Alþýðublaðið - 14.01.1960, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 14.01.1960, Blaðsíða 15
angurinn, sem Obadiah tók út SAGAN — 18 úr bílnum. Einn mannanna tók forustuna og skipaði hin- um fyrir, Það var greinilegt að frú Dryden fékk fólk til að hlýða sér. „Hvar er móðir mín, Well- ington?“ spurði Owen elzta þjóninn. „Hún bíður úti í garðinum og hún vill líka sjá ungu hjúkrunar-ungfrúna. Þessa leið.“ Hann gekk fyrir þeim gegn um húsið og út á hvítar stein- svalirnar sem voru vaxnar villivið til að hlífa gegn sól- inni. Þau gengu yfir svalirn- ar sem Moiru fannst óeðlilega lágar og niður á tún sem var mýkra og grænara en nokkuð gras sem hún hafði séð fyrr. í hinum enda garðsins var hátt sedrustré, sem varpaði skugga á hvítmálaðan garð- stólnum önnum kafin við handavinnu. Frú Dryden leit upp og horfði rannsakandi á þau. Það var eitthvað tignarlegt við höfuð hennar og axlir. Hún var lítil, þó sonur hennar væri hávaxinn. Hún var grönn og veikbvggð, en hann kraftalega vaxinn og svipur hennar var tignarlegur og frá hrindandi, en hann var glað- legur og vingjarnlegur. Þau voru alls ekki lík fyrr en Moira sá augu gömlu kon- unnar --- þau voru blá eins og augu Owens, björt, árvök- ul og athugandi. Stáigrátt hárið !var í tveim fléttum og hún var í fallegum kjól. Frú Drydens starði stöðugt á hana og Moira vissi að hún var mæld út frá toppi til tár. Þegar þau komu að sedrus- trénu, beygð' Owens sig og kyssti móður sína. „Góðan daginn, mamma.“ „Þú ert seint á ferðinni, Owen. Eg átti von á þér fvrir hálftíma.11 „Það áttYx alltaf. En þú veizt hvernig flugfélagið er.“ Hann tók um handlegg Moi- ra. „Mamma, þetta er Moira Davidson, sem ætjar að hjálna okkur með Binkie. „Góðan daginn,“ sagði Mo- ira og réfri fram hend'na. Frú Drvden gerði sig ekki líklega til að taka í hendi hennar. Hún sát kyrr og starði á Moira og Moira hugs- aði skelfd: „Hún lætur eins og hún sjái ekki hendina á mér — hvað á ég að gera, flýja af hólmi?“ En svo hugsaði hún : „Nei, það skal aldrei.“ Og stóð kyrr með framrétta hendi. Loks lagði frú Drydens handavinnuna frá sér og tók um hendi hennar. Handartak- ið var snöggt en fast. Moira skyldi nú að hún hafði verið að reyna hana. Ef hún hefði farið hjá sér, hefði frú Dry- den fyrirlitið hana. „Hún er vngri en þú, sagði í símskeytinu,“ sagði hún við Owen rétt eins og Moira væri ekki viðstödd. „Eg man nú ekki eftir því,“ sagði hann góðlega. „Eg bjóst við að hún væri eldri. Jæja, þá getum við kannski farið að borða. Wellington vísar yður til herbergja yðar ungfrú Davidson. Þér viljið kannski skipta um föt. Moira svaraði kurteislega: Takk fyrir gjarnan. Verður Binkie við matborðið?" „Því ekki það? Binkie þarf að borða eins og við hin.“ — Rödd frú Dryden var hæðn- isleg. „Eg hélt að hún borðaði kannske í barnaherberginu en ekki með fullorðna fólk- inu.“ Hún sá glampann í augum Owens. — Var það af á- nægju — um leið og hún gekk á eftir Wellington heim að húsinu. Henni virtist hann vera ánægður með framkomu hennar. „Ef þér þarfnist einhvers," sagði hann, en móðir hans greip fram í fyrir honum : „Wellington sér um það, Ow- en. Segðu mér frá því hvað Mclean sagði......“ 11. Wellington nam staðar fyr- ir framan fallegar eikardyr. „Þetta er herbergi yðar, — urigfrú Davidson,“ sagði hann og hneigði sig. Hann gekk yfir herbergið og opnaði aðrar dyr. ,Því miður er aðeins sturta hér. Ef þér kjósið held- ur kerlaug verðið þér að fara í baðherbergið við enda gangs ins. Solina sýnir yður hvar það er.“ Moira stóð í svefnherberg- inu og starði undrandi um- hverfis sig. „Eig!ð þér við að ég eigi að hafa allt þetta?“ „Lízt yður ekki á yður?“ spurði hann hræðslulega. — „Frúin vill . . .“ Lízt mér ekki á mig? Þetta er dásamlegt! Eg hef aldrei haft jafn fallegt herbergi á ævinni." Það var hátt undir þak og veggirnir voru málaðir mjúk- um pastellitum. Svefnher- bergið var fölblátt, en stofan var græn. Gluggarnir voru háir og þunnir, röndótt silkitjöld voru fyrir þeim. Húsgögnin voru öll úr valhnetu og teppið í svefnherberginu var fannhvítt. Brytinn brosti vingjarn- lega til hennar og sagði: „Mat urinn er til eftir augnablik. Þér megið ekki verða of sein ungfrú Davidson. Frúin bíð- ur.“ „Nei, ég kem strax.“ Hún var að greiða sér, þeg- ar hún heyrði í klukkunni. En hún gat ekki hlaupið, hár* hennar var mikið og þykkt og hvenær sem var, gat það fallið niður, ef hún gæfi sér ekki nægan tíma til að greiða sér. .... ,Það er alltaf eitthvað falskt við svona mikið ljóst hár,“ sagði frú Dryden, þeg- ar Moira kom inn. Hún gerði enga tilraun til að dempa rödd sína, þó hún hlyti að hafa séð hana koma niður. Owen vék til hliðar til að Wellington gæti vísað Moiru til sætis, en hann stóð kyrr og beið þess að móðir hans settist. En frú Dryden leit óþolin- mæðislega umhverfis sig. — „Hvað hefur orðið af barn- inu?“ spurði’ hún ergilega. „Eg þoli ekki óstundvísi. Wellington, farðu og sæktu Litlu Ungfrúna." „Já, frú Dryden“, sagði Wellington og fór út. „Við gætum byrjað að borða,“ sagði Owen og dró fram stólinn fyrir móður sína. „Það gætum við en við ger um það ekki! ,Hún gerði sig ekkert líklega til að setjast heldur gekk að glugganum og stóð þar og stappaði öðrum fætinum í gólfið. „Hún hlýt- ur að vita að v:ð bíðum eftir henni, hún er hugsunarlaust barn!“ „Við þyrftum ekki að bíða, ef við færum aðeins að borða,“ sagði Owens. En frú Dryden vildi ekki setjast og Moira vissi ekki hvað hún ætti að gera. Hún sagði hikandi: „Eg vildi gjarn an þakka yður fyrir herberg- in, sem ég fékk, frú Dryd- en.“ 6 „Ha? Nú, já.....Herberg- in. Það er fallegt útsýni úr glugganum á stofunni. Það er þröngt þarna uppi, en ég vona að þér kunnið vel við yður þar.“ „Það geri ég þegar.“ Það varð þögn aftur. Moira hafði ekki meira að segja. Hún sá greinilega að Owen var ergi- legur og það var ekki nema eðlilegt. Því Moire fannst að frú Dryden gerði viljandi mikið veður úr því að barnið var ekki heima. Wellington kom inn á- hyggjufullur á svip. „Eg get ekki séð Litlu Ung- frúna nokkurs staðar frú Dryden. Stúlkurnar segjast ekki hafa séð hana í allan dag.“ Owen leit upp. Frú Dryd- en leit hægt og rólega á bryt- ann. Hún pírði augum. ,Er það svo? Sendu Selinu hingað inn.“ „Já, frú Dryden.“ Selina virtist hafa átt von á þessu, því hún kom að vörmu spori. „Nú, Selina?“ spurði frú Dryden. „Hún bað mig um það, frú Dryden. Eg sagði að hún mætti það ekki, en hún grét og hpn var hrædd. .. „Það fóru grátviprur um andlit Se- linu. „Hvert fórstu með hana?“ „Ó, Frú .. • vældi Selina. , Eg lofaði henni að segja eng- um það. Eg lofaði henni frá Dryden.......“ „Selina?“ sagði Owen vin- gjarnlega. „Hvað gengur eigin lega á?“ „Það er einfalt og hlægi- legt!“ Málrómur frú Dryden var ískaldur af andúð. „Bin- kie hefur fengið Selinu til að fara eitthvað með sig. Hún sagðist ætla að gera það í morgun ef einhver nýr kval- ari kæmi til að kvelja hana. Nú Selina — hvar er hún?“ Selina hristi höfuðið. Und- irhakan skalf og tvö stór tár runnu niður kinnar hennar. „Þá það. Viljirðu ekki segja það verður það svo að vera. En þú verður að sækja hana strax. Farðu strax! Og segðu henni að ég sé mjög óánægð með hana!“ 12. Owen ætlaði að segja eitt- hvað en Moira varð á undan. „Afsakið“, sagði hún feimn- islega. „Hefur Binkie falið sig. vegna þess að hún er hrædd við mig?“ Frú Dryden beit á vör sér. „Ég held ekki að hún sé hrædd. Konurnar í okkar ætt eru ekki hræddar. En hún vill það ekki — það verð ég að viðurkenna”. „Ef það er svo, vildi ég helzt að hún yrði látin vera þar sem hún er“. „Vera þar sem hún er? Mín kæra ungfrú Davidson, hún á að koma og borða og vera kynnt fyrir yður eins og heil- brigð vel uppalin ung telpa en ekki fela sig eins og — eins og einhver villimaður“. Moira brosti. „Börn eru að vissu leyti villimenn. Ég er viss um að henni leiðist ef , hún er látin eiga sig og svo verður hún svöng og kemur af fúsum vilja“. „Því miður er ég yður ekki sammála. Binkie veit að hún hegðar sér illa. Sé hún látin eiga sig heldur hún að hún hafi sigrað. Þér verðið að sýna henni hver ræður“. ,Mig langar ekki til að ráða yfir henni“, sagði Moira ró- lega. „Ég vil að við verðum vinir“. „Samt...“ „Mamma“‘. Það var Owen sem greip fram í fyrir móður sinni. „Mamma, við eigum að treysta Moiru. Hún veit um hvað hún er að tala“. Hann bætti við til Moiru: „Kann- ske viljið þér útskýra þetta nánar svo við skiljum við hvað þér eigið? Ég er viss um að það er hægt að útkljá þetta á friðsamlegan hátt ef við vit- um aðeins til hvers þér viljið að þetta sé gert“. Hún brosti þakklát til hans þar sem hún stóð föl en á- kveðin milli þeirra mæðgin- inna. „Það er mjög einfalt. Ég kom hingað til að hjálpa Bin- kie. Því miður heldur hún að ég sé hér til að — kvelja hana og sé hún dregin burtu núna heldur hún kannske að ég ofsæki hana. Þá tekur það marga mánuði fyrir mig að vinna trúnað hennar og það MWMWWWWWWWWMHWWWWWWmWWWMMWW BELINDA DELL SEYJAN Alþýðublaðið — 14.: jan. 1960 £5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.