Hirðir - 23.12.1858, Blaðsíða 7

Hirðir - 23.12.1858, Blaðsíða 7
39 leitt af sjer sjódýr, og því næst, er löndunum skaut upp, jurtir og lánddýr, og jeg held vjer smælingjarnir ættum langtum heldur ab láta oss nœgja meb þann lærdóm, er þeir liafa kennt, en aí> vera ab apa eptir nýjari lærdómsgutlurum, sem sannlega gjörbu bezt í, aí> setjast nibur og Iesa Aristoleles og Buffon meb alúb og þolinmœbi. þab dugar hvorki iierra hjerabslækni Finsen nje öbrum, ab ætlast til þess, ab náttúran fari ab hugsmíbum þeirra. Hún gengur sína leib, og iætur Sig eigi hlekkjum binda af hugarburbum eba röngum ímynd- unnm; því sagbi og hinn lærbi Bacon forbum: „Menn eiga eigi ab vera ab gjöra sjer hitt og þetta í hugarlund um náttúruna og áhrif hennar; heldur eíga menn abskoba verk hennar, og taka þau, eins og þau eru, en alls eigi blanda þeim saman vib hugsmíbar sfnar og trúft. þann- ig sem náttúrufrœbin er nú á leib komin, bendir hún oss á mjög margbreytta uppsprettu dýranna. Mörg hin Iægstu dýr koma í fyrstu af einföldum „organiskum“ efnum, og geta þá af sjer önnur dýr, er þau eru fullvaxta; önnur smádýr koma fram vib skiptingu eba sundurlibuh, og leggja þau dýr engum eggjum. þá eru og til dýr, cr koma fram vib ummyndun annara dýra, og stór fiokkur dýra kemur, eins og ailir vita, úr eggjum, eba fœbast sem lifandi af- kvæmi annara dýra. Nú finnast í yfirborbi jarbar leifar af óteljandi dýrategundum, sem nú eru libin undir lok, og ný kynferbi komin í þeirra stab, ólík þeim ab öllu, og geta því eigi talizt afkvæmi hinna daubu dýrategunda. Hinn nal'nfrægi náttúrufrœbingur Lamarh hef- ur og sannab, ab ýmsar djTategundir eru á vorum dögum smátt og smátt ab líba undir iok, og abrar nýjar ab koma upp í þeirra stab. þannig er öll náttúran í sífelldri breytingu, og þab er enginn efi á, ab í henni finnast enn hinir sömu kraptar, sem voru fyrir öndverbu, þá er hin fyrstu dýr myndubust án eggja og foreldra. Jeg fyrir mitt leyti þykist hafa fengib nœga sönnun fyrir myndun klá^itmaurs- 1ns í klábanum, og ab hann tímgist samkvæmt því, er þeir nýlega hafa fundib, Bourguignon og Delafond, en ab klábinn í fyrstu komi af almennum orsökum. þab er annars merkilegt, ab herra Finsen, úr því liann fór ab láta raust sína hljóma um þennan fjárklába, skuli eigi hafa gjört sjer þann ómaka, ab lesa rit þessara manna, sem jafnvel í Danmörku hefur þótt mikib til koma, og sem snúib hefur verib á dönsku fyrir rújnu ári af Bróf. Bentz, sem er læknir bæbi manna og dýra. Mjer finnst þab hefbi verib skylda hans, bæbi

x

Hirðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hirðir
https://timarit.is/publication/81

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.