Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1866, Blaðsíða 1

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1866, Blaðsíða 1
KRISTILEG SMÁRIT IIANDA ÍSLENDINGUM. JVí 7. EPTIRDÆMIÐ. (Longum esl iter pcr praecepta, per exempla breve). Um leið og hver kristinn maður á að annast síua eigin velferð, liefir liann og að nokkru leyti ábyrgð á velferð annara, sem honum eru samferða á vegi lífsins. »Látið yðar ljós lýsa fyrir mönnunum«, segir lausnar- inu oss (Alatt. 5, 16), og postulinn býður oss að hugsa, ekki einungis um vort eigið, heldur og líka annara gagn (Filipp. 2, 4). Á þessa skyldu bendir og tilhögun nátt- urunnar oss; þegar barnið fyrst fer að hafa vit, sjáum vér, að það ósjálfrátt tekur eptir öllum athöfnum hinna eldri, og stælir að svo miklu leyti eptir þeim, sem þvi er unnt og kraptar þess leyfa; því er af skaparanum vísað til þeirra, lil þess að nema af þeim, og hinum cldri er að því leyti falið á hendur að leiðbeina barn- inu og verða þess fræðendur. í þessari kennslu taka allir hinir eldri þátt, sem nokkru hafa að skipta við hina ýngri; allir geta þeir, meira eða minna, látið sitt ljós lýsa fyrir þeim og leið- beint þeim á rétta leið; en sú kennsla, sem allir þannig gela látið í té, bæði við ýngri menn og eldri, er eptir- dæmið. Til þess að geta lýst fyrir öðrum með dæmi þinu, þarftu ekki að hafa miklar gáfur, né djúpsetta og yfirgripsmikla þekkingu, þú getur jafnvel liaft því raeiri

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.