Alþýðublaðið - 09.12.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.12.1959, Blaðsíða 4
Otgefandi: AlþýCuflokkurinn. — FramkvæmdastJóri: Ingólfur Kri.st]tnnon. — Ritstjórar: Benedikt Gröndal. Glsli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundnon (áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- Tin GuSmvmdsson. — Simar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs- tngasimi 14 906. — Aosetur: Alþýðuhúsið. — PrentsmiSja AlþýSublaBsini. ( Hverfisgata 8—10. Hringsnúningur EITT einkennilegasta fyrirbrigði íslenzkra stjórnmála er tilhneiging skynsamra stjórnmála- manna til að skipta algerlega um skoðun á málum eftir því, hvort þeir eru í stjómarandstöðu. Ár eftir ár hefur þjóðin séð menn í stjórnarandstöðu snúast gegn því, sem þeir virtust samþykkja með sann- færingu, er þeir voru í stjórn. Síðasta dæmið um þetta er barátta fram- sóknar og kommúnista gegn þingfrestun í nokkr ar vikur, meðan ríkisstjórnin undirbýr tillögur í efnahagsmálum. Það er svo að heyra á fram- sóknarmönnum, að þessi þingfrestun sé tilræði við þingræðið og helzt samhærileg við valdatöku Hitlers. Kommúnistar eru engu vægari í dóm- um. Samt er það staðreynd, að háðir þessir flokk ar hafa staðið að eða viljað sams konar þing- frestun, þegar þeir voru í ríkisstjórn. Komm- únistar sáu ekkert athugavert þið þingfrestun, þegar þeir voru í nýsköpunarstjórninni á sínum );í tíma — með sama forsætisráðherra og nú. Fram sóknarmenn óskuðu eftir þingfrestun vegna efna hagsmála fyrir fáum árum og töldu hana eðli- lega og æskilega, þótt ekki yrði úr þeim áform- um. Slíkar staðreyndir, sem sýna hvernig þessir flokkar og íorustumenn þeirra hringsnúast eftir pólitískum aðstæðum, hljóta að veikja málstað þeirra. Það er ekki hægt að taka svona framkomu alvarlega. Ruglað saman árum Það er furðulegt að maður, sem hefur verið fjármálaráðherra þjóðarinnar öðru hverju í aldar- fjórðung, skuli leyfa sér að reyna að blekkja lands fólkið með svo auvirðilegu ráði að rugla saman ár- um. Þetta gerir Eysteinn Jónsson, er hann vísvit- andi fer með blekkingar um fjárhagsafkomu líð- andi árs og ruglar saman þeim upplýsingum, sem gefnar hafa verið um að 250 milljónir vanti til að ná saman endunum NÆSTA ÁR. Guðmundur í. Guðmundsson sýndi enn einu sinni rækilega fram á það í útvarpsumræðunum, að þau fjárlög, er afgreidd voru á sl. vori, muni standast fyllilega án halla, og afkoma útflutnings- sjóðs hafi verið góð. Það hefur engum lausaskuld- um verið safnað hjá ríkissjóði eða útflutningssjóði, engir óreiðuvíxlar verið skildir eftir. Hins vegar er vandi framtíðarinnar óleystur. Alþýðuflokksstjórnin forðaði þjóðinni frá óðaverð- bólgu, sem blasti við framundan hengifluginu, sem Hermann staðnæmdist á. Það hefur verið þjóðinni ómetanlegt að hafa hemil á verðbólgu allt þetta ár, og það léttir stórlega glímuna við vanda framtíð- arinnar. í Auglýsingasími Alþýðublaðsins er 14906 4 9. des. 1959 — JARÐARFÖR Gísla Sveins- sonar, fyrrverandi alþingis- forseta, fer fram í dag að Vík í Mýrdal, en með honum er horf inn svipmikill og minnisstæð- ur maður. Gísli Sveinsson fæddist að Sandfelli í Öræfum 7. desemb- er 1880, sonur séra Sveins Ei- ríkssonar alþingismanns og Guðrúnar Pálsdóttur, konu hans. Gísli lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1903 og embættis- prófi í lögum frá Kaupmanna- hafnarháskóla 1910. Hann var settur bæjarfógeti á Akureyri og sýslumaður í Eyjafjarðar- sýslu 1906—-1907, en gerðist yfirdómslögmaður í Reykja- vík að loknu háskólanámi og gegndi því starfi til 1918, er hann varð sýslumaður í Skafta fellssýslum með aðsetur í Vík í Mýrdal. Það embætti hafði Gísli Sveinsson á hendi til 1947, er hann var skipaður sendiherra íslands í Noregi. Gísli iét af störfum 1951 fyr- ir aldurs sakir, en fluttist þá heim til íslands og settist að í Reykjavík. Hann lézt 30. nóvember eftir stutta sjúk- dómslegu. Gísli Sveinsson gaf sig mjög að stjórnmálum strax á há- skólaárunum og hafði á þeim mikinn áhuga ævi’.angt. Var hann kjörinn þingm. Vestur- Skaftfellinga 1916 og átti sæti á alþingi til 1921, en dró sig þá í hlé um skeið vegna heilsu brests. Vestur-Skaftfellingar kusu hann aftur á þing 1933, og eftir það sat Gís'i Sveinsson á alþingi til 1947, er hann varð sendiherra í Noregi. Hann var forseti sameinaðs þings 1942 og 1943—1945. Kom í hans hlut að stjórna fundi alþingis á Lögbergi, þegar lýðveldið var endurreisf 17. júní 1944. Mun honum þá hafa fundizt stærsti draumur sinn og þjóð- ar sinnar rætast. Gísli Sveinss. kvæntist 1914 eftirlifandi konu sir.ni, Guð- rúnu Einarsdóttur. — Börn þeirra eru fjögur, dæturnar Guðríður, Sigríður og Guðlaug — og einn sonur, Sveinn. — Heimili Gísla og Guðrúnar var rómað fyrir höfðingsskap og það sæti. Lengi hafði Gísli Sveinsson unnið að sjálf- stæðismálum íslendinga við hlið mikilhæfra og eftir- minnilegra samherja, og sú barátta var honum heilög all- ar stundir. Fór vel á þvi, að einmitt hann skyidi lýsa yíir stofnun hins endurreista lýð- veldis. Þar var réttur maður á réttum stað. íslenzk stjórnmálabarátta var oft hörð og cvægin f iíð Gísla Sveinssonar, en þau átök sköðuðu aldrei vinsældir hans eða virðingu. Hann var höfð- inglegur í framgöngu, en ljúf- menni í viðkynningu, hrókur alls fagnaðar á góðu dægri, — hugkvæmur og áhugasamur um landsins gagn og nauðsynj ar fram í elli og vildi í hví- vetna sæmd og heill þjóðar sinnar. Ástsælastur varð hann þó meðal Skaftfellinga, sem þekktú hann bezt og lengst. Og í dag leggst hann til hvíld- ar í átthögum sínum þar aust ur frá að loknu löngu og góðu starfi ,virtur af öllum. gestrisni, og nutu þau hjón frábærra vinsælda. íslendingar munu lengi minnast Gísla Sveinssonar með þökk og virðingu. Hann var áhrifamikill stjórnmála- maður, en barðist sjaldan í persónulegu návígi, þrátt fyrir kapp ríkrar máiafylgju, sköru- legt, en vinsælt yfirvald og tók virkan þátt í lífi og starfi samtíðar sinnar. Minnisstæð- astur verður hann í forseta- stólnum að Lögbergi við lýðveldisstofnunina, enda táknrænt, að hann skipaði saga barnanna. Kl. 18.55 Framburðar- kennsla í ensku. Kl. 20.30 Daglegt mál. Kl. 20.35 Með ungu fólki (Jón R. Hjálm arsson). Kl. 21 Tón- leikar: Ungversk — -3 þjóðlög. Kl. 21.20 * Umhverfis jörðina á 80 dögum; VI. kafli. Kl. 22.10 Úr 4heimi myndlistar- innar. — Kl. 22.30 Tónaregn: Svavar Gests kynnir lög eftir Louls Prima. 'fc Frumsamin íslenzk skáldsaga í útvarpinu. Stefán Júlíusson flytur athyglisverða hók. •fe Um útilegumenn og lögmál Parkinsons RÍKISÚTVARPIÐ hefur tekið upp þá nýbreytni að kaupa til flutnings frumsamda skáldsögu — eftir íslending. Hér er um að ræða skáldsöguna Sólarhringur eftir Stefán Júlíusson og hefur hann flutt hana nokkrum sinn- um. Eftir því, sem mér er sagt, mun hann hafa lesið rúmlega helming sögunnar og síðast las hann í gærkvöldi. ÞETTA er lofsverð nýbreytni og vonandi verður framhald á. Hitt er svo annað mál hvernig til tekst með söguval. Að þessu sinni hefur það tekist mjög vel. Stefán Júlíusson tekur fil með- ferðar efni, sem er í hvers manns huga: aðstæður meðal ungs fólks í Reykjavík, hernámið og þá lausung, sem því fylgir, upp- lausn heimilis og þjóðfélags, rót leysið og gróðahyggjuna, ÉG HEF oft hlustað á lestur Stefáns og ég fæ ekki betur séð en að hér sé um að ræða beztu skáldsögu hans til þessa. Hann! nær tungutaki og talsmáta þess fólks, sem sagan fjallar um og hvergi virðist hann ýkja eða ofgera. Hann afskræmir enga persónu sína, en virðist hafa djúpa samúð með þeim og næm- an skilning á aðstöðu þeirra og lífshlaupi. Frásögnin er hröð og viðburðarík, þannig að í hverj- um lestri gerist eitthvað. sem ræður örlögum persónanna og framvindu sögunnar. STEFÁN er mjög hófsamur í lýsingum. Aðalsöguhetjan er ungur piltur, ástandsbarn úr hálfbyggðu húsi, sem fjarlægist móður sína eftir að hún giftist, flýr heimili sitt, losnar úr tengsl um við flest það, sem gefur þroska næmum unglingum — og lendir á glapstigum. En þrátt fyrir allt er hér um mannsefni að ræða — og veldur nú miklu um afdrif sögunnar hvernig höf undinum tekst að loka henni. — Ég vil þakka útvarpinu fyrir þessa nýbreytni. ÓLAFUR BRIEM magister hef ur kannað útilegumannabæli víða um land, ásamt Gísla Gests syni og fleirum og tekið sarnan bók um rannsóknir þeirra: Úti- legumenn og auðar tóttir, sem Menningarsjóður hefur gefið út. Ólafur og félagar hans hafa far- ið víða um land og er fróðlegt að lesa þessa bók, ekki sízt kaflana, sem Gísli Gestsson skrifar. — Fyrst í bókinni er kafli um saka menn, sem lögðust út, þá annar um frásagnir íslendingasagna um útilegu menn, síðan útilegu- mannaannáll og loks þættir um nafngreinda útilegumenn og tótt ir, sem fundist hafa. — Þetta er fróðleg bók og skemmtileg, en ekki gefur kaflinn um Eyvind og Höllu neitt fram yfir það, sem maður hefur áður lesið. MEÐAN maður er að lesa bók ina Lögmál Parkinson er sem svipuhöggin dynji á manni, rétt eins og verið sé að kaghýða mann. Parkinsson er meinhæð- inn, undir uppgerðar alvöru seitl ar hárbeitt og kuldalegt háð. satíra, sem hittir alveg í mark því að þó að Parkinsson sé Breti og skrifi bók sína fyrir Breta og um þá og þeirra þjóðfélag, þá eiga dæmi hans sannarlega við um okkur íslendinga og íslenzkt þjóðfélag, sem er sífellt að vaxa að skriffinnskuflækju, stjórnar- athöfnum, skrifstofum og alls- konar fargani. PARKINSSON sannar okkur það, að skrifstofumennskan út- ungar sífellt nýjum skrifstofum — og að þær síðan vinna hver fyrir aðra. Þetta lögmál þekkj- um við sannarlega. Eitthvað í átt við þetta vakti fyrir Lofti Guð- mundssyni þegar hann skrifaði bækur sínar: Jónsmessunætur- martröð á fjallinu helga og Gangrimlahjólið. Bók Parkins- sons er þó í allt öðrum dúr en bækur Lofts. — Skriffinskujarl- ar hefðu gott af að lesa bók Park inssons. Hannes á liorninu. í AlþýÖublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.