Alþýðublaðið - 20.01.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.01.1960, Blaðsíða 3
NEGRANA MA ALDREI VANTA ÍSL. SKREIÐ SAMKVÆMT upplýs- iugum, sem blaðið hefur fengið hjá skreiðarsam- laginu var flutt út skreið fyrir 74—75 milljónir kr. árið 1959. Skreiðarverkun var bað ár aðeins meiri en árið 1958 og útflutningur aðeins meiri. Nam þurrt skreiðarmagn 7300 lestum. Langmest var flutt út til Ni- geríu í SV-Afríku, en aðeins lítið til ítalíu. Svo að segja öll skreiðin er greidd í frjálsum sterlingspundum. VERÐIÐ SVIPAÐ Verðið var svipað og árið áð- ur nema á ftalíu. Þar hefur verðið farið hækkandi. Fyrst þegar fslendingar hófu að selja SKAFTAFELLI í gær. SKEIÐARÁ hefur vaxið tals vert í gær og í nótt. Áin sást illa héðan í gær vegna skaf- renningsbyls. Hins vegar hefur hún sést greinilega í dag. iMá glöggt sjá, að vatnið hef- ur vaxið mikið í vestasta far- veginum, en nokkuð af ánni fell ur nú vestur með jöklinum. tJr því að vatn er farið að vaxa til muna í þeim farvegi, eru síma- Iínurnar yfir Skeiðarársand í yfirvofandi hættu. Sennilega er vatsmagnið í Skeiðará nú orðið allt að því tvöfalt miðað við venjulegt sum arvatn í ánni. R.S. „EFTIR ÁÆTLUN“ Þetta gengur allt ,,eftir áætl- un“, ef svo má segja, sagði Sig- urður Þórarinsson jarðfræðing- •ur Alþýðublaðinu í gær. Að lík indum á áin eftir að vaxa mikið •enn áður e nhlaup verður og munu sennilega líða nokkrir dagar þangað til, sagði Sigurð- ur. Venjulegt sumarvatnsmagn í Skeiðará er um 300 tenings- metrar á sekúndu. Við seinasta hlaup, árið 1954, komst vatns- magnið í Skeiðará upp í á 8. þús. teningsmetra á sekúndu, en um 10 500 tm/sek í sjálfu hlaupinu. Má því búast við, að vatncmagnið 20—30-faldist áð- ur en hlaupið verður, sagði Sig- urður. í stórhlaupum áður fyrri komst vatnsmagnið í Skeiðará upp í 40—50 þús. teningsmetra á sekúndu, en það saipsvarar nærri hálfu vatnsmagni Ama- zon-fljótsins. skreið á Ítalíu fengu þeir held- ur lægra verð en Norðmenn, en sl. 4—5 ár hefur verðið, sem fs- lendingar fá, þokazt upp í norska verðið og þó heldur bet- ur. Verðið á ítalíuskreiðinni er talsvert hærra en á Afríku- skreiðinni, enda valin vara, sem ítalirnir vilja, annað kaupa þeir ekki. OÞURRKAR VALDA ERFIÐLEIKUM Hinir miklu óþurrkar sl. sum ar ollu framleiðendum miklum erfiðleikum, þar sem skreiðin þorrnaði seint og illa og fékk á sig jarðslaga. Afleiðingin verð- ur þá verðfall. Fæst 0—7 % lægra verð fyrir jarðslagaða skreið en óskemmda vöru. Mun samlag skreiðarframleiðenda hafa látið gera ýmsar athugan- ir á ‘hvernig hægt verði að sporna á móti jarðslaganum og gert ráðstafanir til að framleið- endur geti fengið hentug tæki, sem notast á svipaðan hátt og súgþurrkun á hey. Einnig mun Fiskifélag íslands undir forustu dr. Þórðar Þorbjarnarsonar beita sér fyrir rannsóknum sem miða að því að forðast bennan vágest, sem veldur árlega miklu tjóni, en þó aldrei meira en í ár að vitað sé. uði ársins, því að aldrei má negrana vanta íslenzku skreið- ina, þar eð þá gætu þeir hlaup- ið yfir til Norðmannanna aftur. En það eru aðeins íslendingar og Norðmenn, sem selja skreið til Afríku og þá svo að segja ein göngu til Nigeríu, sem fær fuilt sjálfstæði á næsta ári. EITT AF OKKAR BEZTU VIÐSKIPTALÖNDUM Þegar frá eru talin Banda- ríki N-Ameríku og Rússland er Nigería eitt okkar bezta við- skiptaland, borgar t. d. allt í hörðum gjaldeyri, en við kaup- um aftur á móti ekkert ai þeim. En við getum verzlað hvar sem er í veröldinni með hið ágæta andvirði skreiðarinnar, sem svertingjamir láta okkur i té^ Ef afli verður svipaður og áð ur er útlit fyrir, að sízt verði minni skreiðarverkun í ár en sl. ár. Margir skreiðarframleiðend ur hafa undanfarið fengið efni í viðbótarfiskhjalla, svo og tii við halds eldri hjöllum. Einnig hafa margir eigendur hinna nýju skipa pantað efni í skreiðar- hjalla og hyggjast verlca afla skipa sinna. Allt við Ibað sama HLJÓTT hefur verið um land helgismálið að undanförnu. — Blaðið leitaði bví upplýsinga í gær hjá Landhelgisgæzlunni, hvernig stríðið við Bretann gengi, og fara þær hér á eftir: Frá því í byrjun desember hafa Bretarnir aðeins haft tvö verndarsvæði fyrir togara sína. Bæði verndarsvæðin eru fyrir Austurlandi. Aflabrögð brezku togaranna innan þeirra hafa verið mjög léleg. Aðeins 1—3 togarar hafa verið að veiðum í einu á vemd- arsvæðunum. Brezku togararn- ir leita ekki landvars við Is- land, svo að Landhelgisgæzl- unni sé kunnugt. Sigga Vigga BÚH> AÐ FLYTJA ÚT 10% Afskipun á framleiðslu 1959 hófst fyrst í sept. sl. ár eða nokkru seinna en venjulega vegna óþurrkanna. Hafði t. d. Samlag skreiðarframleiðenda flutt út um áramót liðlega 40% af ársframleiðslunni. En búizt er við örum útflutningi næstu mánuðina. Skreiðin verður að jafnast í útflutningi á alla mán- 3 róa frá Stokkseyri Stokkseyri, 17. jan. HÉR á Stokkseyri ganga 3 mótorbátar í vetur sá fyrsti fór í róður í morgun, Hólmsteinn II. og fékk 3V2 tonn. Hann var með 20 bjóð, hinir bátarnir eru að búa sig á veiðar. „Eins og þér vitið, er það venja hrjá okkur í starfsmanna- félaginu að sýna leikrit á árshátíðinni okkar. Nú vill svo einkennilega til, að ein persónan í leikritinu, sem við erum að hugsa um að taka fyrir í ár, er gamall, fordrukkinn nirfill . . Alþýðublaðið — 20. jan. 1960 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.