Alþýðublaðið - 14.01.1960, Blaðsíða 7
SAMKOMULAG hefur
órðið innan sjómannasam
taka Alþýðusambands ís-
lands um, að heimila skrán
ingu á fiskiskipin, þótt
ekki hafi enn verið gerð-
ur heildarsamningur um
fiskverðið enn.
Alþýðublaðinu barst í gær
eftirfarandi fréttatilkynning
frá ASÍ:
„Samninganefnd sjómanna-
samtakanna innan AlþýSusam-
bands íslands til að semja um
fiskverð fyrir sjómenn í vél-
bátaflotanum hefur að undan-
förnu verið á fundum í Reykja
vík.
Eftirtaldir menn sóttu fund-
inn:
Fyrir Alþýðusambandið
Óskar Haligrímsson, fram-
kvæmdastjóri A.S.Í.
Fyrir félög'n í Vestmanna-
evjum, Sigurður Stefánsson,
Vestmannaeyj um.
Fyrir sjómannasamband ís-
lands, Jón Sigurðsson, Reykja-
vík, Ólafur Björnsson, Kefla-
vík og Sigríkur Sigríksson,
Akranesi.
Fyrir Alþýðusamband Norð-
Urlands, Tryggvi Helgason, Ak-
ureyri.
Fyrir Alþýðusamband Aust-
urlands og íélögin við Breiða-
fjörð, Snorri Jónsson, starfs-
maður A.S'.Í.
ekki tímabært enn.
Samninganefndin telur ekki
tímabært, eins og sakir standa
nú, að semja um fastbundið
fiskverð (skiptaverð) til ákveð-
ins tíma fvrir aflahlut sjó-
manna á vélbátaflotanum, þar
sem af hálfu stjórnarvaldanna
hefur verið boðað, að von sé á
meiriháttar aðgerðum í efna-
hagsmálum innan skamms
tíma, en nefndinni hins vegar
ókunnugt um hverjar þær að-
gerðir verða og hvaða áhrif
þær mundu hafa á söluverð
fiskaflans og almennt neýzlu-
vöruverð, þ. á. m. á verð þeirra
rekstursvara bátaútvegsins,
sem sjómenn taka þátt í að
greiða af hlut sínum.
heimilt að semja.
Nefndin leggur því til við
félögin sem aðild eiga að samn-
ingum um kaup og kjör báta-
sjómanna, að þau heimili að
lögskráð sé á bátana, samkv.
gildandi kjarasamningum félag
anna, þótt ekki hafi verið
gerður heildarsamningur um
fiskverð o. fl. e:ns og venja
hefur verið til um hver ára-
mót.
Fyrst um sinn verði það
fiskverð sem gilti fyrir ára-
mótin, viðurkennt sem lág-
marksverð fyrir alla bátasjó-
menn, þ. e. fram að þeim tíma
að væntanlegar efnahagsmála-
aðgerðir taka gildi og fært verð
ur að gera fasta samninga um
fiskverð o. fl. Takist ekki samn
ingar þá við samtök útgerðar-
manna um ákveðið verð fyrir
aflahlut bátasjómanna, skal
gilda sama verð og útgerðar
menn fá greitt fyrir sinn hlut
aflans, þ. m. taldar uppbætur
í hvaða mynd sem væri.
Nefndin óskar þess að stjórn
LS.Í. kalli nefndina saman að
lýju, þegar hinar boðuðu efna-
lagsaðgerðir verða kunnar og
ímabært verður að taka upp
úðræður við Vélbátadeiid L.í.
L, um nýja samningagerð um
iskverð“.
RAUÐA
HÚFAN
PÁFI útnefndi fyrir
skemmstu átta nýja kar-
dínála, og vakti það at-
hygli, að meðal þeirra
Voru óvenjumargir „út-
lendingar", þ. e. a. s. menn
sem ekki eru af ítölskum
uppruna. Hér setur hans
heilagleiki hina rauðu
kardínálahúfu á höfuð
bandaríska biskupsins
Aloisius Muench.
ÁHÖFNIN á B/v Úranusi er þannig skipuð:
Helgi Kjartansson, skipstjóri, Holtsgötu 22, 45 ára.
Jóhannes Sigurbjörnsson, l.stýrim., Víðimei 23, 51 árs.
Ægir Egilsson, 2. stýrim., Stangarholíi 16, 26 ára.
Viggó E. Gíslason, 1. vélstj., Mávahlíð 24, 54 ára.
Sveínbjörn Helgason, 2. vélstj., Mánagötu 19, 41 árs.
Hlöðver Magnússon, 3. vélstj., Camp-Knox E-22, 46 ára.
Einar Sigurðsson, kyndari, Múlacamp 20, 43 ára. ;
Þorbjörn Friðriksson, kyndari, Vesturgötu 26, 57 ára. «
Þórður Jónasson, lofitskeytam., Nökkvavogi 3, 21 árs.
Hálfdán Ólafsson, 1., matsv., Bergstaðarstræti 45, 36 ára.
Ægir Gíslason, 2. matsv., Skúlagötu 64, 27 ára.
Kristinn Guðmundsson, bátsntaður, Ásgarði 53, 52 ára.
Birgir Égilsson, netam., Stangarholti 16, 24 ára.
Haraldur Ragnarsson, netamaður, Snorrabraut 40, 31 árs,
Joachim Kaehler, netamaður, Þjóðminjasafni, 29 ára.
Júrgen Scheffler, háseti, Laugavegi 68, 22 ára.
Uwe Eggert, háseti, Selási 6, 23 ára.
Konrad Braun, háseti, Achen, Þýzkalandi, 20 ára.
Hreiðar Einarsson, háseti, Barmahlíð 37, 18 ára.
Ólafur Jónsson, háseti, Stykkishólmi, 35 ára.
Pétur Hraunfjörð, háseti, Heimahv., í Blesugróf, 15 ára.
Sigurður Jóbannsson, háseti, Bakkagerði 2, 16 ára.
Halldór Magnússon, háseti, Mel v/Breiðholtsveg, 17 ára. «>■
Hörður ívarsson, háseti, Vesturgötu 26A, 16 ára.
Ágúst Guðjónsson, háseti, Akurgerði 3, 19 ára. !
ívar Steindórsson, háseti, Teig, Seltjarnarnesi, 17 ára.
Guðmundur Steiíndórsson, hás., Teig, Seltjarnarn., 25 ára.
VWWWWmMMMWIWWIIIWWMMMWMWtMMMMMWWI
Flugfélagib fram-
leibir eigin mat
UM síðusu áramót opnaði I
Fulgfélag íslands nýtt eldhús j
og matstofu í viðbyggingu við
viðgerðarverkstæði félagsins á
Reykj avíkurf lugvelli.
Þetta nýja eldhús á að sjá um
framreiðslu á mat fyrir farþega
og áhafnir félagsins á milli-
landaflugi, einnig á hún að sjá
um mat fyrir áhafnir á innan-
landsflugi, og starfsfólk félags-
ins á Reykjavíkurflugvelli.
Húsakynni þessi eru hin vist-
legustu og mjög skemmtilega
innréttuð, en um innréttingar
hefur s*éð Hilmar Sigurðsson.
Borðsalurinn á að rúma um
80 manns, en eldhús sjálft er
búið hinum fullkomnustu tækj
um, þar eru m. a. frystiklefi og
Tveir kæra
Framhald af 3. síðu.
var síðan látinn í kjallarann en
um' morguninn var honum
sleppt.
Vitni að þessum atburðum
staðfesta frásögn piltianna. Eru
sumir bálreiðir vegna meðferð-
arinnar á þeim, og hálda því
farm, að níðzt hafi verið á þeim
því tugir manna geti sannað,
að þeir tóku ekki þátt í ó!át-»
unum. Þar að auki veittu þeir
ekki lögreglunni viðnám og því
ekki nauðsynlegt að lemja þá
sundur og saman með kylfum.
kælir, einnig er það búið tækj-
um til flestra þeirra verka er til
heyra matreiðslu.
í þessu eldhúsi munu verða-
framreiddiar um 200 máltíðar
daglega. Yfirmatreiðslumaður
er Geir Þórðarson, sem áður var
yfirmatreiðslumaður á Nausti.
Hefur hann dvialist erlendis hjá
flugfélaginu SAS í Kaupmanna
höfn og kynnt sér Þar mataraf-
greiðslur til flugvéla.
Áður en þetta eldhús kom til
hefur féliagið orðið að fá alían
mat frá öðrum aðiljum, en með
þessu eldhúsi kemur það til meðl
að spara sér um eina milljón
árlega.
Með þessari nýju aðstöðu ger
ir félagið sér vonir um að geta
veitt farþegum sínum- beíri!
þjónustu.
Prentum fyrir yður
smekklega
og fíjótlega
XlSPPARSTIG 40 - SiMi 1 9443.
AlþýðublaSið — 14. jan. 1960 J