Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1866, Blaðsíða 11

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1866, Blaðsíða 11
11 við um morgiminn áttum nð fara að læra í skólanum, að það var kallað á konuna, sem kenndi okkur. llún kom inn aptur eptir drukklanga stund og liaí'ði með sér stúlku, sem hún sagði að liéti Emina. Stúlkan tók sæti, þar sem lienni var sagt, og kennsl- an byrjaði, cins og venja var til. Nokkrum vikum eptir, vorum við allar að leika okkur á flötinni einn morgun áður en lærdómstíminn varbyrjaður. Ein stúlkan, sem hét Elín, kom hlaupandi, og sagðist liafa sögu að segja okkur. Við hætttum allar leiknum og flykktumst utan um hana til að lilýða á þetta. Hún sagði okkur, að næsla flmmludag eptir væri hún átta vetra, og að móðir sín hefði gefið sér til lcyfis að bjóða öllum skólasystrum sínum til kvöldverðar það kvöld. »En munið þið nú eptir«, sagði liún, »þegar þið komið lieim, að spyrja mæður ykkar, hvort þið megið koma, og við skulum skemta okkur vel«. í sama bili var kallað á okkur inn í skólann, og var ekki talað meira um þetta. A meðan eg var ineð fyrstu lektsíuna, varð mér litið til hennar Emmu, sein sat beint á móti mér, og eg sá, að eilt tár féll á bókina bennar, þegar hún grúfði niður að henni. Það féll annað tárið til og hið þriðja. Hún þurkaði þau af sér þegjandi, og liélt áfram að læra. Bráðum var farið að blýða bcnni yfir, og svaraði hún mæta vel öllu, sem hún var spurð að. Þegar sá tími kom, að við máttum fara að leika okkur, þá var ekki talað um annað, en afmælisdaginn liennar Elínar. Eg fór þá að hugsa um hana Emmu og litaðist um, sá eg þá bvar hún stóð einsömul nokkuð lengra í burtu. L

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.