Alþýðublaðið - 20.01.1960, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.01.1960, Blaðsíða 7
DAGSBRUNARFUNDUR var haldinn í Iðnó í gærkvöldi. Jón Hjálmarsson. Var |það kosningafundur, þar sem kosningar fara nú í hönd. Framsögn af hálfu B-Iistans hafSi Jón Hjálrnarsion. Ræddi hann um vandamálin, sem blasa við í dag, með tilliti til kjara- I baráttu verkamanna. -Taldi hann efnahagsberfiö eins og það er f dag harla götótt, og | mætti öUum vera ljós hin ríka | nauðsyn á ráðstöfunum til að | hefta vóxlverkanir í hækkun, kaupgjalds og verðlags. Sagði hann að á skömmum tíma yrði að engu gerðar þær kjarabætur, sem verkamenn hefðu náð, oft með löngum og hörðum verkföilum. Að lokum rakti hann Það, sem á undan er gengið £ efnahagsmálum þjóðarinnar. í ræðu, sem Eðvarð Sigurðs- son flutti, viðurkenndi hann til hálfs, að atvinnurekendum hefði haustið 1958, þegar samið var við Dagsbrún, verið lofað verðhækkun til þess að mæta kauphækkuninni. Fundurinn var mjög fjöl- mennur, tóku margir til máls, og urðu umræður heitar á köfium. Ný námskeið templara TÓMSTUNDAHEIMILI templ- ara { Reykjavík og Hafnarfirði eru nú að hefja starfsemi sína aftur, að afloknu jólahléi. Nám skeið heimilana fyrir áramót voru mjög vel sótt, og voru þátttakendur um 240 í 16 fl. Öflug starfsemi Taflfélags Akraness STARFSEMI Taflfélagjs Akraness stenlur nú með með núklum blóma, og hefur félag- ið taflæfingar reglulega á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum. Fara æfingar þessar fram í bæjarþingsalnum við Kirkju- braut 8. Formaður félagsins er Gunnlaugur Sigurbjötrnlsson. Síðastliðið starfsár hófst með því, að haldið var svonefnt Haustmót T.A. og var teflt í fyrsta Oa öðrum flokki, einnig var teflt, í unglingaflokki. Hjá fyrsta flokki lauk mótinu rétt fyrir jól, var tefld tvöföld um- ferð. Úrslit urðu þau að efstur varð Guðmundur P. Bjarnason með 5 vinninga og hlaut hann sæmdarheitið „Skákmeistari T. A. 1959, en nr. 2—3 urðu þeir Guðni Þórðarson og Þórður Eg- ilsso nmeð 3 vinn. hvor. í öðrurn flokki voru þátttak- endur 14 að tölu. en þar varð sigurvegari Guðjón Stefánsson með 12 vinninga. Nr. 2 varð Ingimar Halldórsson méð 11 vinn., en Ingimar er aðeins 11 ■ ára gamall. Nr. 3 varð Jóhann Jóhannsson með QVz vinn. Tveir | hinna efstu flytjast upp í 1. fl. í þriðja flokki voru þátttak- endur 20 og var keppt eftir Monradskerfi. 11 umferðir voru tefldar. Efstir og . jafnir voru Jón Alfreðsson 10 ára Og Jón Sigurðsson með 9 vinn. og flytj- ast þeir upp í annan flokk. í Hraðskákmóti T.A., sem háð var 10. þ. m., varð sigurvegari Vigfús Runólfsson með 13Ví> vinn. Skákþing Akraness hófst 19. þ. m. og verður keppt í 1., 2. Franihald á 10. síða. 1 ÞESSI Alþýðublaðsmynd var tekin í gær. Maður- ínn er að beita línu, þótt ekki séu það kindalungu, sem hann hefur í beitu, en heyrzt hefur að Horna- fjarðarbátar noti þá beitu með góðum árangri á ver- tíðinni í Vestmannaeyj- um. Það mun hafa þekkzt á Norðurlandi áður fyrr að kindalungum væri beitt til fiskjar. Formenn irnir í Vestmannaeyjum eru sagðir hafa mikinn hug á Því að reyna þessa beitu núna á næstunni. MMMHMMMMMMMMUMMMt Alúðar þakkir mínar og konu minnar flytjum við öllum þeim, er hjálpuðu til við leit að vélskipinu Rafn- kell, GK 510, bæði á sjó og í lofti, og þeim mörgu, sem þátt tóku í leit á fjörum, og öðrum þeim, er veittu ó- metanlega hjálp við hinn sorglega atburð, er gerðist aðfaranótt 4. þ. m., er vélskipið Rafnkell frá Garði hvarf í hafið með allri áhöfn. Sömuleiðis flytjum við öll, aðstandendur hinna látnu sjómanna, hjartans þakk- ir fyrir alla samúð og hluttekningu er við höfum orðið aðnjótandi við hið sorglega slys — og biðjum öllu.þessu fólki gæfu og guðs blessunar á þessu nýbyrjaða ári og alla tíma. Fyrir hönd aðstandenda. Guðmundur Jónsson Rafnkelsstöðum. mmning- 75 ára í dag Jóhanna Árnadóttir 75 ÁRA verður í dag Jó- hanna Guðbjörg Árnadóttir. Jóhanna er fædd 20. janúar 1885 að Láganúpi í Rauðasands hreppi. Bjó hún þar hjá afa sínum og ömmu til 12 ára ald- urs, en þá lézt afi hennar, og við búinu tók sonur hans, og MIKIÐ fjölmenni var við- statt minningarathöfnina um sjómenninga, sem fórust með Rafnkeli, er fram fór í Útskála- kirkju s. 1. sunnudag. Séra Guðmundur Guðmunds son sóknarprestur flutti minn- ingarræðuna, Kristinn. Halls- son söng við undirleik Páls Kr. Pálssonar og kirkjukórar Út- skála- og Hvalsneskirkju sungu. Var athöfn'n mótuð af djúpri sorg og samúð í minningu um hina látnu sjómenn. Jólianna Árnadóttir. hjá honum var Jóhanna þai' til hún gifti sig 20 ára gömul. Hún giftist Bæringi Bjarna- syni árið 1904, eignuðust þau 9 börn saman. Maður hennar lézt 1943. Jóhanna á 42 barna- börn, þar af eru 7 barnabarna- börn. Jóhanna býr hjá syni sínum á Patreksfirði, en í dag dvelur hún hjá syni sínum Hermaitni Bæringssyni í Barmahlíð 51j Jóhanna er við mjög góða heilsu, og hefur unnið aila venjulega vinnu fram að þvi að hún slasaðist í fyrra, en hún hefur nú að mestu náð sér, og vonast til að geta gengið .til' vinnu áður en langt u.m líður. Jóhanna er ein af þeim ham- ingjusömu manneskjum, sem hefur haft trú á lífinu ög. því góða í hverjum manni, og get- ur nú á seinni hluta ævi sinn- ar litið til baka og fagnað sigrif yíir erfiðle'kunum, og glaðzt vfir góðu hlutverki, sem hefun verið vel af hendi leyst, og csk- um við henni til hamingju. I Alþyðublaðið — 20. jan. 1960

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.