Bóndi - 31.03.1851, Page 2

Bóndi - 31.03.1851, Page 2
50 láta sjer annt um, að hirfta fjeð rækilega og hagtæra heyimi seni notalegast, og vaéri þess óskamli, að fieir sem miður kunna til þessa, ljetu sjer ekki þykja óhróðurí, að leita sjer tilsagnar hjá þeiin er betur vita. Hjer um sveitir er það halcliö betra, að láta fje hafa vatnsbrynningar, |ió sumir segi að snjórinn sje því hollari, og vitað hefi jeg hina beztu fjármenn stuðla til þess, að hafa vatnsbrynning handa fje sínu, þar sem því hef- ur orðið viðkomið; og fremur mun Qeð, ef það er sjálfrátt, velja sjer vatnið en snjóinn, þegar það á kost á hvorutveggja. Ær mega ekki verða magrarí en svo, að þær sjeu vel brún- sljettar þegar þær bera, ef þær eiga að koma vel upp lömb- uin sinum og gjöra síðan gott gagn. Mikið er það verra bæði fyrir ærnar og lömbin að stia ánum á vorin; að sönnu verða löinb þau, sein stíað er, nokk- urnvegin eins stór og hin, sem ekki er stíað, en ekki verða þau nærri eins feit, frjálsleg eða þrifin; Jika eiga ærnar miklu betra, ef þær mega ganga sjálfráðar með lömbum sínum, held- ur en að liggja við stekk í hverju veðri sem er. Ætíð skyldu menn liætta að mjólka ær heldur tímanlega á haustin, svo þær nái sem beztum haustbata, haldast þær þá miklu betur við og þurfa minna fóður framanaf vetri. 6. ffrcin um hirðinf/ á saubum. $að er þvi miður, ganiall vani og helzt víða við enn að vanda litið uppeldi og hirðing á sauðum, og er það inikil fávizka, því það er eðlilegt, að sauðir, eins og annað íje, reynist eptir því, sem við þá er gjört, og valla getur hjá því farið, að sauð- ir, sem verða magrir og kviðlitlir á vorin, verði rírir og mör- litlir nærsta haust. Meðan sauðir liggja úti, verður að gæta alls þess sama um hirðingu þeirra, sem áður er getið um ærn- ar, nema hvað menn verða aö fylgja sauðum þeim mun kappsam- legar úti í liörkum og harðviðrum, sem þeir eru optast færari um beit í voiulu veðri en ærnar. Ekki verða menn síður að gæta þess með sauði en ær, að gefa þeim ineð, þegar þeir fá ekki góðar fyllar úti, því mjög er það áríðandi að sauðir verði ekki kviðdregnir; það er annars ekki svo lítill vandi að halda fje laglega til beitar; og ríður því niikið á að sauðamaður sjegæt- inn, duglegur, árvakur og svo heilsugóður, að hann þoli vel að standa úti í hörkum og harðviðri. Jað skyldu menn varast að láta sauði standa málþola hcilan sólarhring, verði þvímög- ulega viðkomið að gefa þeim. Húsin þurfa menn að vanda

x

Bóndi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bóndi
https://timarit.is/publication/76

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.