Alþýðublaðið - 20.01.1960, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 20.01.1960, Blaðsíða 14
Bókaútgáfa . .. Framhald af 4. síðu. tímarita af þessari gerð. En ekki er nóg að benda á þörfina og finna til hennar. Við búum við fátækt og fá- menni, og slíkt tímarit vant- ar fjárhagsgrundvöll. Fjár- skortur hefur drepið mörg ís- lenzk tímarit. Þó er furða, hve almenningur hefur. verið þrautseigur að kaupa slík rit, og sýnir það nauðsynina. En kraftarnir hafa verið of sundraðir að baki tímaritun- um og þau of mörg. Víða erlendis, t. d. á Norð- urlöndum, standa öflug bóka- útgáfufyrirtæki að baki vönd- uðum bókmenntatímaritum (Bonniers, Gyldendal o.s.frv.). Vera má, að ekkert fyrirtæki hérlent sé nógu öflugt til að halda slíku riti úti. En hafa ekki góðir útgefendur, sem vanda vilja útgáfu sína og vinna með henni þjóðþrifa- verk, komið auga á þá leið að standa margir saman að einu, sterku tímariti, undir stjórn vel menntaðra manna, sem hvork; væru um of háðir stjórnmálaklíkum né bóka- forlögum? Forlögunum sjálf- um ætti að vera það styrkur og sómi að fá í slíku rlti víð- sýna og holla gagnrýni á störf sín, auk víðtækrar kynningar á rithöfundum og menning- arstraumum, innlendum og erlendum. Með þessum hætti gæti bókmenntagagnrýni vor hafizt upp úr kotungsbragn- um og þröngsýni smáborgara- háttar og kunningsskapar. Líka er óþarfi að vantreysta skilningi almennings á slíku fyrirtæki. Ef myndarlega er af stað far!ð, mundi það fá góðar viðtökur, og útgáfufé- lögin vinna íslenzkri menn- ingu þarft verk og auka um leið sóma sinn og traust með þjóðinni. Ef til vill væri hægt með þessum hætti að hefja hin gömlu tímarit, Eimreið- ina og Iðunni, til vegs og virð- ingar. Auðvitað er til opinber að- ili, sem innt gæti af hendi þarft hlutverk á þessu sviði, — og sér samboðið, en það er Menningarsjóður. Það gefur nokkur fyrirheit og eftirvænt ingu, að e'nn fyrirferðarmesti bókagagnrýnandi í blaða- mannastétt hefur gerzt rit- stjóri Andvara, hins vegar er á það að líta, að Menningar- sjóður er sjálfur bókaútgef- andi og bakhjallur þess tíma- rits, sem rætt hefur verið um í hillingum hér að framan, þarf að vera víðtækari. Hér hefur eingöngu verið rætt um ritað mál, en það væri ósanngjarnt að skiljast svo við þetta umræðuefni, að ekki væri minnzt þáttar út- varpsins í kynningu bóka, og þó einkum eins manns, Vil- hjálms Þ. Gíslasonar, núver- andi útvarpsstjóra. Hann hafði árum saman með hönd- um útvarpsþátt, sem hann nefndi Bækur og menn, eink- um um erlendar bækur. Það var að mestu bókmenntakynn ing og góðra gjalda verð. Á síðari árum hefur útvarps- stjóri staðið fyrir þættinum Á bókamarkaðnum þar sem kynntar hafa verið nýútkomn ar bækur. Gagnrýni er auð- vitað ekki um að ræða í slík- um þætti, það er ekki innan starfsumgerðar ríkisútvarps- ins, en samt hafa þættir þess- ir verið hinir þörfustu, og nú upp á síðkastið hefur þar ver- ið um fleira að ræða en upp- lestra eina. Gagnrýnendur og útgefendur hafa líka látið ljós sitt skína. Að útvarpsþætti sem þessum getur verið mikil stoð í bókamati og bókavali, og ég hygg, að það gæti verið eftirtölulaust af öllum góð- um mönnum, að útvarpið verði meiri tíma, fé og fyrir- höfn í bókmenntakynningu sem þessa, og það oftar en rétt fyrir jólin, enda þótt þá sé þörfin mest. Ég hef nær eingöngu rabb- að hér um þá hlið þessa máls, sem að hinum almenna les- anda snýr, vandamálum hans í sambandi við bókaval í öll- um hávaðanum og gauragang- inum fyrir jólin, þegar mest er gefið út af bókum og mest keypt af þeim. Hitt et svo önnur saga, hvert gildi bóka- umsagnir og bókmenntatíma- rit geta haft fyrir rithöfunda og listamenn. Stundum má skilja það á sumum þessara manna, einkum þeim yngri og óreyndari, að þeir telji gagnrýnendur allóþarfa menn. En ekki munu vand- virkir og ærukærir listamenn telja vanþörf á víðsýnum og velviljuðum umræðum um verk þeirra. Og því víðtæk- ari þekkingu sem þjóðin hef- ur á bókmenntum og fögrum listum því greiðari aðgang eiga góðir rithöfundar að þjóð sinni. Allir slíkir menn hljóta að kiósa fremur að skrifa fyr- ir vel menntaða lesendur en vanþroskaða og þekkingar- snauða. Þess vegna er öllum full þörf á betri og víðari upp lýs ngu en nú er völ á. 12.1. 1960. Ragnar Jóhannesson. Pilturinn lærbrotnaði UMFERiÐARSLYS varð á gatnamótum Njarðargötu og Hringbrautar klukkan 3.10 á að faranótt sunnudags. 17 ára pilt- ur, Sævar Magnússon, Barma- hlíð 14, varð fyrir bifreið og lærbrotnaði. Slysið varð með þeim hætti, að bifreiðin var á leið austur Hringbriaut, þegar pilturinn kom hlaupandi norður yfir gatnamótin. Slysinu varð ekki forðað. Sævar var þegar fluttur á Slysavarðstofuna og þaðan á Landakotsspítala. |_4 20. jan. 1960 — Alþýðublaðið Innbrot INNBROT var framið á að- faranótt sunnudags í Stálum- búðir h.f. við Kleppsveg. Farið var inn um glugga. Þaðan var stolið litlum peningakassa með skiptimynt og rúmlega 100 stór um skotum, sem ætluð eru til hreindýradráps. Komma vant- aði í Róm Framhald af 1. síðu. þingi um mánaðamótin nóv- ember-desember. Enda þótt kommúnistar hafi ekki sótt Rómarfundinn, hafa þeir í stefnu sinni og s-krifum Þpóðviljan sfylgt höfuðatriðum í samþykktum fundarins dyggi- lega, enda eru Moskvukommún istar ráðandi við blaðið og í flokknum, þrátt fyrir þær deil- ur, sem meðal annars hafa snú- izt um afstöðu til hins alþjóð- lega kommúnisma, og geisað hafa í flokknum hér síðustu mánuðina. Væri fróðlegt að heyra skýringar Þjóðviljans á því. Örkin kostar Framhald af 1. síðu. 1903 og voru þá yfirstimpluð „í gildi ’02—’03“. Nokkur merki eru samt til óyfirstimpluð og nokkur eintök voru send póst- málastjórnum erlendra ríkja, en hin geymd í safni íslonzku póstmálastj órnarinnar. Aðstandendur tímaritsins „Frímerki“ urðu þess varir, að þessi óyfirstimpluðu frímerki voru komin hér á innlenda markaðinn og að þau voru jafn- vel til sölu í allt að hálfum örk- um. Þeir fóru því fram á við Póst- og símamálastjórnina, að hún athugaði birgðir sínar af Þessummerkjum. Póst- og síma málastjórnin mun hafa gert þetta, því hún kærði málið til sakadómara og hefur rannsókn arlögreglan haft það til með- ferðar að undanförnu. Frímerki. þessi, óyfirstimpl- uð, eru rrtjög verðmæt. 40 aura merkið kostar 4200 krónur, ó- notað. Ein örk af því, 100 merki, kostar því hvorki meira né minna en 420 þúsund krón ur. Þetta er verðskráning sam- kvæmt íslenzka frímerkjaverð listanum 1960. Þetta gefur nokkra hugmynd unt, hve stór kostlegar fjárupphæðir hér er um að ræða. Valdimar Stefánsson saka- dómari hefur staðfest, að mál þetta sé í rannsókn hjá embætti hans. Hann skýrði enn fremur frá því, að starfsmerin póstmála stjórnarinnar, frímerkjasalar o^ safnarar hefðu verið teknir til yfirheyslu. Sakadómari sagði, að rannsókn þessa máls sé ekki komin Það langt, að hægt sé að gefa nánari upplýsingar að svo stöddu. Flugfélag íslands. Millilandaflug: Hrímfaxi fer til Glasgow og K,- hafnar kl. 8.30 í dag. Væntanleg ur aftur til R.- víkur kl. 16.10 á morgun. Inn- anlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, Húsa- víkur, ísafjarðar og Vest- mannaeyja. Á morgun er á- ætlað að fljúga til Akureyr- ar (2 ferðir), Bíldudals, Eg- ilsstaða, ísafjarðar, Kópa- skers, Patreksfjarðar, Vest- mannaeyja og Þórshafnar. Loftleiðir. .Hekla er væntanleg kl. 7.15 frá New York, Fer til Stavanger, Kaupmannahafn- ar og Hamborgar kl. 8.45. Saga er væntanleg kl. 19 frá London og Glasgow. Fer til New York kl. 20.30. -o- VKF Framsókn minnist á skemmtifundinn í Iðnó föstud. 22. þ. m. kl. 9. Góð skemmtiatriði. -o- 12.50—14 „Við vinnuna“. 18.30 Útvarpssaga barnanna. 18.55 Framburðar- kennsla í ensku. 19.00 Tónleikar: Þjóðlög, sungin og leikin. 20.30 Daglegt mál. 20.35 Með ungu fólki. 21 Píanó-’ tónleikar. 21.20 Framhaldsleik- ritið: „Umhverf is jörðina á 80 dögum“. 22.10 Úr heimi myndlistarinnar. 22.30 Djass- þáttur á vegum Jazzklúbbs Rvíkur. 23.10 Dagskrárlok. VeSrið: Allhvass austan; lygnandi. miðvikudagurl Slysavarðstofan hefur beðið blaðið að geta þess, að frétt þess í gær um konuna, sem gleypt hafði eit- ur, hafi ekki verið byggð á upplýsingum frá henni. -o- NÆTURVARZLA. Vikuna 16.—22. þ. m. hefur Lyfja- búðin Iðunn næturvörzlu. Sími 17911. -o- Skipadeild SÍS. Hvassafell fór í gær frá Hafnar- firði áleiðis til Ro stock. Arnarfell fer í dag frá Ak- ureyri til ísafjarð ar og Reykjavíkur. Jökulfell fór í gr frá London til Ro- stock, Kaupmannahafnar og Reykjavíkur. Dísarfell fór í gær frá Hamborg til Malmö og Stettin. Litlafell kemur til Reykjavikur í dag. Helgafell fór í gær frá Ibziza áleiðis tU Reykjavíkur. Hafskip. ' ) Laxá er í Helsingborg. Jöklar. '<T) Drangajökull er í Rvík. Langjökull er í Hamborg. Vatnajökull fór frá Vest- mannaeyjum í gær á leið til Grimsby, London, Hull, Bou- logne og Rotterdam. -o- LAUSN HEILABRJÓTS: Maður skilur áttunda epl- ið handa áttunda mannin- um eftir í körfunni. Iþrótflr Frámhald af 11. síðu. lætur óspart í ljós ánægju þeirra félaganna með móttök- ur allar, svo að fullyrða má, að koma þeirra hafi skapað bætt- an grundvöll til samstarfs T. B.R. og Dansk Badminton For- bund. í þessari grein sýnir Hammergaard það ennþá einu sinni, að hann er gæddur ó- venjugóðum frásagnarhæfileik um, og hefur mikla athyglis- gáfUj því að greinin er mjög skemmtileg aflestrar fyrir alla. SKARÐ FYRIR SKILDI. Það þykir nú fréttnæmt meðal badmintonleikara, að Vagn Ottósson er farinn brott af landinu —- en til allrar ham- ingju ekki nema um hálfs árs ske'ð! Það verður því skarð fyrir skildi í íslenzku badmin- ton á þessum vetri, og mun það standa opið og ófullt, unz hann kemur aftur til sinna heim- kynna, þá e rsól verður hæst á lofti á sumri komanda. Aðstoða við framtöl til tekju- og eignaskatts. Þorleifur Þorgrímsson, Vatnsstíg 10 B.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.