Bóndi - 28.02.1851, Blaðsíða 12

Bóndi - 28.02.1851, Blaðsíða 12
44 sje votur viður hafður í þerrirsæl hús, {>ví fremur er viðunum hætt við að rifna 02; gisna þegar þeir fara að þorna. Menn skyldu því þurka allan húsavið sem vandlegast áður en byggt er, en þó verða nienn að varast, að láta liann liggja til lengd- ar úti í sólskini, því þá geta jafnvel stórviðir rifnað til skaða. IIús öll, og einkanlega bæjarhús, skyldu nienn byggja á vorum en ekki á haustum, og ættu menn að byrja þann starfa svo snemrna, sem auðið er á vorin, svo byggingunni verði lok- ið nokkru fyrir slátt, því opt er það, sem menn hroða mjög af byggingum fyrir annrikis sakir á sumrum, þegar komið er undir slátt, og allar annir kalla sem óðast að, og sömuleiðis á liaustum, þegar veður eru vond og kafalda von er á hverjuin degi. 5enar rnenn byggja á vorin og láta svo allar gættir og vindaugu standa opin að sumrinu, þá eru bæði veggir ogviðir orðnir svo vel þurrir að hausti, að síður er hætt við raka að vetrinum. 5enar menn hafa rist og þurkað veggjatorf árið áður, þá geta menn í ilestum sveítuin byrjað bæjabyggingar snemma að vorinu, einkum liafi menn tekið undirstöðu til allra veggjanna haustið fyrir, svo ekki þurfi að bíða eptir því að klaki þiðni úr jörð. (Frainhaldið síðar). ÍJtgefendurnir spurja tíBúnda” frjetta. Útgefendurnir. "þú hefur nú verið, Bóndi sæll! svo mán- uðum hefur skipt í höfuðborg landsins, og þykir oss því lík- legt, að þú getir sagt oss eitthvaö í frjettum, þegar þú loks- ins keinur nú aptur til átthaga þinna, upp í sveitina til vor. Búndi. 5eSai’ þjer senduð mig til borgarinnar tókuðþjer það aldrei fram við mig, að jeg skyldi segja yður frjettir, þá jeg kæmi aptur, heldur að eins hitt, að jeg skyldi komast sem fyrst jeg gæti að prentsmiðjunni með búnaðar hugvekjur yöar, og líka skyldi jeg vera mjer í útvegum um búnaðarritgjörðir hjá sjóar bændunum þar syðra, svo því meiri yrðu líkur til, að jeg gæti fremur unnið gagn en ógagn, hvort heldur mig bæri að liúsuin manna til sjós eða sveita; og þessu lxefi jeg farið lika á flotvið sjóar bændurna, og liafa nokkrir þeirra gefið mjer góðar voriir, þótt ekki liafi jeg enn fengið ritgjörð nema frá einum þeirra. Líka báðu stúlkurnar mig að segja sjer skemti- sögu þegar jeg kæmi aptur, og á því vildi jeg nú sýna ein- hvern lit fremur rnörgu öðru, því bæði er það, að mjer er ætíð

x

Bóndi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bóndi
https://timarit.is/publication/76

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.