Alþýðublaðið - 14.01.1960, Blaðsíða 2
ÚtgefandJ: Alþýðuflokkurinn. — Framkvœmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson.
I — Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi
] ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson.
— Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906 — Að-
eetur: Alþýöuhúsið. —'Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. —
Áskriftargjald: kr. 35,00 á mánuði.
Vandi framtíðarinnar
ÞAÐ er ólíklegt, að nokkur þjóð eigi jafn ske-
legga stjómarandstöðu og íslendingar um þessar
mundir-
Ríkisstjórnin hefur enn ekki lagt fram tillög-
ur sínar í efnahagsmálum og því ekki sýnt þjóðinni
þær forsendur, sem tillögurnar munu byggjast á,
enda þótt forsætisráðherra hafi bent á nokkur höf-
uðatriði þeirra vandamála, sem blasa við.
En stjórnarandstaðan er þegar búin að móta
afstöðu sína. Hún er á móti tillögum ,sem hún hef-
ur ekki séð, og þarf því ekki á því að halda að bíða
eftir þeim upplýsingum, sem hún hefur ekki séð,
og þarf ekki á því að halda að híða eftir þeim upp- |
lýsingum, sem tillögunum hljóta að fylgja.
Þessi afstaða var mörkuð af Lúðvíki Jósefs- I
syni, og Tíminn gefur ótvírætt til kynna, að Fram-
sókn ætli að gera afstöðu Lúðvíks að sinni. Hún
gleypir boðskap kommúnista hráan.
Framsóknarmenn láta sig engu skipta, þótt
Lúðvík gangi gersamlega framhjá höfuðstaðreynd-
um til að komast að þeirri niðurstöðu. sem hann
fyrirfram vildi fá: Að ekkert þyrfti að gera. Lúð-
vík gekk framhjá þeirri staðreynd, að útflutnings-
sjóður á eftir að greiða stórupphæðir á komandi ári
vegna þeirrar birgðaaukningar, sem liggur í land-
inu, og hann fór alrangt með, þegar hann sagði, að
gjaldeyrir ætti eftir að koma inn fyrir þær vörur-
Það er búið að taka lán út á þær og flytja inn fyrir
þau lán. Útflutningssjóður fær ekki aftur þær
tekjur. Þá gekk Lúðvík framhjá þeirri staðreynd,
að ríkissjóður getur ekki náð endum saman næsta
ár nema fá verulegar auknar tekjur. Enn gerði Lúð
vík ekkert úr þeirri staðreynd, sem Eysteinn Jóns-
son viðurkenndi í ráðherratíð sinni, að íslending-
ar geti ekki tekið erlend lán eins mikil og undan-
farið.
Allar þessar staðreyndir — og margra fleiri —
íxekja þá fullyrðingu, að ekki þurfí að grípa til
nemna ráðstafana. Þetta ástand kemur fullkomn-
lejga heim við það> sem ráðherrar Alþýðuflokksins
sögðu fyrir kosningar: Árið 1959 mun hjargast án
teljandi halla á ríkissjóði eða útflutningssjóði, en
VANDIFRAMTÍÐARINNAR ER ÓLEYSTUR, svo
að notuð séu orð Emils Jónssonar í útvarpsræðu.
Að því vandamáli er nú komið, og það væri stórum
umfangsmeira, ef Alþýðuflokksstjómin hefði ekki
stöðvað dýrtíð allt árið 1959 og forðað þjóðinni frá
óðaverðbólgu þeirri, er Hermann sá fram af hengi-
fluginu, er hann hljóp frá völdxun.
Áskriftarsíminn er 14900
2 14. jan. 1960 — AlkýðublaðiS
Fangar og fanga-
búðir í Alsír
SKÖMMU eftir að de Gaul-
le kom til valda á Frakklandi
sumarið 1958 sagði André
Malraux, þáverandi upplýs-
ingaráðherra, að stjórnin
mundi ekki þola að pynding-
um fanga yrði haldið áfram
í Alsír. Enginn hefur nokkru
sinni efast um einlægni Mal-
raux og de Gaulle í þessu
rnáli, en þögnin af opinberri
hálfu hélt áfram og blöð, sem
birtu greinar um pyndmgar
voru bönnuð í Alsír.
Nú hefur þögnin verið rof-
in með skýrslu nefndar þeirr
ar, sem Rauði krossinn sendi
tíl Alsír í raust í þeim til-
gangi að kynna sér ástandið
og bæta úr því. Skýrsla
nefndarinnar er 270 blaðsíð-
ur og kom í hendur frönsku
stjórnarinnar hinn 51. desem-
ber s.l. Er bar lýst sex vikna
dvöl nefndahnnar í Alsír og
heimsóknum hennar í 80 fang
elsi og íangabúðir. Óháða
blaðið Le Monde birti nýlega
allstóra kafla úr skýrslunni,
þar sem höfuðatriði málsins
koma fram. Hálfkommúnista-
blaðið Liberation birti einn-
ig kaflana, sem komu í Le
Monde og voru bæði blöðin
gerð upptæk í Alsír. Debré
forsætisráðherra gaf þá yfir-
lýsingu að Rauða-krossnefnd-
in hefði farið um allt með
fullu samþykki stjórnarinn-
ar, en aftur á mó.ti hefði upp-
reisnarmenn aldrei leyft
Rauða krossinum að koma til
fangabúða sinna.
STJÓRN Rauða krossins
varð undrandi, er blöðin hófu
að b'rta útdrætti úr skýrsl-
unni og taldi að það gæti orð-
ið til þess að hann yrði hindr-
aður í hjálparstarfi sínu í Al-
sír, en á undanförnum árum
hefur Rauði krossinn sent 8
rannsóknarnefndir þangað og
telur að ástandið þar hafi
sífelt farið batnandi.
Le Monde er eitt af vönd-
uðustu blöðum Evrópu og
hefur varla tíirt skýrsluna
nema til þess e'ns og vekja
Frakka til umhugsunar úm
þessa hlið Alsírvandamálsins.
Skýrslan er tvent í senn: —
vitni um að pyndingar við-
gangast í Alsír og eins hitt,
að franska stjórnin reynir að
útrýma þeim með öllum ráð-
um.
SKÝRSLA Rauða krossins
sýnir, að ástandið er yfirleitt
ekki slæmt. Það er einnig
ljóst, að yfirvöldin, bæði borg
araleg og hernaðarleg hafa
tekið nefndinni opnum örm-
um, þar eð þeim hefur ekki
tekizt upp á eigin spýtur að
útrýma pyndingum með öllu
en telja að Rauði krossinn
geti hjálpað. Sá grunur, að
Frakkar væru að taka upp að-
;ferð)r H'itlers-Þýzkalúnds i
Alsír, hefur ekki við rök að
styðjast.
Skýrslan sýnir að ástandið
í hverjum fangabúðum er
oftast undir einstökum her-
foringjum komið. Flestir eru
heiðarlegir og sjá vel um
fangana, en einstaka eru
hreinir fasistar. Yfirhershöfð-
inginn í Alsír, Challe, hófst
þegar handa um að bæta á-
standið eftir að skýrsla nefnd
arinnar barst honum í hend-
ur, en vafasamt er hvort hon-
um tekst að ráða bót á öllu
því, sem miður fer. Yfir-
stjórn hersins berst ,sem sagt
á móti kerfi, sem haldið er
uppi af einstökum undir-
mönnum og hefur jafnan
reynst erfitt að uppræta ill
áhrif fárra manna í þessum
efnum.
Framh. á 14. síðu.
H a n nes
á h o r n i n u
■jíf Bréf frá gamalli vin-
konu.
Eg hef þunga lífs-
reynslu — og ég hef
engu gleymt.
-jíf Það hlægir mig að sjá
kúgara fyrri tíma á
hnjánum.
MÉR ÞYKIR VÆNT UM Klóí
hildi. Hún er öldruð kona, sjó-
mannsekkja, hefur mikla og
þungbæra lífsreynslu að baki og
hefur skrifað mér bréf við og við
á undanförnum áratugum. Hún
er skapmikil, minnisgóð og ó-
sáttfús, stundum er hún hörð í
dómum og það er aldrei nein
• hálfvelgja í því, sem hún segir.
Bréf hennar eru alltaf þörf hug-
vekja fyrir mig, hún segir mér
stundum til syndanna.
NÚ FÉKK ÉG BRÉF frá
henni. Sumt af því, sem hún seg-
ir er óvenjulegt — og kemur e£
til vill spankst fyrir. Meðan þið
lesið þetta bréf bið ég ykkur að
rninnast þess, sem konur á borð
við hana hafa reynt á langri ævi.
Þær þekkja lífið eins og það var
— og hafa engu gleymt. Það sýn-
ir meðal annars þetta bréf Klót-
hildar. Hún segir:
„ÞAÐ ER BEZT að byrja nýja
árið með þvi að óska þér og Al-
þýðublaðinu gleðilegs árs og
einnig öllum' þeim, sem við það
vinna og styðja að velgengni
þess. Þessa ósk mína ber ég fram
af heilum hug, því að ég er sann
færð um það, að án alþýðusam-
takanna væri enn í dag sama
kúgunin og var þegar ég var að
alast upp og langt fram á full-
orðinsár mín. Þá skömmtuðu
kaupmenn og útgerðarmenn
vinnandi stéttum það sem þeim
þóknaðist.
ÉG MINNIST ÞESS, að þegar
ég var um þrítugt neyddist ég
til þess að fara í fiskvinnu. Þá
fengum við tíu aura á klukku-
tímann fyrir að skipa upp fiski
úr skútum og bera grjót á hand-
börum allan daginn og hlaða fisk
reiti. Þá átti ég fimm börn og
mann á skútu. Þá voru allir sjó-
menn ráðnir UPP á hálfdrætti.
Reyndar átti að heita svo, að
fæði væri frítt, en í raun og veru
var ekki um mannamat áð ræða:
Beinakex og smyglað margarín,
danskur svínamatur, brimsalt
rolluket.
ÉG ER EKKI.betur en það af
guði gerð, að ég verð að viður-
kenna, að sundum hlægir það
mig þegar ég les í blöðum, að út-
gerðarmenn eigi erfitt með að
koma döllum sínum út fyrir
manneklu. Já, nú liggja menn
ekki á hnjánum fyrir þessum
kúgurum fyrri tíma. Bættur er
skaðinn þó að þessir háu herrar
finni það, að völdin yfir lífsham-
ingju þræla fyrri tíma hafa verið
dregin úr höndum þeirra.
ÉG VONA ÞAÐ, að alla tíma
verði það alþýðusamtökin, sem
verði ofan á og að þeim takist
að halda djöflinum frá dyrum al-
þýðunnar. Mér þykir bara verst,
að það skuli ekki vera sömu
mennirnir, sem fyrrum þræl-
píndu sjómennina okkar, sem nú
verða að knékrjúpa fyrir þeim.
— Ég veit að þessi orð mín eru
hörð, en ég reyndi margt og mín-
ar stéttarsystur — og þó að aðrar
gleymi, þá mun ég aldrei
gleyma.“
BRÉF KLÓAHILDAR fjallar
um fleira, en hér látum við stað-
ar numið. Ég vil segja við þessa
ágætu vinkonu mína: Nú eru
aðrir tímar. Allt er breytt. At-
vinnuvegir hafa horfið. Nýir
hafa komið í staðinn. Verkafólk-
ið liggur ekki á hnjánum. Það er
orðið frjálst miðað við fyrri
tíma. Atvinnutækin eru orðin
meir eign fólksins en áður var.
Látum ekki halrið blinda okkur.
Horfum heldur til framtíðarinn-
ar bjartsýn og hugdjörf og vinn-
um að því að skapa enn nýjan
og betrj heim.
Hanues á Iiorninu, '