Bóndi - 28.02.1851, Blaðsíða 9

Bóndi - 28.02.1851, Blaðsíða 9
41 og láta f>au svo hanga árlangt uppi íeldhúsi, |>ar sem brennt er annaðlivort hrísi eða sauðataði eða f)á hvorutveggju. Að f)ví búnu skal bera á fiau lifur og elta f>au á ný; síðan má sníða j)au til skinnklæða. Liprar nálar skulu menn hafa til að sauma með skinnklæði, og mega þær ekki vera fjaðrabreið- ari en lipur varpanál, sem menn hafa til að verpa með leður- skó. jiað er bezt að sauma þjettstikað, svo saumurinn kilpi ekki, og herða sem bezt alla teigju úr saumþræðinum, svo saumurinn ekki gisni, þegar skinnfatið harðnar. Á skinnbrók hafi menn 4 miðseymi í skóinn, 3 í legginn og 2 i uppsaum- ana. Til þess skinnklæði verði vel hirðt, þá má hver maður ekki hafa minna en tvenn skinnföt uin vertíðina, ogætti hann jafnvel að hafa 3 skinnbrækur, ef vel væri, þegar sjósóknir eru tíðar, svo skinnklæðin geti alltaf verið með maki. Ekki ættu menn að vera meir en 3 róðra í hverri brók eða skinn- stakk í senn, allrasízt í brókinni, og ef miklar bleitusuður (vætur og hiti) ganga, þá ekki neina 2 róðra; síðan skulu rnenn kvísla brókina (það er: þurka hana á þar til gjörðri kvísl, sem allir þekkja lijer á suðurlandi, og eins þeir sveita- nienn sem hjer hafa róið) og teigja hana upp meðan hún erað þorna, svo hún verði jafnþur en ekki blettótt; ef brókin blotn- ar innar, þá skulu menn þurka lrana fyrst þeim megin, snúa henni svo um og þurka hana liins vegar, en láta hana ekki verða rnjög harða, áður en horin er á hana lifur, og er það ekki vandgjört á eyrlitað skinn; heklur skulu menn freka áburðinn, eptir því sem skinnklæðin eldast. Jess skulu menn gæta, að hafa væna sjóskó og góðar tátillur, svo brókin geti hvorki gengizt nje nuddast til skemmda. Með þessari hirð- ingu geta hver skinnklæði af þrennum endst í 8 til 11 vertíða, inæti þau ekki slisum, og verða þó allgott skóleður á eptir. Vjer höfum tekið eptir því hjer á Suðurlandi, að vjer höf- um optar fengið hetri skinn til skinnklæða að austan en að norðan, hlýtur það að koma til af því, aö Austamnennirnir verki þau betur og hirði þau vandlegar en Norðlendingarnir. Væru skinn verkuð og hirðt eins og hjer hefur verið umtalað, þá yrðu þau útgengiíeg vara hjer á Suðurlandi. 19 + 18.

x

Bóndi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bóndi
https://timarit.is/publication/76

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.