Alþýðublaðið - 15.01.1960, Side 11

Alþýðublaðið - 15.01.1960, Side 11
Ritstjóri: Örn Eiðsson Vaibjörn kjörinn íbróttamaður ársins Á ÞRIÐJUDAGINN voru talin atkvæði í kosningunni um „íþrótta- mann ársins 1959,“ en • kosning þessi fer fram á vegum Samtaka íþrótta- fréttamanna. Kjörinn var Valbjörn Þorláksson, ÍR, fyrir hin miklu afrek og sigra í stangarstökki á liðnu ári. Valbjörn var efst ur á sjö seðlum, þriðji á einum og tíundi á einum> en alls kusu níu íþrótta- fréttamenn. Valbjörn hefur unnið mörg frábær afrek í frjálsíþróttum á undanförnum árum, en þó er enginn vafi á því, að sl. 'sumar vann hann sína stærstu sigra og er vel kominn að þeirri sæmd að vera kjörinn „íþróttamaður ársins“. Hann sigraði tvívegis næsbezta stangarstökkvana Ev- rópu, Þjóðverjann Jeitner, en sá stökk hæst 4,57 í sumar. Einn tWWMMWWWWWWMWWWW í GÆR höfðu Samtök í- þróttafréttamanna boð inni á Naustinu og var boðið þangað þeim 10 í- þróttamönnum, sem hlutu flest atkvæði í kosning- unni um íþróttamann ársins. Atli Steinarsson, for- maður Samtakanna setti hófið og Iýsti úrslitum, en Valbjörn Þorláksson var kjörinn íþróttamaður árs- ins með töluverðum yfir- burðum. Einnig fluttu Vil hjálmur Einarsson og Benedikt G. Waage stutt- ar ræður við þetta tæki- færi. Var hóf þetta hið á- nægjulegasta. Þarna sjáið þið Val- björn með hinn fagra verðlaunagrip, sem á að keppa um í 50 ár, en síð- an er áformað að afhenda hann væntanlegu íþrótta- minjasafni. ig háði hann harða keppni við Evrópumeistarann Landström, en hann hafði orð á því í blaða- viðtali, að Valbjörn væri mjög hættulegur keppinautur. Met Valbjarnar nú er 4,45 m, en hann hefur stokkið hærra á æf- ingum. * SIGLFIRÐINGUR AÐ UPPRUNA Valbjörn Þorláksson er Sigl- firðingur að ætt og uppruna, | fæddist Þar nyrðra 9. júní 1934,' sonur Þorláks skipstjóra Þor- : kelssonar og konu hans Ástu! Jónsdóttur. j ‘íþróttaferill Valbjarnar hófst norður á Siglufirði, enda er í- þróttaáhugi þar mikill og hefur svo verið um langt árabil. Þar lagði hann stund á knattspyrnu og hélt því áfram eftir að hann fluttist til Keflavíkur 16 ára gamall. Það var eiginlega af tilviljun að Valbjörn hóf iðkun frjálsíþrótta. Hann var valinn sem varaskeifa í bæjarkeppni Keflvíkinga og Selfyssinga, og tók upp úr því að æfa sprett- hlaup, langstökk og hástökk. Eftir að Valbjörn futtist til Reykjavíkur hefur stangar- stökkið verið hans sérgrein. Einnig hefur hann tekið þátt í spretthlaupum, spjótkasti Og fjölþrautum með góðum ár- angri. + MIKLAR FRAMFARIR Ekki voru afrekin neitt sér- lega mikil í upphafi, en mjór er mikils vísir og framfarirnar voru örar. — Beztu afrek hans í stangarstökki frá upphafi verið þessi: — 1952: 3,35 m, 1953: 3,50 m, 1954: 3,68 m, 1955: 4,10 m, 1956: 4,30 m, 1957: 4,40 m, 1958: 4,42 m, 1959: 4,45 m. ÍC ÚRSLIT ATKVÆÐA- GREEÐSLUNNAR st. 1. Valbjörn Þorláksson, ÍR 86 2. Kristl. Guðbjörnss., KR 66 3. Ágústa Þorsteinsdóttir, Á 64 4. Guðmundur Gíslason, ÍR 62 5. Helgi Daníelsson, ÍA 40 6. Ragnar Jónsson, FH 38 7. Ríkharður Jónsson, ÍA 24 8. Vilhjálmur Einarsson, ÍR 20 9. Hilmar Þorbjörnsson, Á 18 10. Eyjólfur Jónsson, Þróttur 18 Aðrir 12 íþróttamenn, sem hlútu stig, eru: Eysteinn Þórð- ' arson, ÍR 13, Þórólyufr Beck, KR 11, Svavar Markússon, KR 8, Hjalti Einarsson, FH 7, Helga Haraldsdóttir, KR 6, Árni Njáls son, Val 5, Björgvin Hólm, ÍR 4, Sveinn Teitsson, ÍA 4, Guð- laug Kristinsdóttir, FH 3, Gunn laugur Hjálmarsson, ÍR 3, Hörð ur Felixson, KR 3 og Árrnann J. Lárusson, UMFR 1 stig. MWWWWWWWWWWWWWWW Á þessari inynd sést Vilhjálmur Einarsson af- henda Valbirni hina fögru styttu, en eins og kunnugt er sigraði Vilhjálmur í þessari keppni þrjú síðustu árin, en fékk ekki að varðveita styttuna, þar sem hún kom ekki hingað til lands fyrr en í haust. Áður hafði Vilhjálmur tekið við styttunni frá Atla Steinarssyni. — Ljósm.: Studío. | MWVWWWMWtWMWWWWWV i tir erlendis ALBERT THOMAS sagði eftir míluhlaupið í fyrri viku er hann fékk tímann 3:58,8, að það hefði komið sér á óvart hve tíminn var góður. Ég hefði getað meira, sagði Thomas. ítalska knatt- ÚRSLIT í ítölsku knatt- spyrnunni um síðustu helgi urðu sem hér segir: Alessandria—Padova 0—0 Atalanta—Udinese 0—0 Bari—Lazio 0—0 Bologna—Napoli 4—1 Fiorentina—Sampdoria 4—0 Genoa—Spal 0—1 Milano—Juventus 0—2 Palermo—Intcr 1—1 Roma—Lanerossi 3—1. Síaðan er nú þessi: .Tuventus 14 10 2 2 38-11 22 Lancrossi 14 4 3 7 12-19 11 Bari 14 4 3 7 10-17 11 Alessandria 14 1 9 4 7-18 11 Genoa 14 2 2 10 8-20 6 SÆNSKI íþróttaþjálfarinn Gc- org Bergfors, sem var þjálfari IR fyrir 14 árum er nýfarinn til Sviss, þar sem hann tekur þátt í þjálfaranámskeiði fyiir skíðakennara. Inter Fiorentina Milan Spal Bologna Roma Atalaftta Padova Lazio Uílinese | Palermo 14 7 5 2 23-13 19 14 8 2 4 30-14 18 14 7 4 3 20-12 18 14 6 6 2 17-11 18 14 7 3 4 22-13 17 14 5 4 5 18-19 14 14 4 6 4 13-15 14 14 5 3 6 13-18 13 . 14 3 7 4 11-18 13 14 3 6 5 12-17 12 14 4 4 6 13-19 12 14 4 4 6 14-22 12 14 2 7 5 10-15 11 Víkingur á Akranesi ÞRJÚ handkanttleikslið úr Víking fóru í keppnisför til Akraness s. 1. sunnudag. Háðir voru þrír skemmtilegir leikir og urðu úrslit þeirra sem hér segir: í meistaraflokki karla sigraði Víkingur ÍA 23:22 og höfðu Akurnesingar yfir í hálf- leik. — í 2. fl. karla sigraði ÍA með 13:9, en í 3. fl. Víkingur með 20:12 Alþýðublaðið — 15. jan. 1960 J J

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.