Alþýðublaðið - 14.01.1960, Blaðsíða 3
ÞAÐ ER
NÚSVO
ÞAÐ er mikið talað um
frið og friðardúfur austan
tjalds, og er ekki nema
gott eitt um það að segja.
Annað mál er það, að
sumt af því sem þeir gera
þarna eystra, sýnist naum
ast gert í friðsamlegum
tilgangi. Dæmi um þetta
er hér á myndinni. Frið-
artalið foringjanna getur
naumast haft mikil áhrif
á þessa einkennisbúnu
pilta. Þeir eru nefnilega á
herskóla í Austur-Þýzka-
landi, en slíkar stofnanir
eru sjaldan kenndar við
frið.
TVEIR piltar munu í dag
leggja fram kæru í Sakadómi
Reykjavíkur, vegna misþyrm-
inga, sem þeir urðu fyrir af
hálfu lögreglunnar, þegar upp-
þotið varð við lögreglustöðina
s. I. sunnudagskvöld. Báðir pilt-
arnir telja sig saklausa af ó-
spektum. Þeir leiða vitni að sak-
leysi sínu og meðferðinni, sem
þeir hlutu hjá lögreglunni. —
Eftirfarandi frásögn er byggð
á framburði piltanna tveggja og
vitna að atburðinum.
Þegar uppþotið hófst í Mið-
bænum og lögreglan handtók
piltana tvo, sem voru að áreita
útlendingana, fór piltur nokkur
inn á lögreglustöð til þess að
spyrja lögregluþjón, sem hann
þekkti, hvað um væri að vera.
Á meðan pilturinn var inni á
lögreglustöðinni, voru ólæti þar
fyrir utan og voru handteknir
þeir, sem mest þrjózkuðust við
lögregluna.
Pilturinn fór síðan út, en þá
sá hann, hvar bróðir hans bar
kylfuhögg lögregluþjóns af unn
ustu sinni með því að setja
handlegginn fyrir höggið. Við
Bandaríkja-
menn mót-
mæla ekki
WASHINGTON, 13. jan. (NTB-
Reuter). — Eisenhovver for-
seti sagði á blaðamannafundi í
dag, að það mundi verka mjög
undarlega, cf Bandaríkjamenn
mótmæltu eldflaugatilraunum
þeim, sem Rússar fyrirhuga á
Kvrrahafi. Hann kvað Banda-
ríkjamenn sjálfa hafa gert
slíkar tilraunir og mundu gera
þær aftur.
Átök um bæjar-
stjóra í Eyjum
MIKIL ÁTÖK eru nú
innan Sjálfstæðisflokksins
í Vestmannaeyjum um það
hver gegna skuli starfi
bæjarstjórans í Eyjum
meðan Guðlaugur Gísla-
son bæjarstjóri situr á al-
þingi en hann var kjörinn
einn af þingmönnum Suð-
urlandskjördæmis í kosn-
ingunum sl. haust.
Guðlaugur hefur verið nær
allsráðandi í Sjálfstæðisflokkn-
um í Eyjum undanfarlð og lítt
farið að vilja flokksmanna
sinna heldur farið sínar eigin
götur og jafnvel virt að vett-
ugi skoðanir og álit reyndasta
forustumannsft flokksins í Eyj-
um, Ársæls Sveinssonar, for-
seta bæjarstiórnar.
Guðlaugur ákvað að Ársæli
Sveinssyni fjarstöddum að
Gísli Gíslason stórkaupmaður
skyldi gegna stöðu bæjarstjór-
ans meðan hann væri_ fyrir
sunnan á þingi. Líkaði Ársæli
þessi ákvörðun mjög illa en
hins vegar munu hinir bæjar-
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
hafa fallizt á ákvörðun Guð-
laugs.
Síðan þetta gerðist hafa
verið mikil átök með Sjálf-
stæðismönnum í Eyjum. Hafa
ver'ð þar stöðugir klíkufundir
til þess að reyna að ná sam-
komulagi en ekkert hefur geng
ið. Þeir Guðlaugur bæjarstjóri
og Ársæll munu lengi hafa
verið á öndverðum meiði hvor
við annan og mun ástæðan
einkum sú, að Guðlaugi hefur
þótt Ársæll heldur óþægur við
sig. Ársæll er ein helzta drif-
fjöður atvinnulífsins f Eyjum
og hefur auk útgerðar rekið
umfangsmikla verzlun með
bvggingarvörur. Hefur bæjar-
sjóður m. a. átt mikil viðskipti
við Ársæl. Nú rekur Gísli Gísla
son einnig mikla verzlun með
byggingarvörur og gefur auga
leið, að auðvelt verður fyrir
hann að breyta viðskiptunum
sér í hag eftir að hann er orð-
inn bæjarstjóri. Er talið, að
Guðlaugur hafi haft það m. a.
í huga er hann gerði Gísla
Gíslason að bæjarstjóra.
Ársæll Sveinsson er svo ill-
ur vegna ákvörðunar Guðlaugs
Gíslasonar, bæjarstjóra, að
hann hefur í hótunum að gangá
til samvinnu við andstöðu-
flokka Sjálfstæðisflokksins í
bæjarstjórninni.
þetta réðst lögregluþjónninn á
bróðurinn og barði hann f höf-
uðið og fleiri lögregluþjónar
komu þá hinum til aðstoðiar. —
Pilturinn sagði þeim að þetta
væri bróðir sinn og spurði hvers
vegna þeir ætluðu með hann
inn. Við þetta réðst einn lög-
regluþjónninn á hann og fleiri
drifu að til hjálpar. Fékk pilt-
urinn skurð á höfuðið og varð
fljótlega alblóðugur. — Bróðir
hans var borinn meðvitundar-
laus inn og hent í kjallarann.
Þar fékk hann að dúsia um nótt
ina. Lögreglan stefndi honum
fyrir Sakadóm Reykjavíkur, en
hann var sýknaður, þar sem lag
reglan gat ekkert sannað á
hann..,
Af piltinum er það að frétta,
iað lögreglan bar á hann, að
þeir bræður væru upphafs-
menn óspektanna. Það sannað-
ist þó fljótlega, að pilturinn
hafði verið á sjálfri lögreglu-
stöðinni, á meðan mestu ólæt-
in voru. Hann bað um að vera
fluttur á slysavarðstofuna. Það
fékkst um síðir og að lokum var
honum sleppt lausum, þar sem
sakleysi hans þótti siannað. —•
Meiðsli piltsins eru mikil og föt
hans gjörónýt.
Skömmu eftir að það gerðist,
sem sagt er frá hér á undan,
gerði lögreglan útrás aftur til
þess að dreifa mannfjöldanum.
Einn lögregluþjónninn barði
pilt nokkurn í höfuðið með kylf
unni, þar sem hann var ekki
nægilega fljótur að forða sér.
Ekkert hafði hann gert af sér
áður. Pilturinn greip um lög-
regluþjóninn, er hélt áfram að
berja piltinn í fótleggi og þar
sem hann náði til. Brátt komu
fleiri lögregluþjónar hlaupandi
og réðust einnig á piltinn. Þeir
munu bafa haldið, að hann hafi
ráðist á lögregluþjóninn. Pilt-
urinn var nú barinn með kylf-
um og dreginn inn á lögreglu-
stöð. Samkvæmt frásögn hans,
héldu lögreluþjónarnir áfram
að berja hann þar í ganginum,
en engin vitni eru að því. Hann
var fluttur á Slysavarðstofunai
og gert að sárum hans. Hann
TASS fréttastofan rúss-
neska heíur skýrt frá því, að
farið sé að nota í Sovétríkjun
um fjarstýrðar dráttarvélar
við landbúnað. Tilraun með
þetta var gerð í Kasaktssta í
Mið-Asíu, en þar eru nú mikl-
ar landbúnaðarframkvæmdir.
Framhald á 7. síðu.
Póstur, sími
og útvarp
vann Hreyfil
í FYRRAKVÖLD fór fram í
Breiðfirðingabúð skákkeppni
milli pósts, síma og útvarps
annars vegar og Hreyfils hins
vegar. Úrslit urðu þau, að hinir
fyrrnefndu unnu, hlutu lötá
vinning en Hreyfill hlaut UVs
vinning.
Alþýðublaðið — 14. jan. 1960 J
Tveir kæra
iögregluna