Alþýðublaðið - 09.12.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 09.12.1959, Blaðsíða 11
■ttiuiiiuiiiiHuimiiuHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniMKiiin 15. dagur ■iiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii* „Það er aðeins barnamatur fyrir sterkan mann“, sagði hann stríðnislega og sendi henni fingurkóss, tók upp mjólkurföturnar og gekk að fjósinu. Tess andvarpaði og fór inn. Þau höfðu sagt Til- lett, kaupamanninum, upp vegna þess að þau höfðu ekki efni á að borga honum kaup. En hafði það verið réít? Henni fannst Símon vera far- inn að láta á sjá. Lífið er erf- itt, mjög erfitt, egar engir peningar eru til, hugsaði Tess og velti því fyrir sér, — hvernig hún gæti sparað meira en hún gerði. 10. Brúðkaupsdagurí Carol rann upp, það var kalt veður og þoka. Það var einn þessara leiðinlegu septembermorgna, þegar maður lieldur að sólin sé hætt að koma upp. Hún sá ekki annað út um gluggann sinn en naktar greinar trjánna í garðinum og fólk, sem flýtti sér, klætt í regnkápur og dúð- að gegn kuldanum. Carol skalf og leit í hrott. Hún vafði sloppnum fast um sig, og fór að snyrta neglur sínar. Það var snemmt og hún var glaðvakandi og eirðarlaus. Brúðkaupsdagur hennar! — En hvað það var yndislegt! Það var líkast því sem hún svifi milli himins og jarðar. Voru allar brúðir jaf-n ústyrk- ar, óvissar um sjálfa sig og allt umhverfis þær? Um hvað hugsaði Vian? Var hann tauga óstyrkur? Æstur? Hana lang- aði allt í einu til að tala við hann en hún lét það ekki eftir ser að taka símann og hringja. 'Var það ekki bara hjátrú að það boðaði illt að tala við mann sinn áður en maður hitti hann í kinkjunni á brúðkaupsdaginn? — Carol starði á neglur vinstri handar. Eftir nokkra tíma væri gift'.ng arhringurinn á þeirri hendi. „í blíðu og stríðu“ það var .... sparið yður hlaup 6 rajHimargra veralana! OÓMJOöL 6 ÓllUM HtWM! - AusturstrseCi næstum því óhugsanlegt að hugsa um það . . . eða var það annars ekki? Myndi það kann ski veriða til þess að maður legði sig allan fram ef forlög- in hefðu eitthvað illt að færa? Nei það voru ekki orðln sem hún var hrædd við, heldur tilhugsunin um allt það fólk sem hún þekkti, sem hafði byrjað sitt hjónaband með sömu vonunum og sömu draumum og vonum sem end- uðu með skilnaði! Þetta hafði verið gott fólk, sem einnig •hafði gift sig og ætlað að láta allt blessast. Hvað hafði skeð? Hvað var það sem kom og drap von!na og splundraði fallegu draúmunum? — Var hiónabandið ekki annað en glitrandi sápukúla, falleg, — ljómandi og töfrandi', en að- eins mynd sem brast og varð að engu? Þekktust þau Vian nægilega vel til að þau gætu vonast til að hiónaband þeirra yrði hamingjusamt? Hún sá alvarlegt andlit sitt í speglinum og rak út úr sér tunguna. En hvað Vian hlægi ef hann ' v'ssi um hvað hún var að hugsa! Hún var viss um að hann myndi skemmta sér kostulega yfir henni. —■ Hann var ekki einn af þeim, sem efuðust um nokkuð sem þeim sjálfum viðkom. Það var barið að dyrum og móðir hennar kom inn. „Ég bjóst við því að þú vær- in vöknuð', brosti Anna. „Ég er búin að biðja um morgunverð fyrir okkur og þegar þú ert búin að klæða þig langar pabþa þinn til að fara með þér út að ganga. Þú hefur gott af því, ef þér líður eins og mér leið í þínum spor- um“,hló hún. „Það verður skemmtilegt“, sagði Carol og lagði nagla- þjöiina frá sér. „Hvernig leið þér?“ sagði hún og leit spyrjandi á móð- ur sína. „Hræðilega“, viðurkenndi hún og þær hlógu báðar. Car- ol hlustaði af athygli á móð- ur sína, sem sökkti sér niður í endurminningar sínan, en hún minntist ekki á sinn eig- in efa og kvíða. Eftir morgunverðinn fór hún í bað og klæddi sig til að fara út að ganga. „Hvað höfum við mikinn tíma til umráða?“ spurði Hay- man og brosti ánægður, þegar Carol sagðist ekert annað hafa að gera en vera með honum fram að mat. „Þarftu ekkert að æfa þig? Ekki nein æsing að vera til- búin?“ spurði hann og kink- aði ánægjulega kolli þegar hún sagði að allt væri til. „Ég sé að þú ert lík pabba gamla. Þú lætur ekkert á þig fá. Og ef mér ekki skjátlast er mað- urinn þinn e!ns“. Hayman Mainwaring var stoltur og sjálfumglaður þeg- ar hann gekk við hlið dóttur sinnar. Hann dáðist að grönn- um, fallega vöxnum líkama hennar, sem var svo léttstígur við hlið hans og þetta var dótt ir hans! Hann var hreykinn af henni og hann fann ekki leng- ur til vonbrigðanna yfir að hafa ekki eignast son. Það var aldrei neinir erfiðleikar með Carol. Það sem hún sagði, — meinti hún og það sem gerði — gerði hún. Carol var undrandi yfir því hve tíminn leið hratt. — Hún hafði alltaf getað talað við föður sinn, en heima í Ameríku hafði hanan alltaf svo mikið að gera, að hann sást varla. Hún gekk við hlið hans og brosti með sjálfri sér og hlustaði á vel meintar en mjög órómantískar hugleið- ingar hans um lífið yfirleitt. Klukkan var að verða eitt þegar þau komu loksins til baka. „Loksins! Það lá við að ég hringdi til Vians og segði hon um að við yrðum að fresta brúðkaupinu11, sagði frú Main waring taugaóstyrk. „Carol mín, flýttu þér! Við eigum eftir að borða líka!“ Carol hafði verið svo róleg allan morguninn og haft svo gott vald á sér en hún gat samt ekke.’it borðað. Hendur hennar voru þvalar og henni fannst hjartað vera í hálsinum á sér. Það var með létti að hún fór að skipta um föt. Tess hringdi og sagði að allt væri í lagi. Hún skilaði kveðju frá ímoni, sem fannst það leiðin- legt að hann skyldi ekki kom- ast. En hann óskaði henni alls góðs og vonaði að allt gengi vel. „Þakka þér fyrir“, svaraði brúðurin og varð fyrir von- brigðum þó Símon hefði sagt henni fyrirfram að hann bygg ist ekki við að komast. En svo viku vonbrigðin fyr ir reiði. Það hefði varla verið svo erfitt að fá einhvern til að líta eftir dýrunum í þetta eina skipti? Hann vildi ekki koma. Það var gœinilegt að hann hafði ekki einu sinni reynt að fá neinn til að hugsa fer að leika við hann. um dýrin fyrir sig! Þá skyldi hann bara gera það sem hann vildi. Ekki skyldi hún gráta það! Carol var búin að mála sig en hún varð að mála sig aft- ur og þá hugsaði hún einu snini enn reiðilega til Símon Carew. „Þú ert falleg Carol, mjög falleg,“ andvarpaði móðir hennar og hi'isti höfuðið eins og hún ætti erfitt með að hugsa þar sem hún horfði á Carol í öllum sínum skrúða. Faðir hennar leit inn til að vita hvernig gengi og hann starði eins og dáleiddur á dóttur sína, ,,Þú kannt svei mér að klæða þig, stúlka mín“, sagði hann og blístraði. Og það fannst fleirum það sama sem sáu Carol ganga eft- ir kirkjugólfinu við hlið föður síns. Þó sól'n hefði gleymt sér þennan dag, var eins og hún kæmi upp, þegar Carol gekk inn kirkjugólfið. Hún hafði ekki viljað vera hvít brúður, í stað þess líkt- ist hún gylltum loga. Lang- erma kjóllinn var úr gulllamé og kóróna sem virtist vera úr köngur.lóarvef hélt gylltu slör inu niðri. Augu Tess voru full af tár- um en Vian leit á hana aðdá- unaraugum og Rachel, sem sá. það gat varla leynt örvænt- ingu sinni. Það var henni of- viða að sjá þessa jarðarför drauma sinna og vona! Allir bögðu þegar brúðurin og brúðguminn krupu fyrir framan prestinn. Carol hugsaði furðulegustu hugsanir meðan hún hlustaði á eldgömul orðin. Það var blettur á hempu prestsins, — það var visið blóm í krúsinni v'ð altarið skella á teppinu, en hváð Vian var rólegur. Sú hugsun, að þetta væri í hundr aðast skipti, en ekki það fyrsta sem hann gifti sig, — flaug henni í hug. Hann var svo algjörlega ósnortinn af þessu öllu. Svör hennar voru skír en ekki jafn örugg. „í blíðu og stríðu“ . . . þá var, teningunum kastað og eng in leið til baka. Nokkrum mínútum seinna sátu þau í bílnum og flýttu sér að. skilja alla blaðamenn og ljósmyndara að baki. „Var það eins vont og þú hélzt?“ spurði Vian stríðnis- lega. „Heldur.ðu að þú hafir lagt á þig of þunga byrði?“ Augun, tónnin og bros hans kom henni til að þrýsta sér að honum og um leið tók hann utan um hana og hún var kysst svo rækilega að hún gat varla náð andanum. „Vian, ekki þetta! Við eig- um að taka á móti gestum á eftir“, bað hún hann en gat ekki að sér gert að hlæja. „Það þarf ekkí minna en einn klukkutíma að ná sér eft ir að þú kyssir mann að ég nú ekki minnist á að ég þyrfti að snyrta mig á ný!“ „Þú lítur mjög vel út“, — sagði hann alvanlegur og tók um andlit hennar með hönd- unum — „þú lítur út eins og ánægt og sa.tt tígrisdýr sem hefur fengið eitthvað gott að borða og sleikir út um á eft- ir!“ „Guð minn góður! Þér dett- ur það furðulegasta í hug!“ tautað; hún og snéri sig ákveð in af honum. „O, þú átt eftir að sjá að það skeður alltaf eitthvað ó- vænt þar sem ég er, ástin mín!“ ..................... * ■ : Hersveit hinna *; fordæmdu. ■ POLITIKEN segir: ... Mað-; [ ur sleppir ekki bók Sven« [ Hassels eftir að hafa opnað: ; hana. Hún er alltaf spenn- • ■ andi og hrífandi. Hörð og ó- ; ■ svikin karlmannabók, sern 5 [ allir ættu að lesa. Sterkasta: : stríðsbók, sem skrifuð hefur; ■ verið. ■ : Að sigra eða deyja, : jLýsingin á átökunum millijj ■ risa-vígdrekanna skammt :j [ fyrir vestan Ísland, sem lykt;! [ aði með því að Hcod sprakk «j ; í tætlur og eltingaleiknum :j ■ við Bismarck er ógleymanleg J [ lesning. — Hrikalegasta sjó- *l [ arusta, sem sagan greinir. S; Með þessum höndum i Sigurför þessarar bókar ur verið óslitin og hún hefur ji unnið hjörtu kvenna um all- [: an heim, i : Læknakandidatinn : * Hefur verið gefin út 37 sinn. * j.um í heimalandi sínu. Ungir [ [ sem gamlir geta g’latt sig við 5 ;þessa bók um jólin. J Alþýðublaðið — 9. des 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.