Bóndi - 28.02.1851, Blaðsíða 11

Bóndi - 28.02.1851, Blaðsíða 11
veggi, en sá hefur reynzt ágalli á honum, aö hann liefur auk- iö raka í ln'isum, og þannig er hætt við að íleiri leirtegundir mundu reynast; þvi þaö er sannreynt, aö þar sem leirjörð er í húsgólfi, þá verður hús þaö optast mjög rakasælt. En þótt aö grjótveggir væru nú bundnir meö leiri, þá mætti varna rak- anum, ef föng væru á, að bræða síöan veggina að innan með sementi. Jiegar menn ætla að lilaöa veggi úr strengjum eða hnaus- um, þá eiga menn fyrst og freinst að vanda veltuna sem hezt að unnt er. jóegar menn rista strengi eða skera sniðhnausa (klömbruhnausa) til veggjahleöslu, þá skulu menn gæta þess, ef jörðin er leirkennd, þegar dýpra kemur niður, að hafa ekki strengina eða hnausana þykkri en niöur að leirlaginu. Streng- ina skulu menn hafa vel breiða en hnausana langa. íegar menn hafa rist strengi eöa skorið hnausa, skal þurka þá vel og vandlega, og væri lang bezt að gjöra það vorinu áöur en menn ætla að hyggja ári seinna. jiegar uienn hafa þurkað strengina, skulu menn hlaða þeiin saman í bunka, og þekja siðan bunkana að haustinu meö þurru torfi. Áður en menn fara að lilaða úr þeirn vorið eptir, væri betra aö breiða þá aptur svo sem einn dag til þerris. Jegar menn ætla að þekja hús eöa bæ með torfi, þá skal rista torfið sem þykkvast og sömuleiðis sniddurnar, ef menn ætla að snidduþekja, því sje þaktorf eða sniddur mjög þunn- ar, verður þá þakið seint til að grasgróa, og kemur það eink- um til af því, að á þunnu torfi eru grasræturnar skornar í sundur svo ofarlega, að þær deyja með öllu. Einna bezt er að tyrfa hús annaðhvort með góðum þykkum grundarþökum, eða þá með þykkutn sniddum úr mosalausu valllendi; en því torfi, sein rist er í blautum og súrum mýrum eða fúaflóum, verður naumast komið til að gróa á húsþökum. Við allan skyldu menn vanda sem bezt til bæjabvgginga, því meir er það komið undir viðgæðum en gildleika viðanna, hvað viðir endast vel í húsum; það er mikið undir því komið, að viður í bæjarhús sje sem þjettastur og feitarmestur að verða má, því þess betur verst hann fúa í rakasælum húsum, og því siður verpist hann eða gisnar þó hann mæti veöurþurk eða ofnhita. Jað skyldu menn varast að byggja bæ sinn úr blaut- um viði, því þess blautari sein viðirnir eru, því freinur draga þeir að sjer raka og fúna þess fyrri, ef nokkur er rakavon, en

x

Bóndi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bóndi
https://timarit.is/publication/76

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.