram á fundi vísindamanna í Chica- go, sem haldinn var til að minnast þess að 100 ár eru liðin frá því að Darwin kom fram með þróunarkenningu sína. Dr. Gaffron lýsti nýjustu skoðunum á uppruna lífsins. Hann sagði, að vísindamenn nútímans hefðu útfært kenn- ingar Darwins. Darwin sagði að þróunin væri í því fólgin, að sérhver lifandi vera þró- aðist úr einfaldari veru með breytingum, sem miðuðu að því að gera hana hæfari til að lifá lífinu. Það er nú mögu- legt að fara enn lengra aftur í tímann. í upphafi hefur orð- | ið til einföld fruma eða frum- ur, og ef svo er þá hlýtur að g vera hægt að framleiða slíka g frumu í tilraunaglasi. Það tók nóttúruna einn milljarð ára að skapa frumu en mögulegt | setti að vera að gera það inn- an 1000 ára á rannsóknarstof- um. Dr. Gaffron telur að þróun- in hafi verið slík: — Lag af vatnsgufu, met- han, vatnsefni, ammonia hef- ur þakið jörðina og þar hafa safnast saman nauðsynleg líf- ræn efni. — Súrefni tók að fylla and- rúmsloftið í stað vatnsefnis. — Lífverur, sem lifað gátu í súrefnislausu andrúmslofti hurfu en í stað þeirra komu plöntur, sem tóku næringu úr sólarljósinu. — Grænar plöntur, sem framleiða súrefni úr sólar- ljósi urðu til. segir bandarísk- ur prófessor Dr. Gaffron segir að tilraun ir hafi sýnt að þannig hafi þróunin gengið fyrir sig. skaga Áiök í Kongó Belgíska Kongó, 8. des. EIMMTÁN APríkumenn létu lífið og tuttugu særðust í átökum milli innfæddra manna í Balgísku Kongó í fyrrinótt. Eru það tveir ætt- bálkar, sem elda grátt silfur þar. Eru þeir vopnaðir gamal dags byssum, bogum og örv- um og spjótum. Belgíska lög reglan hefur víða orðið að skerast í leikinn og koma í veg fyrirblóðsúthellingar. KAMCHATKASKAGINN er einhver ömurlegasti siað- ur á jaiðríki, en þar eru þó fólgin mikil auðævi í jörðu. Það eru heitar uppsprettur, sem eru hvarvetna á þessum eldbrunna skaga Síberíu. í Paushet-héraðinu á suður- hluta Kamchatka eru Rússar að' byggja fyrstu rafstöðina í Sovétríkjunum, sem knúð er jarðgufu. Verður rafmagn þaðan allmiklu ódýrara en frá kolastöðvum. Þá hafa Rússar í hyggju að hefja gróðurhúsa- rækt á hverasvæðunum þarna og e!nnig vinnslu ýmissa efna úr hveravatninu. t'mvwmwwwwwwiw.'ViwiwVíVtwiwwMMWwmvwwt flutningaskip heimsins. Það hefur nýlega verið sett á flot í Rendsburg í Holstein, en það merki- lega við skipið er ekki stærð þess, heldur hitt, að | það er smíðað algerlega úr aluminíum. Til þessa hefur aluminíum ekki ver ið notað mikið í skip, af því að það tærist af salt- vatni, en nú hefur ráð fundizt til að verja það gegn slíkri tæringu og þarna kemur fyrsta alum- iníum-skipið. er allf úr alumíníum ÞEIR segja, að þefta eigi að verða stærsta vöru

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.