Alþýðublaðið - 20.01.1960, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.01.1960, Blaðsíða 4
ÞAÐ er ósköp mikið talað iiai bækur dagana fyrir jól á á”i hverju, mikið keypt af bókurn og tulsvert logið um tiátíðarnar, milli máltíða. Bókaútgefendur fara hamför- uhi, auglýsingarnar bylja á fólki eins og látlaust haglél, og sumar bækur eru auglýst- ar svo hóflaust, að mönnum slær fyrir brjóst og fá jafn- vel andstyggð á bókinni, al- saklausri. . Prentsmiðjurnar spúa milijónum af prentuðum pappírsörkum, og bókbindur- um gefst varla svefnfriður. Asinn og’ æðibunugangurinn segir líka til sín í slæmum prófarkalestri. misjafnri á- ferð og skakkt innbundnum örkum. Nær bví öll okkar bókaút- ;gáfa m ðast við blessaða fæð- inaarhátíð frelsarans, þótt ekki sé það kannski allt í hans anda, sem út er gefið. Þessi jólaútgáfusiður útgefenda er orðinn svo magnaður, að varla getur heitið, að bækur komi út á öðrum árstíðum. Hiá i sumum prentsmiðjum er jafn vel skortur a viðfangsefnum, þegar jólahríðin er gengin hjá. En þessi vitgáfufaraldur á jólaföstu hefur ýmsa aðra ó- kosti í för með sér, en þann, að of lítill tími gef'st til að veita öllum bókum sómasam- iegan frágang. Sumar góðar fcækur kafna, að kalla má, í steypiflóðinu, þær koma lítt fram í búða?luggana. og út- ■gefendur hafa ekki allir bol- magn til að koma þeim nægi- lega á framfæri í augljrsing- um. Þá hafa kaupendur, sem miða bókakauD sín við jóla- hátíðina, lítinn tíma til að átta sig og velja. Bækurnar æru nýútkomnar og asf á öll- um. Þar við bætist sá ókost- urinn, að megnið af jólabók- unum er ekki valið af þeim, sem eiga að eignast þær, því að flest af bókunum er senni- lega kevpt til gjafa. Það eru gefendurnir, sem velja. Sjálfsagt vita útgefendur gerst hvað þeim sjálfum og hag þeirra hentar bezt, þegar nær öll bókaútgáfa í landinu -er miðuð við síðustu vikur árs'ns og sjálf jólin. En ótrú- legt má þó virðast, að ein- hverjir þeirra a. m. k. sjái -ekki einhverja vankanta á þessari tilhögun og þessu æð- isgengna kaDphlauoi. Ég hef aldrei dvalizt í öðrum lönd- um á jólaföstu. og er bví ekki kunnugt um, hvort þetta er alsiða, eða hvort fyrirbrigðið -er að mes+u leyti íslenzkt. En marg'r telia þó, að íslending- ar kaupi öðrum þjóðum frem- ur bækur til jólagjafa, og væri ekki nema gott eitt um það að segia, ef fullvíst væri, að menningargildi þeirra bóka, sem mest eru seldar og vraldar til slíkra gjafa, væri ótvírætt og jafnvel meira og iafnara en hiá öðrum þjóðum. En því er nú verr, að misjafn er sauðurirm í mörgu fé, og svo er einnig hér. Það eitt er ekk'.einhlítt til að hljóta virð- ingarheitið bókaþjóð, að kaupa hlutfallslega mikið 20. jan. 1960 — magn af þókum, ef ruslið er ef til vill yfirgnæfandi. Sum- ir telja það líka stundum höf- uðkost á bqk, að hún sé rituð af íslenzkum höfundi. En það er sannast sagna, að við mættum þakka fyrir að fá fleiri þýddar bækur erlendra snillihöfunda á markað nn í stað þeirra nauðaómerkilegu íslenzku eldhússreyfara sumra, sem mest eru seldir og *,• • * m qnfI • ■ • • • ■ ■*• ■ ».• ■ »•••■.• ■ • * • j Ragnar Jó~ hannesson snúa sér, sem vill vanda valið á jólabókunum, ' sem hann ætlar að gleðja góða vini með? Að sjálfsögðu þekkir hann eitthvað til ýmissa þekktra rithöfunda, af eldri bókum þeirra. Þó er sú þekk- ing ekki alltaf einhlít; þekk- ing fólks á þókum auk þess ærið misjöfn, eins og eðlilegt er. Enginn óvitlaus maður tekur mark á æskiskrifum og upphrópunum auglýsend- anna, þeirra, sem hæst gala. Hvar er þá leiðbeiningu að fá? Margir munu þá leita leið- sagnaf þeirra, sem í blöðin skrifa, enda er það rúm blað- anna, sem.ekki fer undir aug- lýsingar dagana fyrir jólin, að miklu leyti helgað nýútkomn um bókum. Og erum við þá komnir að bókmenntakynn- ingunni eða bqkagagnrýninni. Þ.ví, sem ritað.er um bækur í íslenzk blöð, mætti skipta í tvo flokka — og þó eiginlega þrjá: a) bókafréttir; b) hlut- dræga gagnrýni og c) hlut- læa'a gagnrýni. Stundum grípa blöðin til þess í rúmleysi að birta hóka- fregnir; segja frá útkomu nýrra bóka og gera stuttléga grein fyrir efni þeirra. Þetta er góðra gjalda vert, ef sam- vizkusamlega er af hendi leyst. Lesandinn getur þó fengið einhyerja nasasjón af verða fyrir sárum vonbrigð- um. En sem betur fer er líka til það, sem ég vildi þalla hlut- læga' gagnrýni. Qagnrýnand- inn skr far um bókina eftir grandskoðun og rækilegan lestur og samkvæmt beztu samvizku — gagnvart siálf- um sér, .verkinu sjálfu og les- andanum. Óneitanlega er þeim mönnum mikill vandi á höndum, sem taka slíkt starf að'sér, ög fáum rithöfundum er napðsynlegra að gæta hófs. Skáldum og rithöfundum er auðvitað sárt um verk sín, sem þeir hafa lagt sál sína og krafta í, og ósanngjam rit- dpmur getur gert viðkvæmum listamanni mikið tjón. Sem betur fer sjást slík r ritdóm- ar sjaldnar^nú en áður. Nokkrir velmenntir og sam vizkusamir ritdómarar skrifa nú að staðaldri í íslenzk blöð. En þar byrftu fleiri að leggja hönd að verki. Sumum af- kastamestu ritdómurunum hlýtur að vera ofætlun að skrifa svo mikið og ört um bækur og þeir hafa gert stund um. einkum í jólakauptíðinni. í vönduðum ritdómi liggur mikil vinna, og lestur margra og ólíkra bóka er tímafrekur. Það er sannfæring mín, og faunar reynsla, að óráðlegt sé og óhvggilpgt að skrifa dóm um bók þegar effir fvrsta lesnir og ómaklega lofsungn- ir. En sá ófögnuður virðist jafnvel fara í vöxt, að hamp- að sé gagnrýnislaust gildislitl- um skáldsögum, bara af því að þær eru skrifaðar af ís- lenzku fólki. Það verður að teljast harla vafasamt, hvort bókmenntasmekk íslendinga hefur farið fram eða hrakað síðustu áratugina. Hér hvílir þung ábyrgð á emum hóp manna, en það eru þeir, sem fást við þá grein rit- mennsku, sem kölluð er bók- menntagagnrýni. Og þar eru stundum nokkuð veikir hlekk ir í þjóðmenningarkeðjunni, því að sumir þessara manna virðast oft ekki gera sér ljósa þessa ábyrgð, sem þeir taka á sig gagnvart þjóð sinni, þeg- ar þeir taka að sér að skrifa um bækur. Ég gat þess áðan, að sá, sem ætlar sér að kaupa bæk- ur t;l jólagjafa, hafi oftast nær lítið ráðrúm. Hann verð- ur að hafa keypt gjafir sínar fyrjr jól, og bókunum er ein- mitt að skefla á markaðinn síðustu dagana fyrir jól, al- veg fram á síðustu stund. Hvernig á nú sá kaupandi að því hverrar tegundar bókin er, um hvað hún fjallar í höfuðdráttum. Þetta getur því stundum verið nokkur leið be.ning. Um hlutdræga gagnrýni er alltof mikið í íslenzkum þóka- skrifum, og ber þar miklu meira á góðviljaðri gagnrýni en illviljaðri, — þetta er stað- reynd, enda þótt einstaka hörundsárum skáldum og rit- höfundum finnist stundum annað. Aðferðin til að fá þessa velviljuðu gagnrýni fram er býsna þekkt: Útgefandi, höf- undur eða þýðandi sendir ein- hverjum „gagnrýnanda“ bók- ina að gjöf með ísmeygiiegum tilmælum um, að hann skrifi eitthvað „gott og fallegt“ um verkið. Viðtakandi verður feginn sendingunni, veit að æ sér gjöf til gjalda, er kann- ski auk þess kærleiksrík sál. Skrifar síðan hólgrein um bókina, hefur finnanlega kosti til skýjanna, en sleppir öllum göllum. Þetta.er vinsælt verk hjá aðstandendum bókanna, en miður hjá þeim, sem glæp- ast á að kaupa þær fyrir lofs- vrði „gagnrýnandans11 og lestur, á sama hátt og það er óhyggilegt skáldi að snara nýortu kvæði í prentsmiðj- una samdægurs. Það hlýtur að vera nauðsynlegt hverjum ritdómara, hversu skarp- greindur og víðlesinn sem hann kann að vera, að hug- leiða lesturinn nokkurn tíma, jafnvel vikur, lesa bókina síðan að nýju .og gera þá sín- ar athugan;r. Ég efast stór- lega um, að þeir, sem mest skrifa um bækur hér á landi, gefi sér nægan tíma til slíkra vinnubragða, sérstaklega í jólaösinni, þegar vafalaust er rekið mikið eftir þeim og þeir krafðir skjótra umsagna um bækur. Hér hefur eingöngu verið rætt um ritfregnir og umsagn ir dagblaða, með tilliti til leiðbeininga handa hinum al- menna bókakaupanda í jóla- kauptíðinni. Svo eru auðvit- að til tímarit, sem líka ræðá um nýjar bækur, en þar sem þau eru þyngri í vöfum, og yfirgnæfandi meirihluta bóka kemur út vikurnar fyrir jól- in, hafa tímaritin lít'l tök á að verða fólki að liði og til leiðbeiningar í þessu efni. Hins vegar ge’a tímarit haft miklu hlutverki að gegna í þessu máli, og væri æskilegt að vegur íslenzkra bók- menntatímarita yx.i, svo að bæði lesendur, höfundar og útgefendur tækju mikið tillit til þeirra. En því er nú verr og mið- ur, að íslenzk tímarit eru of lítils megnug, og ekki verður sagt, að neitt sannkallað bók- menntatímarit sé nú til á ís- landi — víðsýnt og skorulegt rit, sem flytur markverða fræðslu um innlendar og er- lendar bókmenntir og listir. Hins vegar hafa menn verið ólatir að byrja útgáfu tíma- rita, sem hjarað hafa lengri eða skemmri tíma við fátækt og kotungsbrag. Og enn koma nokkur tímarit út, en öll eru þau of smá' og vanmáttug. S'um eru ■ málgögn . vissra fé- laga og jafnvel stjórnmála- skoðana, og geta varla talizt málgögn frjálsrar hugsunar. Hefur þessi pólitíski dilka- dráttur áreiðanlega gert and- legu lífi á íslandi, bókmennt- um og listum, æi’lnn skaða á undanförnum árum. Ég er alls ekki að mæla með því, að skáld og listamenn séu hlut- laus viðrini í stríðum sinnar tíðar, bókmenntirnar eiga sannarlega ekki að hika við „at sætte Problemer under Debat“, hins vegar er óhugs- anlegt, að það geti nokkura tíma orðið listinni til þroska eða vegsauka að verða eíns konar dráttarkerra aftan í jeppum stjórnmálaflokka. Hin sjálfstæðu tímarit okk- ar eru fremur fá og megna ekki að vera atkvæðamiklir leiðarsteinar í bókmennta- heirni vorum. Skírnir, hið virðulega rit Bókmenntafé- lagsins, gefur sig aðallega við einni fræðigrein, fornum bók- menntum, Iðunn, það merka tímarit, sálaðist fyrir meira en tveimur áratugum, og er mikill skaði að; Eimrejðin hiarir enn, en með miklum erfiðleikum þó; Nýtt Helga- fell kemur út einstaka sinn- um, en er aðeins svipur hjá sjón, miðað við Helgafell þeirra Magnúsar Ásgeirsson- ar.og Tómasar Guðmundsson- ar, það var tímarit, sem sóp- aði að á bókmenntasviðinu, og hefur ekkert komið í þess stað. Eins og menn sjá, er þetta vandræðaástand og lítt sæm- andi þjóð, sem þykist nokkur af menningu sinni og bók- hneigð. Því verður varla í móti mælt með nokkram hald rökum, að hér vantar tilfinn- anlega öflugt, óliáð tímarit, sem gefið getur sig óskipt að bókmenntum og listum, bæði á þjóðlegan og alþjóðlegan hátt, getur flutt greinagóðar og vandaðar umsagnir nm bækur, listamenn og rithöf- unda, atefnur og sögur. Slíkt tímarit þarf ekki einungis að fjalla um íslenzkar nútíma- bókmenntir. heldur og birta ýtarlegar fræðsluritgerðir um hókmenntir annarra þjóða, rit aðar af þarlendum mönnum, — að hætti góðra útlenda Framhald á 14. síðu. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.