Alþýðublaðið - 20.12.1959, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 20.12.1959, Blaðsíða 16
ISTÚDENTAR þeir, sem Kér birtist mynd af eru við nám I í Háskóla íslands á íslenzkum styrk, Milgrad Vuckovic (t.v.) g er frá Belgrad í Júgóslavíu. Hann hefur þegar lokið háskóla- | prófi £ tungumáium en hér leggur hann stund á nám í ís- $ ienzku. Malcoim Halliday (t.h.) er frá Washington. Hann | hefur lokið námi í stjórnmálavísindum heima fyrir en leggur | eins og félagi hans stund á íslenzku hór. | jP' AFLI Akranesbáta var mjög i jafn og góður í fyrrinótt. Lönd uðu 14 bátar á Akranesi í gær ca. 2500 tunnum. Síldin var yf- irleitt góð og mkiið saltað. Hæstir voru snurpunótabátafn- irleitt góð og mikið saitað. 233 og Höfrungur 221 tunna. Hæstir reknetabáta voru: Óiaf- ur Magnússon 287, Sigrún 258, Ver 187 og Bjarni JóhannessOn hátt á 3. hundrað tunnur. Kveik jólðtrénu í DAG verður kveikt á jóla- tré því, sem Oslóborg hefur sent Reykvíkingum að gjöf, svo éem'hún hefur gert undanfarin ék\ Hefst athöfnin kl, 4, i Allir Sandgerðisbátar voru á sjó í fyrrinótt og öfluðu sæmi- lega. Víðir II. var með 6—700 tunnur í hringnót, Mummi 300, Eafnkell 200, en Jón Gunnlaugs reif notina og náði engu. Hæst- ur reknetabáta ■ var Guðbjörg nieð nær 200 tunnur, én 3—4 þeirra voru með talsvert yfir 100 tunnur. Aðrir 60—70 tunn- ur. Eeknetabátar frá Keflavík fengu frekar góðan aíia, en snurpunótabátum gekk stirð- lega sökum veðurs. Afli þeirra var 70, 150, 200 og 400 (Arn- firðingur) tunnur, sem vitað var er blaðið frétti, en reknetabátar margir með á 2. hundrað tunn- ur. Fimm bátar komu til Grinda- víkur í gær með 408 tunnur. Hæstur var Hrafn Sveinbjarn- arson með 183 tunnur (reknet). Leiðinlegt veður var í Grinda- vík í fyrrinótt, en lægði með morgninum. Vafasamt var um sjóveður, en annars staðar var búizt við að a. m. k. flestir rek- netabátar reru. Tilraunin tókst vel EINS og frá var skýrt í blaS- inu sl. sunnudag, hefur Fiski- leitar- og veiðitilraunanefnd gert tilraunir með nýja sænska síldarflotvörpu, sem talin er henta mjög vel hér, Hefur flot- varpan verið reynd á togbátn- um „Hafþóri“ og reyndist ágæt lega í fyrsta róðri. „Hafþór“ kom í gærmorgun úr annarri veiðiferðinni með þessa nýju flotvörpu. Var hann 6 klukkustunidr í róðrinum á slóðunum 25 mílur VaN fra Garðskaga. Aflinn í þessari ferð var 450 -500 tunnur, sem fengust í 5 togum; 20—200 tunnur í togi. Telur Illungi Guðmundsson, formaður Fiskileitarnefndar, þetta ágætan árangur, sem bendi til þess, að sér séu að opn- ast möguleikar til togveiða á síld yfirleitt, bæði á litlum og stóru mskipum. Tlraununum verður haldið á- fram í nokkra daga, en veður hamlaði frekari veiðum með nýju flotvörpunni í vikunni sem leið, þangað til í fyrrinóti. Skipstjóri á „Hafþóri“ er Gísli Auðunsson, en Illugi Guo- mundsson hefur verið með i báðum róðrunum og haft eftir- lit með veiðitilraununum. 40. árg. — Sunnudagur 20. dcsember 1959 — 273. tbl. ERLEND kona flúði úr landi með tvö börn sín sl. föstudag. Hún hefur verið gift íslenzkum manni, en skilnaðarmáli þeirar erv ekki lokið. Henni hefur því verið bannað að fara úr landi með börnin, þar til dómstólarn- ir hefðu úrskurðað, hverjum bæri umráðaréttur yfir þeim. Kona fór flugleiðis með börn in til Danmerkur. Ráðstafanir voru þegar gerðar til þess að fá dönsku lögregluna til Þess að senda hana Ojr börnin aftur til Islands. Þessu var neitað, vegna þess að hún ferðast ekki meö íslenzkt vegabréf. Danska lög- reglan mun því ekki liindra INNBROT var framið £ ís- björninn á Seltjarnarnesi í fyrrinótt. Þjófurinn braust þar inn á skriístofu og rændi og ruplaði. Hann hafði á brott með sér 12 til 15 karton af sígarettum, 45 kassa at' konfekti, nokkra vindlakassa og ýmislegt fleira smávegls.. Au þess fann hann 300—400 krónur í peningum og bætti þeim við ránsfenginn, sem er margra þúsund króna virði. NÝJA flugvélin Loftleiða er væntanleg til Reykjavíkur frá New York kl. 1 á morgun full- skipuð farþegum. Hún heldur áleiðis til megin- landsins kl. 4 og verður þá líka fullsetin. Áhöfn vélarinnar er alís- lenzk. Kristinn Olsen, flugdeildar- stjóri Loftleiða, er flugstjóri. mnijonir ALLAE líkur benda til þess, að togaraútgerð Austfirðinga verði gerð upp á næstunni. Skip in Austfirðingur og Yöttur liggja við landfestar í Reykja- vík, off hefur útgerðaríélagið, sem er sameign Fáskrúðsfjarð- ar, Reyðarfjarðar og Eskífjarð- ar, engin ráð til að halda út- gerð skipanna áfram. Engri to'garaútgerð á landinu mun hafa verið veitt eins mikil ■ aðstoð vð rekstur sem þessari. Ríksstjórn Emils Jónssonar veitti til dæmis á þeim tíu mán- uðum, sem hún sat, samtals um þrjár milljónir króna í því skini að halda útgerð þessara skipa á- fram. Samt er nú svo komið, sem raun ber vitni. Mál þetta er nú í athugun hjá ríkisstjórninni, og verður vænt anlega ráðið innan skamms, — hver örlög Austfjarðaútgerðar- innar verða. konuna í að komast til síns föð- urlands. Konan hafði áður reynt aði fara með börnin utan, en var s það skipti gripin, þegar liún var að stíga upp í flugvélina suðue á Kéflavíkurflugvelli. TVEIR togarar eru væntan- legir með fullfermi af Ný- fundnalandsmiðum fyrri hluta vikunnar. Hvalfell í fyrramáli® og Askur á miðvikudagsmorg- un. Lítil ' löndun var í vikunni sem leið. Jón Þorláksson land- aði 100 tonnum og Egill Skalla- grímsson 148 tonnm. Þá land- aði Neptúnus 50 tonnum af síld, svo og Hafþór um 50 tonnum í gærmorgun, eða um 500 tunn- um, en frá veiðiför hans segir annars staðar í blaðinu. í DAG sendum við mið- ana heim til ykkar, ef þið hringið í eitthvert þessara símanúmera: 14900 — 16724 — 15020. Umboðið okkar í Al- þýðuhúsinu verður opið frá kl. 1—8. Aðeins 5000 miðar, Volkswagen í sex dráttum og „jólaglaðningur“, sem þeir fá að keppa um, sem kaupa miða fyrir jól. Fyrsti dráttur 24. des- ember. HAB á Akureyri: Um- boðið hefur afgreiðslu í Rammagerðinni á Brekku götu 7. LÁTIÐ EKKI HAB ÚR HENDI SLEPPA! wwmwwwwwwwwwiiMi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.