Bóndi - 31.03.1851, Blaðsíða 1
33
fi ó n d i.
4. blað 31. dag martsmánaðar 1351.
FÁEINAR ATHUGASEMDIR UM FJÁRHÚSABYGGINGU
OG SAUÐFJÁRRÆKT.
5. grein um kirðinr/ á ám.
(Framhald). í mörgum sveitum hagar svo til, að ærnar
verða að öllu samanlögðu einna arðsamastar af sauðpeningn-
um, sjeu þær dj'ggilega hirðtar og að öllu vel með þær farið.
Jar sem annars er bærilega laiulgott, þá er óhætt að láta
ær liggja úti framan af vetri, þegar tíð er góð og nóg jörð,
en allt fje skyldu menn þó hýsa, þegar það þíðir ekki lengur
bæli sitt. Meðan ær liggja úti, þarf að ganga til þeirra á hverj-
um ilegi, og líta nákvænilega eptir hvernig þær bera sig að
jörðinni, og taka ætíð vandlega eptir í hvert skipti, hvert engri
þeirra muni vera misdægurt; það er ætið vissara að reka þær
seint á hverju kvökli að beitarhúsum eða fjárborg, eða þá
skilja við þær á einhverjum öðrum óhultum stað, svo ekki sje
liætt við þær hreki eða fenni, þó veður spillist bráðlega að
nóttu til1 þegar farið er að liýsa þær, skal standa yfir þeim,
og lialda þeim vel til beitar, og veitir ekki af að láta þær
snemrna út og seint inn, þá dagur er stuttur; á meðan þær
hafa góðar fyllar, þarf ekki að gefa þeim framanaf vetri, og
ekki fyr en um jól, þar sem landgott. er. Melland og víðir á
vel við fje, einkum grávíðir og pálmavíðir (rauð viðir), sömu-
leiðis fjalldrapi, beitilyng og rauðlaukur, líka þykja lieiðar-
lendur, hvar grasakræða er, hið bezta sauðland. Undir eins
og ær fara að koma inn linfullar á kvöldin, verða menn að
fara að gefa þeini með, því eigi þær ekki að missa kviðin,
mega þær ekki fá minna en eina góða fylli í liverjum sólar-
hring; þegar kemur fram á útmánuði, þarf að auka við þær
gjöfina, og líka ætti að geyma þeim bezta heyið þangað til,
Jað er að að sönnu opt örðugt að geta gjört svo vel við fje,
sem bezt mundi henta, þegar heybyrgðir eru litlar, og einkum
þá hey eru illa verkuð og skemmd; en það ættu menn þó að
1) jjessar reglur virðast eiga jafnt við hirðingu á öllu fje, sem úti
liggur, á hverjum þeim tíma, sem kafalda er von.
4