Alþýðublaðið - 14.01.1960, Blaðsíða 11
Alþýðublaðið — 14. jan. 1960 f £
Ritstjóri: Örn Eiðsson
800 þátttakendur í
M.I. í handknattleik
Knud Lundberg:
MEISTARAMÓT íslands í
handknattleik það 21. í röðinni
hefst í íþróttahúsi ÍBR ða Há-
logalandi laugardaginn 16. jan-
úar n. k. Mótið stendur yfir til
10. apríl og alls senda 13 félög
og bandalög 72 lið til keppni,
alls eru því keppendur ca. 800
talsins. Þetta mót er því eitt
fjölmennasta mót, sem haldið
hefur verið hér á landi.
Eftirtalin félög og bandaiög
senda lið í mótið:
Víkingur og KR 10 hvort fé-
lag, Ármann 9, FH og Fram 8,
Valur 7, ÍR og Þróttur 6, Hauk-
tar og ÍBK 3, IA og Aftureiding '
1 og SBR 2 lið sem gestir.
Á laugardagskvöldið verða
háðir eftirtaldir leikir:
Meistarafl. kvenna:
Ármann — Fram,
FH — Víkingúr,
Valur — Þróttur.
3. fl. karla A (a):
ÍR — FH,
Þróttur — Ármann.
Á sunnudagskvöld keppa:
3. fl. karla A (b):
Haukar — Valur.
Mfl. karla I. deild:
Valur •— Afturelding.
Mfl. karla II. deild:
SBR — Víkingur.
Mótið hefst kl. 8,15 bæði
kvöldin.
I KNATTSPYRNU
með 4 lungy og gullfætur
ÞESSI GREIN Lundbergs er
tekin úr jólahefti Valsblaðs-
ins og er þýdd af Valgeir Ár-
sælssyni. Fyrri hluti greinar-
innar var á síðunni í gær.
HEIMSINS BEZTI - EKKI ÉG
Það hefur öðru hvoru komið
fyrir, að einn eða annar kurteis
útlendingur hefur haldið því
fram, að ég myndi vera bezti
knattspyrnumaður í heimi, ef
ég v.æri hraðfara. Þetta er auð-
vitað mjög skjallandi og eitt af
því, sem aldrei gleymist. Ég hef
einnig verið nefndur bezti hand
knattleiksmaður í víðri veröld
og það án nokkurs fyrirvara.
Því gleymi ég heldur ekki. En
hvorugar þessara fullyrðinga
eiga sér nokkra stoð í raunveru
leikanum. í handknattleik hef
ég einfaldlega alltaf leikið með
nokkrum mönnum, sem eru
betri en ég Og að því er hraða
snertir, að ég með meiri hraða
væri bezti knattspyrnumaður í
heimi, þá er það alveg út í hött.
Ég hef verið hraðfara. Það var
ég, þegar ég lék miðframvörð í
1. drengjaliðinu og „var með“
alls staðar á vellinum. Ég held
líka, að ég hafi verið liðinu í
heild til nokkurs gagns, en ég
kunni bara ekki að leika knatt-
spyrnu. Það var ekki fyrr en ég
var orðinn hægfara, að ég
neyddist til að læra það. Ágætt
dæmi um þennan „seinagang“
minn er það, að ég fékk beztu
dóma lífs míns eftir leik, þar
sem ég lék með meiddur. Bæj-
arlið Kaupmannahafnar átti að
leika í Antwerpen og reyna að
hefna 0—5 ósigurs í Kaup-
mannahöfn. Ég hafði þá ekki
verið með og átti eiginlega ekki
að taka þátt í leiknum í Ant-
werpen vegna tognunar, en lét
fyrir fortölur tilleiðast. Ég
þurfti ekki að sjá eftir því.
Belgíumennirnir voru eðlilega
álitnir mun stigurstranglegri
eftir hinn mikla sigur þeirra í
Kaupmannahöfn, og það því
fremur, er þeir áttu nú að leika
á heimavelli. En það var nú dá-
lítið annað, sem varð uppi á
teningnum. Vörnin okkar átti
mjög góðan leik og voru þeir
Eigil hlielsen og Poul Andersen
þar freínstir. En í sókninni lék-
um við þannig, að báðir inn-
herjarnir lágu frammi, en út-
herjarnir léku aftarlega. Og
mitt í þessu öllu var ég sem mið
WWWWWMMWWWWW
ÞARNA sjáið þið Sixten
Jernberg-, sterkasta tromp
Svía í Squaw Valley. Mynd
in er tekin í Oslo um síð-
ustu helgi, en þar sigraði
Jernberg í skíðagöngti.
!
framherji og lék fyrir aftan inn
herjana á svipaðan hátt og út-
| herjarnir. Ég byrjaði mjög var-
jlega af ótta við að tognunin
tæki sig upp, í fyrri hálfleik
I hljóp ég ekki mörg skref. En
Belgíumennirnir gátu ekki átt-
, að sig á sóknaraðferð okkar og
var okkar því aldrei gætt. Ég
fékk því óáreittur tóm til „að
skipta spilinu“ því sem næst úr
kyrrstöðu á miðjum vellinum.
Það var ekki fyrr en nokkuð
var liðið á seinni hálfleik, að ég
hætti á að hlaupa af fullum
krafti og átti þess vegna mikið
úthald eftir, þegar hinir voru
orðnir þreyttir. Við unnum 4—
2. Tvö miarkanna skoraði ég,
annað þeirra úr aukaspyrnu.
Það var ein af þeim tilraunum,
sem því miður heppnast allt
of sjaldan. Belgarnir mynduðu
vegg fyrir framan mark sitt, en
höfðu nokkurn hluta þess óvald
aðan, svo iað markmaðurinn
gæti fylgzt með. Markvörður-
inn staðsetti sig eðlilega, held-
ur meira yfir í óvaldaða hornið.
Þangað miðaði ég og spyrnti
lausum „súningsbolta", sem ég
hitti á alveg réttan hátt. Knött-
urinn stefndi fyrst í áttina að
óvaldaða horninu. Markvörður-
inn henti sér þangað, en þá
breytti knötturinn um stefnu í
loftinu og fór í löngum, aflíð-
andi boga yfir í gagnstætt horn,
meðan markvörðurinn lá á jörð
inni hinum megin og horfði fulj
ur undrunar á eftir honum inn
í netið. Það kemur fyrir að slíkt
og því um líkt heppnast. Af því
að ég var ekki þreyttur eftir
leikinn, var ég ekki fyllilega
ánægður með frammistöðu
mína. En belgísku blöðin voru
alveg uppi í skýjunum. í 4
dálka fyrirsögn var því slegið
föstu, að ég hefði 4 lungu og
gullfætur. Þvílíkur skáldskapur
sést sem betur fer sjaldan í
dönskum íþróttaskrifum. En
hinu skal ég ekki bera á móti,
að ég skrifaði þessa grein bak
við eyrað. Og það hefur verið
ánægjulegt að minnast hennar
í svo mörgum öðrum kappleikj-
um, þegar líða tók á seinni hálf
leik og mér hefur liðið eins og
ég hefði aðeins eitt lunga og blý
fætur. En þessi kappleikur sem
svo margir aðrir hefur kennt
mér það, að kappleikur er aldr-
ei fyrirfram tapaður og jafnvel
ekki heldur þó að talsvert sé
liðið á leikinn og útlitið sé ekki
sem bezt.
Ég þarf ekki að skammast
mín fyrir þá liandsleiki gegn
Svíþjóð, sem ég hef tekið þátt í,
Ég hef aldrei tapað fyrir Svíum
í Idrættsparken, en hins vegar
; hef ég aldrei unnið þá á Rá-
I sunda í heild er útkoman úr
leikjum ,,mínum“ gegn Svíumi
þannig: 2 unnir heima, 2 tapiað-
ir í Svíþjóð og 2 jafnir, einn
heima og einn að heiman. Ég
lék minn fyrsta landsleik gegn
Svíum árið 1943 og við unnumi
þann leik mjög óvænt 3—2. Það
liðu mörg ár þar til ég komst í
landsliðið aftur. Ég var kominn
yfir þrítugt, er ég fékk aítur
tækifæri til að leika gegn Sví-
um og þá sigruðum við einnig,
3—1. Á hinn bóginn hef ég allt-
af af einhverjum ástæðum leik-
ið fremur lélega gegn Norð-
mönnum. Ég hef unnið og tap-
iað, en aldrei verið ánægðurmeU
framanistöðu mína. Annars er
það yfirleitt þannig, að ég hef
leikið því betur, því sterkari
sem mótherjarnir voru. í Mosk-
va, þar sem okkur gekk illa, lék
ég minn bezta landsleik, Og í
Vín, Þar sem við töpuðum einn-
ig með miklum mun, fékk ég
ágæta dóma. í Glasgow töpuð-
um við „aðeins“ 1—3, en vorum
vafalaust mun lakari — þar
fékk ég ágæta dóma í skozku
dagblöðunum. Yfirleitt hafa er-
lendir blaðamenn verið mér
hliðhollari en innlendir. Það er
líkast til vegna þess, að við
fyrstu sýn verður maður svo
Framh. á 14. síSii.
Svavar I
er aðalþjálfari á frjálsí-
þróttanámskeiði KR, sem
heilst í f þróttahúsi Háskól-
ans í kvöld kl. 7. Námskeið
þetía mun standa til vors
og verður einn tími í
en þegar vorar verður
úti á Melavellinum. Nám-
skeið þetta er aðallega fyr-
ir byrjendur 16 ára og
yngri.
wwwwwwwwwwu