Alþýðublaðið - 06.01.1960, Side 2
Útgefandi: Alþýðuflokkurirn. — Ffamkvæmdastjóri: Ingc'lfur Kristjánsson.
— Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fuiitrúi
ritstjómar: Sigvaldi Hiálmersson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson.
— Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Augiýsingasími 14 906 — Að-
setur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Aíbýðublaðsins. Hverfisgata 6—10. —
Áskriftargjald: kr. 35/OO á mánuði.
Strútsstefnan
Lúðvík Jósefsson hefur markað sér sérstöðu
meðal íslenzkra stjórnmálamanna. Hann er æðsti
prestur stjórnmálastefnu, sem kalla mætti „strúts-
stefnu“ af því að fylgjendur hennar fara að dæmi
strútsins og stinga hausnum í sandinn. Þeir neita
að viðurkenna þá erfiðleika, sem steðja að þjóðar-
búinu, og telja almenningi trú um, að ekkert
vandamál sé fyrir hendi.
Þessi stefna er jafn hættuleg og hin, að mikla
um of fyrir sér erfiðleikana. Þjóðin man það, að
strútsstefna Lúðvíks fékk ekki staðizt, þegar hann
sjálfur var ráðherra og hafði tækifæri til að fram-
kvæma hana. Allir muna þá tíð, er vinstri stjórn-
in var tæplega hálft ár að koma sér saman um
aðgerðir í efnahagsmálum, frá haustinu 1957
langt fram á vorið 1958. Þá hélt Lúðvík því fram,
'að ekki vantaði nema 60—70 milljónir króna til
að jafna ríkissjóð og útflutningssjóð. Hann þvæld-
ist fyrir samkomulagi, en varð svo að géfast upp
og samþykkti sjálfur í lokin, að lagðar skyldu á
þjóðina um 250 milljónir.
Lúðvík heldur því fram, að allur vandi muni
leysast með framleiosluaukningu. Alþýðuflokkur-
inn er sannarlega sammála honum um það, að
auka verður framleiðsluna eins og unnt er. Þetta
gerði stjóm Emils Jónssonar á sl. ári. En þetta
hefur, síðan í stríðslok, ekki dugað til og gerir
ekki enn. Þess vegna er það óraunhæft að segja,
að aðrar ráðstafanir þurfi ekki að koma til, unz
framleiðslan stendur undir lífskjörum þjóðarinn-
a
a n n es
h o r n i n u
Gott útvarpsefni.
ýý Kunnáttuleysi eða
sóðaskapur.
, ÞEGAR ég hlustaði á frásagn-
ir a£ hinni nýju sjálfvirku stöð
í Kefavík og heyrði, að þegar
á næsta sumri mundi verða lok-
ið við að setja upp sjálfvirkan
ýý Járnbraut rnilli Reykja síma um öll Suðurnes, en þetta
víkiir n«r Hnfnarfiarð er gleðiefni og mjög gott að sem
viiíui og iiamaifjaro allra bezt símaþjónusta komist
sem fyrst á um land allt, — fór
ég að hugsa um ófremdarástand-
ið í símamálum Hafnfirðinga. —
Ætli að það sé nokkurs staðar
eins bágborið?
ar.
ýV Óþolandi símaþjónusta
ÉG VERÐ aS þakka Birni Th.
Björnssyni fyrir Kaupmanna-
haínarþsetli hans. Hann hefur
farið með okkur í heimsókn til
nokkurra staða í Kóngsins stað',
sem okkur eru sárkunnugir úv
sögunni og þar á meðal í Blá-
turn og á Brimarhólm. Einnig
komum við í Handritasafnið og
í hús Jóns Sigurðssonar. — Ég
held að þetta hafi verið bezta út-
varpsefnið í jólamánuðinum. —
Fleira var markvert og gott i
dagskrá útvarpsins þessa mörgu
helgidaga — og þó ekki neitt
sem mun hafa verið. eins kær-
komið og þetta.
MENN höfðu ýmsar áhyggjur
um hátíðirnar. Það _var ekki síst
út úr mat eða vörum, sem þeir
höfðu keypt, en var spillt. Það
er rétt, að mjög skortir á, að við
íslendingar höfum komist jafn-
fætis nágrönnum okkar í fram-
leiðslu, frágangi og afgreiðslu
á matvörum og jafnvel mörgum
öðrum vörum, sem ekki eru eins
viðkvæmar í meðförum. Verst
er þetta, þegar við um er að
ræða matvörur, sem við ættum
að vera sérfræðingar 1 að fram
leiða, eins og til dæmis hangikjöt
ið. Ég hef fengið nokkur bréf
um þetta, en læt að svo kom'nu
máii nægja, að birta eitt, en það
fjallar um ofsaltað Hangikjöt.
NÚ ER það vitað mál, að
byggð nær saman milli Reykja-
víkur og Hafnarfjarðar — og
verzlun og viðskipti eru næstum
því sameiginleg milli kaupstað-
anna. Samgöngur eru svo örar
milli þeirra, að segja má að aldr-
ei slitni samgöngurnar allan sói-
arhringinn —■ og í því sambandi
vil ég segja frá því, að ég er
sannfærður um að heppilegra
væri að koma á járnbrautarsam-
göngum milli þessara byggða en
að notast við bifreiðar.
EN SÍMASAMBANDIÐ er
svo hörmulega slæmt að samtöl-
in eru slitin eftir nokþurn mín-
útnafjölda og það getur tekiö
langan tíma að ná sambandi aft-
ur. Ég veit ekki af hverju hin
hvimleiða tregða á símasamband
inu milli Reykjavíkur og Hafn-
arfjarðar stafar, en sumir segja
að álagið sé svo mikið að það sé
alveg undir hælinn lagt hve lang
an tíma það tekur að ná sam-
bandi milli staðanna.
EITTHVAB hef ég heyrt um
að til stæði'að bæta úr þessu inn
an skamms, en svona hefur á-
standið verið árum saman_— og
það fer hríðversnandi. — Ég hef
einu sinni áður lagt til að bæjar
stjórnirnar £ Reykjavík og Hafn
arfirði mynduðu sameiginlega
viðræðunefnd til þess að 'athuga
sameiginleg mál. Gjarnan mættl
taka með fulltrúa frá bæjar-
stjórn Kópavogs, því að þörf er
fyrir sameiginlegu starfi - og fer
sú þörf sífellt vaxandi. Mörg mál
væri hægt að leysa með þessu
til hagsbóta og þæginda fyrir
alla aðila.
Hannes á horninu.
Reykvíkingar, athugið
komnar aftur í 25 kg. pokum.
Sendum heim, ef teknir eru 4 pokar.
Si
Laugavegi 63 — Sími 16990.
fiim fiiill vorksmiðjur
og skrifstofur vorar að BOLHOLTI 6.
ar og kjörin eru töluvert betri en í dag.
Sannleikurinn um raunverulega stefnu kom- 1
múnista er þessi:
1) Þeir vilja halda áfram uppbótakerfinu — og því
sem mestu. Þeir vita, að það grefur smám sam-
an undan efnahagskerfi þjóðarinnar, unz það
hrynur. Þá ætla þeir kommúnismanum að taka
við.
2) Þeir vilja halda áfram innflutningi hátollavöru
— að verulegu leyti lúxusvöru — svo að oft er
ekki til gjaldeyrir fyrir nauðsynjum. Þetta
grefur líka undan efnahagskerfi þjóðarinnar.
3) Þeir vilja halda áfram efnahagskerfi, sem
byggist á erlendum lánum, þótt lánabyrði
þjóðarinnar sé þegar meiri en annarra þjóða.
Þegar ekki fást lán annars staðar vegna vafa-
samrar greiðslugetu, þá ætla kommúnistar að
ná því höfuðmarki sínu, að Islendingar taki
stórlán austan járntjalds og ánetjist kommún-
istaríkjum meir en áður.
Þessa raunverulegu stefnu sína reyna komm-
únistar að fela með því að láta Lúðvík hrópa, að
ekkert sé að. íslendingar eru skynsöm þjóð og sjá
x gegnum þetta. Þeir hafna „strútsstefnunni.“
K. H. S. skrifar: „Hangikjötið
hefur jafnan verið þjóðarréttur
íslendinga og ekkj sízt tilheyrir
sá réttur jólunum. Nýlega keypti
ég háifan dilksskrokk og kost-
aði hann 240 krónur. Ég lét sjóða
bita af þessu góðgæti, en viti
menn .kjötið er svo salt að það
getur engan veginn flokkast í há
tíðamat. Ég talaði því við s.elj-
endurna, en þeir sögðu aðeins,
að ég væri ekki sá eini sem
kvartaði.
ÉG SPURÐI hvort þetta væri
pækilsaltað kjöt. „Nei síður en
svo, en þetta salt er af okkar
pækilgráðu, við vitum ekki hve-
nær það selst og verðum að hafa
það nógu salt til geymslu".
„MÉR ER SPURN: Ef nýtt og
ósaltað dilkakjöt getur geymst
allan veturinn, því getur þá ekki
hæfilega saltað og reykt kjöt
.geymst því betur í kæli eða
frysti? Hér er því eklci um raun-
verulega afsökun að ræða. Selj-
andinn ætti að vera það gömul
og þrozkuð stofnun að framleiða
góða vöru' sem hentar neytend-
um í staðinn fyrir að þjóna sín-
um dutlungum. Þessi útsala ís-
i lenzkra bænda vill fá og fær
gott verð fyrir sína vöru, 480 kr.
fyrr einn reyktan lambsskrokk,
en það er ekki menning að fram
leiða vöru á þennan hátt fyrir
neytendur“.
BeígjagerSm,
Skjóifstagerðin hf.
Seljum næsiu dap
Einangrun, Gleruli, Steinull, Foamglass, Dual járn-
•sög, Hulsubor, Smergelvél, Bremsuskálavél, Kraft-
talíur, Rafmagnstalíur, Varahluta-hreinliunarvól,
Leirkerariennibekk, ísvél með geymsluhólfum,
Stóra kæliskápa, Grænmetistætara, Áleggsskurða-
vélar, Diskaþvattavél fyrir matsölu, Vagna fyrir pakk
hú!s, Bolta, inargar gerðir, Hjólböiruir og Stagvír. .
SÖLUNEFND VA’RNARLIÐSEIGNA.
Upþl. í 'SÍmum 22232, 19033, 14944.
Álþýðublaðið
vantar unglinga til að bera blaðið til áskrif-
enda í þessum hverfunx:
Laufásvegi i
Seltjarnarnesi
Talið við afgreiðsluna. —r- Sími 14-900.
^ 6. janúar 1960 — Alþýðubiaðið