Alþýðublaðið - 15.01.1960, Page 14

Alþýðublaðið - 15.01.1960, Page 14
Fjármagn Framhald af 13. síðu. 'Verkefnin eru mörg og verða þau ekki talin að þessu sinni. En minna má þó á salt- vinnslu og sjóefnaverksmiðju, heymjölsverksmiðju, sem og betri nýtingu sjávarafurða, t. d. niðursuðu og lýsi til lyfja- gerðar svo eitthvað sé nefnt. Hvenær hægt verður að hefjast handa um nýjar fram- kvæmdir með erlendu fé og aðstoðar erlendra sérmennt- aðra manna, sem og fjármála- manna veit ég ekki. Á því verður víst nokkur bið. Reynslan hefur hingað til verið sú, að margir tala um þessa hluti, en ef eitthvað á að fara að gera, þá er allt ó- mögulegt. — Má nefna í þessu sambandi tómlæti forráða- manna þjóðarinnar um notk- un hverahitans í lækninga- skyni. — Margir merkir vís- indamenn hafa í nokkur ár athugað og rannsakað þetta mál, —gert um það skýrslur og tillögur, sem sendar hafa verið heilbrigðisráðherrum og ýmsum öðrum áhr famönn- um, en enginn hefur sinnt þessu hið minnsta hót. — Samt er hér um merkilegt velferðarmál að ræða, sem mun geta hjálpað mörgum, þegar framkvæmt verður. að ekki sé talað um fjárhagslega þýðing uþess fyrir fámenna þjóð. Því miður er þetta þannig í landinu. Tómlætið situr í fyr- írrúmi. En þrátt fyrir allt þá ■ verður aldrei hægt til lengd- ar að stemma stigu fyrir þró- uninni, fjármagnið kemur — framkvæmdir verða hafnar — til þess þarf breyttan hugs- unarhátt og á ýmsum sviðum aðra forráðamenn. — Okltur vantar tilfinnanlega menn, sem hugsa líka fyrir þjóðina í heild. Gísli Sigurbjörnsson. Betty Allen syngur 'BANDARÍSKA söngkonan Betty Allen heldur síðustu tón- ‘leika sína næstkomandi föstu- dag. Tónleikarnir verða haldnir í Austurbæjarbíói, og gefst al- menningi kostur á að sækja þessa tónleika. Á efnisskránni, sem er ný, eru lög meðal ann- ars eftir Dvorag, Hugo Wolf og Verdi. Söngkonan. hefur haldið tvenna tónleika fyrir styrktar- meðlimi Tónlistarfélagsins, og vakti fádæma hrifningu, sem sést bezt á því að á síðustu tón- Ieikum varð hún að syngja 5 aukalög. Stjórnarkjör í Þrótti fer fram um helgina Á MORGUN hefst stjórnar- kjör í Vörubílstjórafélaginu Þrótti. Verður kosið um tvo lista, A-lista, borinn fram af stjórn og trúnaðarráði félags- ins og- B-lista, borinn fram af Pétri Guðfinnssyni o. fl. A-Iistinn er skipaður þessum mönnum: Form. Einar Ögmundsson, — varaform. Ásgrímiur Gíslason, ritari Gunnar S. Guðmundsson, gjaldkeri Bragi Kristjánsson og meðstjórnandi Árni Halldórs- son. Varastjórn: Þorsteinn Kristj- ánsson og Alfons Oddsson. B-Iistann skipa þessir: Form. Pétur Guðfinnsson, varaform. SKEMMTIR ÞESSI fallega stúlka heit- ir Birgit Falke og er dönsk.. Veitihgahúsið Lídó hefur fengið hana til að skemmta gestum sínum með söng nokkur næstu kvöld. — Stúlka þessi hef- ur sungið á ýmsum skemmtistöðum á Norður- löndum, og einnig hefur hún sungið inn á fáeinar hljómplötur. Hér á landi verður hún aðeins stuttan tíma. HELSINGFORS (NTB-FNB): — Frá veðurathugunarstöðinni í Jockis fyrir norð-austan Ábo sást ameríska gervitunglið Dis- coverer V. í fyrsta sinn í dag. Samtímis sást líka Sputnik. TEHERAN (NTB-AFP); — 200 manna hafa verið handtekin í Teheran síðan alvarlegar óeirð- ir urðu í borginni s. I. mánudag. Segir ríkisstjórnin kommúnista standa á bak við óeirðirnar, sem orsökuðust af hinum hörðu próf- kröfum, sem stjórnin hefur sett háskólastúdentum. Stefán Hannesson, ritari Pétur Hannesson, gjaldketi Sigurður Bárðarson og meðstjórnandi Er- lingur Gíslason. Varastjórn; Guðmann Hann- esson og Árni Agnarsson. Nýr sendi- herra BANDÁRÍKJASTJÓRN hef- ur skipiað Mr. Tyler Thompson sem ambassador Bandaríkjanna á íslandi. Hinn nýi ambassiador hefur verið lengi í utanríkisþj ónust- unni, eða frá árinu 1931 og gegnt fjölda trúnaðarstarfa bæði heima og erlendis, einkum við sendiráð Bandaríkjanna í ýmsum löndum Evrópu. Hann hefur m. a. verið aðstoðarfram- kvæmdastjóri flóttamannahjálp ar Bandaríkjastjórnar og hafði yfirumsjón við aðstoð til ung- verskra flóttamanna. Nú sem stendur er hann aðal- ræðismaður Biandaríkjanna í Frúarefni... Framhald af 16. síðu. kannski öll hamingjusöm hjónabönd í heiminum á þessu. En þetta á fyrir sér að breytast. Margir karlmenn í hinni svörtu Afríku eru farn- ir að velja sér grannar og skólamenntaðar stúlkur. Marg ir menntaðir Afríkumenn segjast e!nnig skammast sín fyrir fáfræði kvenna sinna og hrikalegt útlit, en samt efast þeir um að grennri og mennt- aðri konur yrðu betri hús- mæður en þær. Ný stefnuskrá Framhald af 4. síðu. Því atriði, sem fyrir hefur verið í stefnuskrá flokksins um að aðskilja ríki og kirkju, er nú sleppt, en óákveðið orða- lag tekið upp í staðinn um, að sambandið milli ríkis og kirkju skuli fara eftir megin- reglum lýðræðis og trúfrels- is. Sérstök nefnd fjallar ann- ars um þessi mál. Mikil áherzla er lögð á at- vinnumenntun og mennlngar- mál, og fjölskyldan sem grundvallareining þjóðfélags- ins er styrkt. Sama gildir um húsnæðismál og æskulýðs- mál. (H. Am. í Arbeiderbladet). 15. jan. 1960 — Alþýðublaðið ... w M Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug: Gullfaxi fer til Glasgow og K. mf. kl. 08.30 i dag. Væntan- leg aftur til Rvk kl. 16.10 á morgun. — Hrímfaxi fer til Oslo, Kmh. og Hamborg- ar kl. 08.30 í fyrramálið. — Innanlandsflug: í dag er á- ætlað að fljúga til Akureyrar, Fagurhólsmýrar, Hólmavíkur Hornafjarðar, ísafjarðar, — Kirkjubæjarklausturs og Vestmannaeyja. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akur- eyrar, Blönduóss, Egilsstaða, ísafjarðar, Sauðárkróks og V estmannaey j a. Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell er í Rvk. Arnarfell er á Siglufirði. Jökulfell er væntanlegt til London 17. þ. m. Dísarfell fer í dag frá Horna- firði áleiðis til Hamborgar, —• Malmö og Stettin. Litlafell fer í dag frá Rvk til Vestm.eyja og Þorlákshafnar. Helgafell átti að fara í gær frá Ibiza áleðiis til Vestmannaeyja og Faxaflóahafna. Hamrafell fór 12. þ. m. frá Batum áleiðis til Reykjavíkur. Jöklar h.f.: Drangajökull var við Fin- esterra 12. þ. m. á leið til Rvk. Langjökull lestar á Eyja fjarðarhöfnum. Vatnajökull er í Reykjavík. Veðriös Hæff A.-átt, skýjað, — frost 1-3 stig. Slysavarðstofan er opin all- an sólarhringinn. Læknavörð ur LR fyrir vitjanir er á sama stað kl. 18—8. Sími 15030. -o- NÆTURVÖRZLU vikuna 8. —15. þ. m. hefur Reykjavík urapótek. Sími 11330. -o- Fríkirkjan: Væntanleg frem- ingarbörn í vor og haust eru beðin að koma til viðtals í Fríkirkjuna n. k. þriðjud. kl. 6.30. Séra Þorsteinn Björnsson. -o- Fermingarbörn í Nessókn —■ (fædd 1946), sem fermast eiga á þessu ári, bæði í vor og að hausti, mæti við guðs þjónustu í Neskirkju á sunnudaginn kemur 17. jan. kl. 1. Séra Jón Thoraren- sen. -o- . Frá Guðspekifélaginu. Dögun heldur fund í kvöld kl. 8,30 í Guðspekifélagshúsinu. Sig valdi Hjálmarsson flytur er indi: „Tvær leiðir“. Kaffi í fundarlok. -o- Breiðfirðingafélagið heldur kynningarkvöld með félags vist og fl. í Breiðfirðinga- búð í kvöld, föstudag. Er það fyrsta kvöldið af fjór- um, sem það heldur í vetur. Góð spilaverðlaun verða veitt eftir hvert kvöld og að lokum heildarverðlaun. -o- Skipaútgerð ríkisins: Hekla er væntanleg til Rvk í dag að vestan úr hringferð. Esja fer frá Akureyri í dag á austurleið. Herðubreið fór frá Rvk í gær austur um land til Akureyrar. Skjaldbreið fer frá Rvk kl. 20 í kvöld til Breiðafjarðarhafna. Þyrill er væntanlegur til Siglufjarðar á hádegi í dag. Herjólfur fer frá Rvk kl. 21 í kvöld til Vest mannaeyja. Baldur fer frá Rvk í kvöid til Sands, Gils- fjarðar- og Hvammsfjarðar- hafna. -o- Matreiðslunámskeið Hús- mæðrakennaraskóla íslands hefst í janúar. Nemendur geta komist að sökum for- falla. Upplýsingar 1 símum 16145 og 15245. Helga Sig- urðardóttir. Skólastjóri. -o- Aðalfundur Félags járniðnað- armanna verður haldinn mánudaginn 18. þ. m. kl. 8 e. h. í Iðnskólanum. Dag- skrá: VenJuleg aðalfupdar- störf. Önnur mál. — Félag- ar eru hvattir til að fjöl- menna og mæta stundvís- lega. Föstudagur 15. jan.: 18.30 Mannkyns- saga barnanna. —• 18.50 Framburð- arkennsla í spænsku. 19.00 Kórsöngur: Lög úr óperum. 20.30 Kvöldvaka: — a) lestur fornrita. b) Lög eftir Björg- vin Guðmundss. c) Frásöguþáttur: Heimsókn í Hrafn kelsdal; fyrri hl. d) Rímnaþáttur. 22.10 Upp- lestur: „Snjólaug“, smásaga eftir Ólöfu Jónsdóttur (Höf. les). 22.30 íslenzkar dans- hljómsveitir: Neó-tríóið leik- ur. 23.00 Dagskrárlok. -o- LAUSN HEILABRJÓTS: Af þeim 78, sem drekka kaffi, eru 78=48 = 30, sem ekki drekka te. Af þeim 71, sem drekka te, eru 71 = 48 = 23, sem ekki drekka kaffi. Þeir, sem drekka kaffi ein- göngu: 30, þeir, sem drekka te eingöngu: 23 að viðbætt- um þeim, sem drekka hvort tveggja: 48, er alls 101. Þar eð kannað var hjá aðeins 100, hlaut skýrslan að vera röng.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.