Alþýðublaðið - 14.01.1960, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 14.01.1960, Blaðsíða 14
Knatt* Framh. a£ 11 síðu. hlssia á því, að slíkur gíraffi skuli geta leikið •knattspyrnu, að maður ofmetur frammistöðu •hans. Þannig eru beztu vitnis- burðir mínir komnir frá Skot- landi, Englandi, Austurríki, Sovétríkjunum, Spáni og Belg- íu. Talsverðan hluta af þeim hef ég aldrei getað lesið af eðlileg- um ástæðum. Og því miður hætti ég að halda þessum úrklippum sam- a,n fyrir mörgum árum síðan. Ég vildi óska, að ég hefði geymt enska blaðið, sem sagði í fyrir- sögn, að ég gæti gert allt með knöttinn, að því undanskildu að fá hann til iað tala. Eðlilega hef ég fengið öðru hverju tilboð um að gerast atvinnumaður.Égséþó enga ástæðu til að harma það, að ég tók ekki neinú þeirra. At- vinnukniattspyrna hefði verla verið mér að skapi og ég er mjög hræddur um, að hún hefði rænt mig Ieikgleðinni. En hana vil eg ekki selja við nokkru verði, ekki einu sinni í dag. Það tilboð, sem kitlað hefur hégóma girnd mína hvað mest, barst mér frá Barcelona fyrir ekki svo mörgum árum síðan, þegar ég var kominn talsvert á fers -tugsaldur. Knattspyrnumaður ■að nafni Kubola, ungverskur fjóttamaður og spönsk þjóð- hetja — Spánverjarnir álíta hann betri en Puskas og hafa reist honum myndastyttu í Bar- celona — hafði orðið alvarlega veikur. Og var því spurður, •hvort ég gæti ekki komið o« verið staðgengill hans í nokkra mánuði, þar til bann væri heill hailsu. Gjarnan sem áhugamað- ur, og skyldi ég ákveða þóknun- Ódýrl - Ódýrl Seljum í dag og næstu daga mjög ódýrt, nokk- uð af ýmis konar fatn- aðarvörum í litlum stærðum, svo sem: Gallabuxur Vinnujakka Kuldablússur Frakka o. fl. Geysir hf. Fatadeildin »p y r n a ina sjálfur. Þetta var ekki fyrir mig. Ég vildi gjarnan vera á Spáni sem ferðamaður og líka mjög gjarnan sem knattspyrnu- maður með dönsku liði. En ég held ekki, að það mundi eiga vej við mig að vera þegn Franco, jafnvel þó það væri ekki nema um nokkurra mánaðia skeið. Alls staðar þar sem ég hef feng- ið góða dóma, hefur einkum ver ið bent á hugkvæmni mína og góða yfirsýn. Allir hljóta því iað sjá, að geta mín byggist ekki á hraðanum. Þess vegna hef ég oft erlendis verðir spurður ráða í taktiskum vandamálum. Það broslegasta, sem ég minnist í því sambandi er ítali nokkur, sem einfaldlega vildi fá upp- skriftina af hinu fullkomna marki, allt frá frumspyrnu, þannig að engin vörn gæti kom- ið í veg fyrir það Það tók næst- um því klukkutíma að skýra það fyrir honum, að um leið og slík áætlun hefði heppnazt einu sinni — og þó væru margir örð- ugleikar í vegi þess — þá mundi sæmilega athugul vörn vara sig á þessu í næsta skipti. Það hefur líka oft komið fyrir mig, að drengir hafa spurt að því, hvernig þeir gætu orðið landsliðsmenn. Það eru ekki all ir, sem geta það. En það eru ó- trúlega margir, sem hafa gam- an af að leika knattspyrnu og gefa sér tím til þess. Það er enginn efi á því, að maður hef- ur gagn af því að iðka fleiri í- þróttir. Ég hefði ekki leikið svo miarga knattspyrnulandsleiki, ef ég hefði ekki leikið hand- knattleik og körfuknattleik. Það eru vafalaust margir, sem hafa haft jiafnmikla leiklöngun og ég, en iátið eitthvað hindra sig í að fullnægja henni. Það er ekkert einsdæmi, að drengi á öll um aldri langi til lað leika knatt spyrnu á hverjum degi. Og ég þekki bæði smásnáða og sex- tuga embættismenn, sem gefa sér tíma til þess. En það eru ó- trúlega fáir leikmenn úr 1. lið- um félaganna, sem hægt er að segja það sama um. Þó hafa þeir meiri ánægju af þessu en hinir — og meiri ánægju af kappleikjunum, því meir sem þeir láta það eftir sér að leika knattspyrnu daglega. Yið höf- um þó öll nægilegar tómstundir til að fórna einum klukkutíma dtaglega til góðrar tómstunda- iðju. Annars held ég, að mest sé þörfin fyrir þetta, þegar vinn- an er erfiðust. Og það á ekki að- eins við um þann, sem stundar andlega vinnu. íþróttirnir geta líka hjálpað til, þegar um lík- amlegt erfiði er að ræða. Ég mirnist þess, að ég vann einu sinni í sumarleyfi mínu við að jafna sand undir járnbrautar- bita frá kl. 6 að morgni til kl. 6 að kvöldi. Að loknum vinnu- tíma þá fórum við Torben Jör- gensen og ég 15 km leið á reið- hjólum til þess að leika hand- knattleik. Svo mikil er leikgleði margra drengja. En af einbverj- um ástæðum er það fyrir neðan virðingu flestrá fullorðinna mannia, sérstaklega þegar menn eru komnir á fertugsaldur og hafa mesta þörf fyrir hreyfingu. Við komumst báðir í handknatt leiksliðið, Torben og ég, ekki vegna erfiðisins með bitana, því það stóð ekki lengi. Og ekki heldur vegna handknattleiks- ins, sem við lærðum að aflokn- um 12 tíma vinnudegi, heldur vegna þeirrar leikgleði, sem við áttum — og vegna þess, að við vorum ekki feimnir við að sýna það, að okkur þótti gaman að vera með í knattleik, þó að við værum komnir yfir tvítugt. — Drengir og unglingar hætta tíð- um vegna þess, að um tíma gengur þeim illa eða vegna þess — eins og þeir orða það — að þeir hafi ekki tíma til þess. Hið síðastnefnda er léleg afsökun, sem við því miður heyrum for- eldra oft nota. Börnin þurfa að nota allar tómstundir sínar til heimavinnu vegna námsins, segja þeir. Ef syo er, þá eru börnin ekki í réttum bekk. Þau geta notað sínar tómstundir til margs annars en knattleikja. En tómstundir eigia að vera mannréttindi — líka fyrir drengi — í þjóðfélagi, þar sem vinnudagur hinna fullorðnu verður stöðugt styttri og styttri. Dauövona Framliald af 16. síðu. Læknar og hjúkrunarkon- ur hafa rcynt að komast að því hjá Yundar hvað við hann var gert, en hann svarar fáu. Hann virðist hafa kallað yfir sig reiði og hefnd ætt- bálksins fyrir að hafá í leyf- isleysi verið viðstaddur trú- arhátíð. sem aðeins er fyrir vaxna karla. Töframaðurinn tók þá trjágrein og særði Yundar þrem sárum í munni, var hægt að græða þessi sár á siúkrahúsinu, en þrátt fyrir það að enginn sjúkdómur finnist að drengnum tærist hann upp og búast læknar við að ekkert fái bjargað lífi hans. Fangabúöir Framhald af 2. síðu. SKÝRSLAN segir, að á- standið í fangabúðunum sé yfirleitt gott. Nefndarmenn hittu m. a. Henry Alleg, sem skrifaði bók um pyndingar þær, sem hann varð fyrir við yfirheyrslu. Er nú vel með hann farið. En í sumum fangabúðunum er aðra sögu að segja. Fang- arnir kvarta um pyndingar, þeir eru hlekkjaðir um næt- ur á berum steingólfum, veik- ir og umhirðulausir, og með- al þeirra ganga sögur um fanga, sem skotnir voru á flótta. Skýrsla Rauða kross nefnd- arinnar hefur ýtt harkalega v!ð Frökkum, en jafnframt leitt í ljós, að ríkisstjórnin og yfirherstjórnin berst gegn pyndingum og reynir að bæta ástandið eftir njegni. 14 14. jan. 1960 — Alþýðublaðið Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug: Hrímfaxi er væntanlegur til Rvk kl. 16.10 í dag frá Kmh. og Glas- gow. Gullfaxi fer til Glasgow og Kmh. kl. 08.30 í fyrra- málið. — Inn- í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, Húsa víkur, ísafjarðar og Vestm,- eyja. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Bíldudals, Egilsstaða, ísafjarðar, Kópaskers, Pat- reksfjarðar, Vestmannaeyja og Þórshafnar. anlandsflug: Loftleiðir h.f.: Edda er væntanleg kl. 7,15 frá New York. Fer til Oslo, Gautaborgar og Kmh. kl. 8,15 — Leiguflugvél Loftleiða er væntanleg kl. 19.00 frá Ham- borg, Kmh., Gautaborg og Stafanger. Fer til New York kl. 20.30. Fermingar Dómiýrkjuprestakall: — Þau börn, sem fermast eiga hjá Dómkirkjuprestunum á þessu ári eru vinsamlega beðin að koma til viðtals í Dómkirkjuna sem hér segir: Til sr. Óskars J. Þorláksson ar á morgun, föstudag, 15. jan. kl. 6 e. h. Til sr. Jóns Auðuns sunnudag, 17. jan. kl. 5 (í síðdegisguðsþjón- ustu). — Rétt til fremingar á þessu ári eiga börn fædd 1946. Bústaðaprestakall: Ferming- arbörn í Bústaðasókn eru beðin að koma til viðtals í Háagerðisskóla kl. 6 í kvöld (fimmtudag). Kópavogsprestakall. Ferming arbörn í Kópavogssókn eru beðin að koma til viðtals í Kópavogsskóla kl. 5 á morg- un. (föstudag. Sr. Gunnar Árnason. Hallgrímsprestakall: Ferm- ingarbörn séra Sigurjóns Þ. Árnasonar eru beðin að koma til viðtals í Hallgríms- kirkju á morgun 15. þ. m. kl. 6,15 e. h. Fermingarbörn séra Lárusar Haldórssonar eru beðiri að koma til við- tals í Hallgrímskirkju mánu daginn 18. þ. m. kl. 6.15 e.h. Fermingarbörn: Séra Emil Björnsson biður börn, sem ætla að fremast hjá honum í vor eða haust, að koma til viðtals í kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg kl. 8 n. k. þriðjudagskvöld. Til fermingarbarna: Væntan- leg fermingarbörn min 1960 (fædd 1946) eru beðin að mæta til viðtals í safnaðar- heimilinu við Sólheima í kvöld (fimmtudag 14. jan.) eða annað kvöld (15. jan.) kl 6,30 síðdegis. Séra Árel- íus Níelsson. Fermingarbörn í Laugarnes- sókn, sem fermast eiga í vor eða næsta haust, eru beðin að mæta við guðsþjónustu í Laugarneskirkju sunnud. n. k. kl. 2 e. h. Æskilegt er, að VeðriS: Hægviðri; léttskýjað. Slysavarðstofan er opin all- an sólarhringinn. Læknavörð ur LR fyrir vitjanir er á sama stað kl. 18—8. Sími 15030. -o- NÆTURVÖRZLU vikuna 8„ —15. þ. m. hefur Reykjavík urapótek. Sími 11330. -o- Frímerki. — Hollendingun óskar eftir að komast í bréfa samband við íslending með frímerkjaskipti fyrir aug- um. Utanáskriftin er: W. Bakker, Treubstraat 32, Meppel, The Netherlands. Hann skrifar á ensku og bréf frá honum fær sá, er vill svara því, á ritstjórn blaðsins. -o- Orðsending frá dómnefnd minnismerkis sjómanna £ Hafnarfirði. Listamaður sá» sem sendi ljósmyndir til samkeppninnar, er vinsam- lega beðinn að senda frum- myndina til skrifstofu bæj- arverkfræðings, — Hafnar- firði, sé þess kostur. -o- 55 ÁRA er í dag Guðrún Gott- skálksdóttir, Ánanaust 7, Reykjavík. -O- ; Fimmtudagur 14. janúar: 12.50—14.00 „Á frívaktinni“. •—• 18.30 Fyrir yngstu hlustend- urna. 18.50 Fram- burðarkennsla í frönsku. — 19.00 Tónleikar; Óper- ettulög. 20.30 Um fiskeldi (Þór Guð jónsson veiðim,- stjóri). 20.55 Ein- söngur: Sigurður Björnsson syngur (Ragnar Björnsson leikur und ir á píanó. ^l.lð Upplestur: Þórunn Elfa Magnúsdóttir les frumort kvæði. 21.35 Þýtt og endursagt: „Júlíus Sesar“ — (Hjálmar Ólafsson kennari). 22.10 Smásaga vikunnar: —■ „Stutt heimsókn" eftir Ey- -o- LAUSN HEILABRJÓTS: Úr því að það var Dani, sem hélt því fram, að ferðir sínar yfir Atlantshaf stæðu á jafnri tölu, gat það ekkí verið rétt, þar eð þessu var haldið fram í New York. foreldrar komi með barni sínu. Séra Garðar Svavars- son. Séra Jón Þorvarðsson biður fermingarbörn sín á þessu ári (vor og haust) að koma til viðtals í Sjómannaskól- anum föstudaginn 15. þ. m. kl. 6,30 síðd.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.