Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1866, Blaðsíða 2

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1866, Blaðsíða 2
2 áhrif á þá, sem gáfur og þekking þín eru þeim nálæg- ari, og eptir því sem þér tekst betur að ætlast á, hvað skilningur þeirra getur höndlað, eða hvað þeir muni hafa ánægju af. í'ú þarft ekki heldur að setja þig út til þess að hafa áhrif á þá, heldur hefir þú þau jafn- vel án þess þú vitir af, og opt líka án þess þeir viti af því sjálfir. Þú getur einnig haft þessi áhrif, þegar apturför eða sjúkdómar hindra þig l'rá öðrum störfum lífsins, þú getur það jafnvel með þolitimæði þinni í mótlætinu, með þögninni, sem ekki vill mögla við Guð, þó þú ekki getir uppbyggt aðra með kenningu þinni og orðum. Með dæmi síuu geta því allir, sem umgangast áðra, haft áhrif á þá, og hafa jafnvel þessi áhrif ósjálfrátt; cn þeir geta ei einungis haft þau, heldur eiga þeir að liafa þau; eru skyldir til að vísa þeim á rétta leið og að varast allt, sem getur hneixlað þá. Gætirðu ekki uppbyggt aðra, eða þú fyndir ekki köllun hjá þér lil þess, þá mætli þó ekki ætlast lil minna af þér, en að þú varaðist að hneixla þá; meðan lestirnir ekki ganga í berhögg, eitra þeir að minnsla kosti ekki í kringum sig, og draga síður aðra með sér í glötun syndarinnar. Pó nú allir séu skyldir, að lála öðrum gott eptir- dæmi í té og sér í lagi hinum ungu og einföldu, hafa þó foreldrar, frændur og yfirboðarar öðrum fremur þessa köllun; þess meiri virðiugar og elsku, sem menn, vegna stöðu sinnar, sambands eða hæfilegleika njóta hjá öðr- um, þess uppbyggilegri geta þeir og orðið með góðu eptirdæmi sínu; það er dagleg og sífeld kenning, sem enginn verður yfir höfuð að tala þreyttur á. Eptir- dæmið er að því leyti betra en kenningin, ef það á annað borð er gott, að það sýnir laugtum fremur en hún,

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.