Alþýðublaðið - 22.12.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.12.1959, Blaðsíða 3
.vv' ' stað“, en á meðfylgjandi mynd sést eínn hinna sænsku verkfræðinga út- skýra fyrir gestum, hvern ig hin nýja orka sameinist orku þeirri, sem fyrir var, þegar nákvæmlega réttur hraði og þýstingur væri fenginn. Með því að taka vélasamstæðu þessa í notk un „fengjum við,“ sagði verkfræðingurinn „það, sem við þyrftum til þess að Reykvíkingar og aðrir þeir, sem nytu góðs af þessu rafmagni, nytu góðra ljósa og góðs matar á jólunum.“ Margt manna var við- statt, þegar vélasamstæð- an var tekin í notkun. Margar ræður voru flutt- ar7 þar sem rakin var saga Sogsvirkjunarinnar frá upphafi og þeim aðilum, sem stuðlað hefðu að framgangi þessa máls, þakkað, Minnzt var á slys ið, sem varð 17. júní sl., en þess enn fremur getið, að með dugnaði og atorku hefði tekizt að bæta fyrir óhappið fljótar en í fyrstu hefði verið útlit fyrir. SL. laugardag var hin fyrri vélasamstæða við Efra-Sog tengd við aðal- raforkuæðin tii bæjarins. — Fjármálaráðherrann, Gunnar Thoroddsen, „setti vélasamstæðuna af Álasundi, fimmtudag. - Fiskiskip frá Nordfjord og Sunnmæri, sem stunda veiðar við Shetlandseyjar, Færeyjar og ísland, munu á næstu vertíð hafa með- ferðis ljósmyndavélar til þess að taka myndir af þeim togurum, sem eyði- leggja veiðarfæri smærri báta. Á síðastliðnu sumri telja norskir sjómenn sig hafa orðið fyrir gífurlegu tjóni vegna slíkr ar skemmdarstarfsemi. Telja Norðmenn að það séu en margir' togaranna séu tillits- samir. Norðmenn hafa nú til athug- unar hvernig taka eigi mál þessi upp við brezku stjórnina, en brezkir togarar eru helztu skemmdarvargarnir. Kveikt á stora Irénu. KVEEECT var á stóra jóla- trénu, á Aústurvelli, sem Osló gaf Reykjavík, sl. sunnudag. Sendiherra Norðmanna hér á landi, Bjarne Börde, afhenti gjöfina og hélt ræðu á íslenzku. Dóttir hans, frú Unni Kröyer, kveikti á trénu. Geir Hallgríms son borgarstjóri þakkaði gjöf- ina. alltaf sömu togararnir, sem eyði leggja veiðarfæri línubátanna, jólalré í Hafnarfirði. Á LAUGARDAGINN var fór fí-am hátíðleg athöfn í Hafnar- firði er kveikt var á jólatré því er Frederiksberg, vinabær Hafnarfjarðar gaf Hafnarfirði. Við það tækifæri flutti sendi- fulltrúi Dana hér á landi, Hans Ege, ræðu og Stefán Gunnlaugs son bæjarstjóri í Hafnarfirði þakkaði hina ágætu gjöf. Heilla óskaskeyti barst frá Knuth greifa, er verið hafði viðstadd- ur í Hafnarfirði síðustu ár, er kveikt va'r á jólatrjám frá Fre- deriksberg. Sýndi Knuth með þessu mikla hugulsemi í garð Hafnfirðinga. Sr. Garðar Þor- steinsson mælti nokkur orð. Lúðrasveit drengja lék. Dönsk kona, Lilly Auðuns kveikti á trénu. Stefán Júlíusson yfir- kennari stýrði athöfninni. MIKLAR annir eru nú hjá götulögreglunni vegna hinnar miklu jólaumferðar. Til þess að auðvelda starf sitt, hefur lög- reglan komið sér upp varðstöð í Skátaskálanum við Snorra- braut. Sjóræningjakonan, ný bok. NÝLEGA er komin út á veg- um Stórholtsprents bókin Sjó- ræningjakonan FU eftir Ro- bert H. Sperling. Er hér um að ræða frásögn kínverskrar stúlku, FU að nafni, af ævin- týralegu lífi hennar sem sjó- ræningja. Stúlkan hafði á unga aldri verið seld mansali til sjó- ræningjaþorps og dregizt þar inn í ringulreiðina, er þar ríkti. Atburðir bókarinnar gerast á tímabilinu 1938-—1945 og er þar m. a. minnzt á: Brunann mikla við Perlufljót, Fall millij ónaborgarinnar Hong Kong, Kjarnorkuárásina á Hirosima o. fl. o. fl. — Jónas St. Lúðvíks- son hefur þýtt bókina. FJ0LBREYTT JÓLABLAÐ JÓLABLAÐ Alþýðu- blaðs Hafnarfjarðar kem- ur út í dag. Það er 52 síð- ur að stærð og vandað til þess. Fjöldi gamalla og nýrra mynda er í blaðinu og efni þess mjög fjöl- breytt. í Reykjavík fæst blaðið á afgreiðslu Alþýðublaðs- ins, blaðsölu Hreyfils, Bókaverzlun ísafoldar og Bókhlöðunni. í Hafnar- firði verður blaðið selt á götum bæjarins, bókabúð um og blaðsöluturnum. Myndin hér að ofan er úr blaðinu og sýnir bað- fatatízkuna í Hafnarfirði árið 1914 'WWMWWHVWWWHWWWIWWWWWWWWWV 7000 króna sekt vegna óaðgæzlu DÓMUR var nýlega kveðinn upp í Sakadómi Reykjavíkur vegna umferðarslyss, sem varð að kvöldi hins 8. maí s. 1. á mót Um Sogavegar og Breiðagerð- isvegar. Dómur þessi er um margt merkilegur og ættu öku- menn að kynna sér hann. Tildrög slyssins voru þau, að strætisvagn nam staðar við gatnamótin til þess að taka uþp farþega. Fólksbifreið, sem bar þarna að, ók fram úr vagnin- um. í því kom 6 ára drengur hlaupandi út á götuna fyrir framan strætisvagninn. Öku- maður fólksbifreiðarinnar hemlaði og sveigði til hliðar, en það nægði ekki og drengur- inn varð fyrir bifreiðinni. Hann hlaut þó lítil meiðsli. Ökumaður fólksbifreiðarinn- ar féllst ekki á dómssætt og dómur var kveðinn upp í máli hans í Sakadómi fyrir skömmU. Hlaut hann 1000 króna sekt og var dæmdur til að greiða máls- kostnað. Hann var talinn hafa ekið of hratt fram hjá strætis- vagninum miðað við aðstæður og hafa sýnt óaðgæzlu í akstri og brotið þar með gegn 37. ng 49. grein umferðarlaga. í síðari lagagreininni er sér- stök skylda lögð á ökumenn til þess að aka hægt og sýna ítr- ustu varkárni, þar sem almenn ingsvagn hefur numið staðar eða er um það bil að nema staðar. Skilavika happ drættis SUJ ÞEIR, sem fengið hafa senda miða í happdrætti SUJ, eru vinsamlega beðnir að gera skil hið allra fyrsta. Alþýðublaðið — 22. des .1959’‘ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.